mánudagur, desember 29

Skrifað í snjóinn
Ég blogga hér í beinni úr snjóhúsinu sem mér tókst að byggja í morgun.
Mér varð ljóst að ég kæmist ekki aftur inn í steinhús mitt eftir heiðarlega tilraun til þess að komast til vinnu á litla fólksbílnum mínum, og ákvað ég að byggja mér snjóhús meðan ég biði.
Björgunarsveitarmeðlimir hafa ekki enn svarað morsskeytum mínum sem ég sendi með því að spila á forláta munnhörpu sem ég fann á botninum í veskinu mínu, ásamt varalit sem ég kannast ekki við að eiga.
Í handhæga vasaútvarpinu sem ég fékk frá löngu gleymdum ættingja hef ég fregnir af því að bílar séu fastir hér og hvar, í innkeyrslum sem og á vegum úti.
Ætli einhver finni mig áður en ég drukkna í eigin hori?
Endilega lítið við í snjóhúsinu sem staðsett er einhversstaðar milli heims og helju.
En verið varkár, ekki banka of fast því húsið gæti hrunið!

Kaffi á könnunni
Hrebbna

Engin ummæli: