mánudagur, desember 1

Af leikhúsferðum

Samkvæmt nýjustu talningu hef ég aldrei farið jafn oft í leikhús á einum mánuði og í nóvember, ef sýningatímabil Rocky Horror er ekki talið með.
Í nóvember fór ég að sjá; Common Nonsense, Ríkharð 3ja og Kvecth.
Og, það sem er enn skemmtilegra var að ég þurfti ekki að borga krónu fyrir aðgöngumiða að neinni sýningu.

-Common Nonsense er um fólk sem býr CommonNonsense er um fólk sem býr í nútíma- vestrænu- neyslusamfélagi kerfa og hluta sem mótar líf þeirra og samskipti, andleg, líkamleg og tilfinningaleg. Þema verksins vekur upp spurningar um stöðu okkar í þessu samfélagi út frá óvenjulegu, "skökku" og spaugilegu sjónarhorni. -

-Mér fannst þetta alveg hreint bráðfyndin sýning. Ég var svo heppin að fá að kíkja á æfingu þegar tvær vikur voru til frumsýningar og skildi ég hvorki upp né niður þá í þann klukkutíma sem ég sat. En þegar maður sá leikritið í fullri lengd þá rann það upp fyrir mér hversu sniðug þessi hugmynd væri að spinna upp leiksýningu í kringum uppfinningar.
Golden moment:Þegar sífulli kennarinn var í sífellu að tala um merka skáldið Svein Kára sem síðar reyndist vera framhjáhald móður hans.
Stigagjöf: 3 og háfl hrebbna af 5


-Ríkharður þriðji er eiitt magnaðasta leikrit Shakespeares um grimmúðleg átök, illsku og völd, og von fólks um að upp renni nýir og betri tímar. Ríkarður þriðji er ein af ógleymanlegum mannlýsingum skáldsins, heillandi illmenni sem svífst einskis til að ná völdum. Og allt í kringum hann eru sterkar konur sem þurfa að takast á við skelfilegar aðstæður og ill örlög. Eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna í óvenjulegri uppfærslu sem fæst við leikhúsið og lífið sjálft!-

-Ég labbaði inn á sýninguna algerlega hlutlaus. Ég vissi reyndar örlítið um Ríkharð en ekki það mikið. Vonir mínar og væntingar voru á núllpunkti en ég kom út með allt á suðupunkti, ef svo má að orði komast.
Alveg ágætis sýning, Hilmir stóð fyrir sínu en ekki gat ég gert að því að ein aðalleikkonan fór alveg óstjórnlega í taugarnar á mér vegna ofleiks.
En sýningin var í heild mjög skemmtileg og vel upp sett, sviðsmyndin mjög flott og mikið gert úr öllum hlutverkum.
Golden moment:Rúnar Freyr Gíslason sem hinn fagri konungur Ríkmond, svo glitrandi og skrækróma prins hef ég aldrei augum litið.
Stigagjöf: 3 hrebbnur af 5

-Kvetch fjallar um 5 einmana manneskjur í firrtum heimi og stöðugan kvíðan sem nagar þau inn að beini. Aðstæður persónanna eru dapurlegar og kunnuglegar, hugsanir fólksins (sem eru talaðar í verkinu) eru einnig dapurlegar og kunnuglegar en þegar þetta kemur allt saman verður útkoman drepfyndinn hrærigrautur.

-Alveg hreint brjálæðislega gott leikrit. Ég á varla nógu sterk orð í orðasafni mínu til þess að lýsa upplifuninni. Mjög opinskátt leikrit verð ég að segja. Ef þú ferð mjög auðveldlega hjá þér þá mæli ég ekki með þessu leikriti.
Golden moment:Þegar leikari kom fram nakinn og sýndi fram á það að mannslíkaminn er fagur, hvort sem maður er grannur eður ei.
Stigagjöf: 4 OG 1/2 hrebbna af 5

Engin ummæli: