sunnudagur, apríl 18

Enn af önnum
Laukrétt krakkar mínir..nú er kominn tími til að blogga dagana sem hafa liðið.

Menn eru alveg að missa sig yfir þessum blessaða söngleik okkar,Litlu Hryllingsbúðinni og sýningar virðast bara aldrei ætla að hætta.
Það er búið að bæta við tveimur aukasýningum, á morgun kl 13:00 og svo er hin..jah ég bara man ekki hvenær.
Sýningin í gær átti að vera lokasýning, en það virðist vera svo mikil aðsókn að við þurfum að bæta við sýningum..sem er bara mjög gott mál.

Annars er það að frétta að kosningavikan gengur í garð á morgun og mun hún án efa vera spennandi. Ég ákvað að bjóða mig fram í sömu nefnd og ég er í, Listanefnd og vona bara að FG-ingar kjósi rétt!

Í gærkveld var eins og áður sagði sýning og tókst hún með eindæmum vel..fyrir utan 15 mínútna töf í byrjun, vegna ljósavesens.
Salurinn var sá allra besti sem ég hef upplifað sem gerði kvöldið ennþá skemmtilegra!
Eftir sýningu var haldið á karókí-keppni í vinnunni og var fólk almennt hresst þar, eins og við mátti búast.
Síðan var skundað á Opus með Önnu,Ingvari,Ernu og fleirum úr Hagkaup, en þar var bjórkvöld hjá MH.

Djammið er alveg í hámarki þessa dagana..sem gerir það að verkum að buddan er galtóm, ef ekki í mínus.

Meira síðar..heimalærdómurinn bíður kallandi á skrifborðinu

Engin ummæli: