Af veislum
Ég var stödd í veislu um daginn, eins og gengur og gerist.
Þegar ég er í veislum legg ég það oftar en ekki í vana minn að hlusta á samræður fólks. Í veislum gerist það ólíkt fólk tekur að spjalla saman um daginn og veginn.
Eftir að hafa svarað öllum ættingjum um gengi mitt í skólanum,sumarvinnuna og ástarmál settist ég niður með brauðtertubút og kókglas og hlýddi á samræður ættingja minna.
Eftir um hálftíma hlustun hafði þessi hópur farið víða í samræðunum, allt frá skiptinemum til gulrótarkökuuppskriftar og frá því til Íslenskra bíómynda.
Ég viðurkenni að samræðurnar vöktu engann sérstakann áhuga hjá mér fyrr en einn ágætur frændi minn hóf mjög svo skemmtilegar samræður um Ísl. kvikmyndir, ég sá loks tækifæri til að blanda mér inn í samræðurnar sem ég og gerði.
Þegar ættingjar mínir fóru að tala um Ladda var athygli mín í hámarki, enda er Laddi einn af mínum uppáhalds.
Ég gerði mig tilbúna að halda tölu um aðdáun mína á Ladda, en málin snérust svo sannarlega í höndunum á mér.
Skyndilega voru allir ættingjar mínir komnir á það mál að Laddi væri útbrunninn kómíker sem ætti bara að halda sig við sölu á fasteignum á Spáni. Ég missti hreinlega andlitið kæru lesendur!
Hvar var ég stödd? Var ég að heyra rétt?
Ég trúði varla að ættingjarnir,flestir yfir fertugt segði slíka hluti um Ladda, fólk sem var uppi á gullárum hans.
Loks sá ég að frændi minn einn dró sig hægt og bítandi úr samræðunni og settist við hlið mér dapur á svip.
Þessi frændi minn er eimmit sá sem kenndi mér að meta Ladda, gaf mér gamlar plötur sem hann átti og geisladiska.
Við ákváðum að gera uppreisn í annars skemmtilegri veislu.
Við settumst tvö í eitt herbergið, þess má geta að veislan var haldin í heimahúsi, og settum Ladda á fóninn og ræddumst um þennan snilling og vitnuðum í hann langt fram eftir kvöldi.
Hver man ekki eftir slögurunum -"Á spáni er gott að djamma og djúsa", "Of feit fyrir mig", "Ég er afi minn" og fleiri góðum úr smiðju Ladda, svo ekki séu nú minnst á alla karakterana; Dengsa, Elsu Lúnd, Eírík Fjalar, og fleiri og fleiri.
Við höfum öll raulað lítinn lagstúf úr safni hans, og ég skammast mín ekkert fyrir það.
Nú vil ég kæru lesendur fá ykkar álit, er Laddi búinn að vera?
Ef svo er, skal ég eta hatt minn og staf.
1 ummæli:
þú mátt fá hann því ég vil ekki sjá hann...
nei djók... laddi er kúl...
Skrifa ummæli