fimmtudagur, apríl 22

Sumar
Já kæru lesendur nær og fjær.
Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að nú er sumarið komið, samkvæmt hinu heilaga dagatali Landsbankans sem er staðsett hérna við hlið tölvunnar.

Það er svo margt sem fylgir komu sumarsins;
skólinn að verða búinn,próf, leikritið búið,sumarvinnan tekur við, portúgalferðin og svo áður en maður veit af er skólinn að byrja aftur.

Annars er ég mjög mikil sumarmanneskja.
Ég veit fátt skemmtilegra en að sitja úti á Austurvelli í góðra vina hópi að spjalla saman, svo ekki sé nú minnst á bæjarferðirnar.

Ég vona heitt og innilega að þetta sumar eigi eftir að vera yndislegt

Með sumarkveðju
Hrefna

Engin ummæli: