Dagar taldir
Þegar ég var yngri var fastur liður í desember að horfa á jóladagatal sjónvarpsins. Jóladagatalið vakti gleði hjá undirritaðri og stytti án efa biðina í stóra daginn.
Hver man ekki eftir jóladagatölum eins og Á baðkari til Betlehem(1990), Tveir á báti(1992) og Blámann(Stjörnustrákur)(1991)?
Á hverju ári, til ársins 1998 að ég held var búið til nýtt og spennandi jóladagatal, en undanfarin ár hafa nokkur af fyrri jóladagatölum verið endursýnd og jafnvel endurendursýnd.
Nú er svo komið að ég nenni ekki lengur að horfa eða jafnvel hugsa um jóladagatal sjónvarpsins vegna þess að mér finnst ég alltaf vera að horfa á þau sömu, smb. Klæng Sniðuga og fl.
Ég sit í stað uppi með súkkalaðijóladagatal og dagarnir eru lengi að líða til jóla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli