miðvikudagur, maí 5

Örstutt
Þar sem ég sat í makindum mínum við enskulestur á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar varð ég skyndilega fyrir óþægilegri truflun er þjófavarnarkerfi skólans fór í gang.
Ég skildi hvorki upp né niður í því hvers vegna enginn kippti sér upp við þessu óhljóð fyrr en ég gekk til bókasafnsvarðarins og spurði hvort ég væri svona hryllilega næm fyrir óhljóðunum eða hvort samnemendur mínir væru hreinlega heyrnarlausir, þá benti hún mér á að flestir hefðu keypt eyrnatappa á próftilboði.

Engin ummæli: