Í sól og sumaryl
Ég vaknaði í morgun við fuglasöng,sólskyn og Pabana á fóninum frammi í stofu. Það gat aðeins þýtt eitt, húsmóðir í góðu skapi.
Ekki að furða því veðrið er dásamlegt!
Mér finnst alveg frábært hvernig veðrið getur haft áhrif á fólk.
Ég skrapp í banka og gjaldkerinn sem venjulega smitar mann af þunglyndi sínu brosti meira að segja út í annað.
Nú veit ég af hverju spánverjar og portúgalar eru alltaf svona kátir.
..vel á minnst, 119 dagar í sólina
Engin ummæli:
Skrifa ummæli