Samsæri
Ég hef komið upp um enn eitt samsærið kæru lesendur og fannst mér ég vera knúin til þess að blogga um það.
Ég var stödd í Smáralind um daginn eins og gengur og gerist.
Iðulega þegar maður heimsækir þessa verslunarmiðstöð tekur maður yfirleitt ekki eftir tónlistinni sem ómar um allt húsið, en er þó til staðar.
Eftir langa dvöl í Smáralindinni, af óútskýranlegum ástæðum tók ég,ásamt mínu fríða föruneyti eftir því að engin tónlist var lengur í gangi, okkur til mikillar furðu.
Við létum tónlistarleysið þó ekki á okkur fá og héldum áfram okkar málum, þar til við loks heyrum rödd úr fjarska segja;
"Það er þægilegt að versla í Smáralind".
Aldrei höfðum við heyrt í þessari rödd áður í ferðum okkar í Smáralindina sem eru ófáar, og eftir örskammastund heyrðist röddin aftur; "Í Smáralind eru yfir 150 verslanir sem gleðja" og stuttu síðar; "Takk fyrir að velja Smáralind, komdu sem oftast". Loks fór músíkin aftur í gang og ég fór að velta því fyrir mér hvurs lags samsæri þetta væri.
Meðan við, saklausir borgarar eyðum aleigunni í Smáralindinni er rödd sem snertir undirmeðvitund okkar meðan við verslum sem sannfærir okkur um að Smáralind sé þúsund sinnum betri heldur en Kringlan og fær okkur þess vegna til að koma aftur og aftur. Þessi rödd heilaþvær okkur í hver skipti sem við vogum okkur að stíga fæti inn fyrir dyr Smáralindar.
Ég segji hingað og ekki lengra Smáralind!
Ekki ætla ég að láta bjóða mér það að vera dáleidd af fyrirmönnum Smáralindar í því skyni að fá mig aftur til að eyða peningum í verslunum þeirra, ekki að ræða það!
Ég hvet alla sem einn að standa með mér eins lengi og þeir þola!
Yfir og út
Engin ummæli:
Skrifa ummæli