Varúð-EFTIRLIT!
Þessa vikuna hefur fólk verið að velta því fyrir sér hvar ég hef verið, þá sérstaklega í skólanum.
Fyrir ykkur kæru vinir kem ég með útskýringu!
Ég,Hrefna Þórarinsdóttir hef læst mig inni á klósetti frá kl. 12:30-13:00 á degi hverjum(sem fyrir þá sem eru ekki í FG er hádegishléið okkar).
Ástæðan fyrir þessu uppátæki mínu er sú að nú geta nemendur FG ekki lengur snætt hádegisverð sinn utan matsalarins nema undir eftirliti gamals karls með líkþorn sem bíður þess eins að geta komist á eftirlaun.
Enginn sleppur lifandi út úr matsalnum ef hann er með eitthvað matarkyns á sér, hvort sem það er í töskunni,munninum eða hendinni því herrann hefur augu allstaðar og hikar ekki við að láta siga hundinum sínum, fraulein á okkur saklausa nemendur sem ætluðum bara að fá okkur smá í gogginn til að lifa langann og strangann daginn af.
Er virkilega svona fyrir okkur komið kæru vinir?
Þurfum við virkilega að hafa eftirlitsmann yfir okkur meðan við borðum hádegismatinn?
Ég hef fengið nóg, það eina sem ég vil er að borða minn hádegismat í friði og ró án þess að þurfa að ganga um með þann hnút í maganum að í þetta sinn verði ég gómuð!
Á morgun, já á morgun segji ég(eða hinn daginn) skal ég sko koma með matinn minn og troða honum í mig fyrir framan þau fyrir utan matsalinn og frussa honum svo framan í þau!
www.hrebbna.tk
-hefur fengið nóg!-
miðvikudagur, október 27
sunnudagur, október 24
Bingó
.....er skemmtileg íþrótt!
Á föstudaginn var undirrituð ásamt skvísunum Söru og Elísu Hildi aðgerðalaus sem gerist eigi oft. Eftir mikla umhugsun kom hugmyndin að fara á Bingó í Vinabæ upp, og hví ekki að skella sér á eitt slíkt.
Við löbbuðum inn í salinn og lækkuðum meðalaldurinn um svona c.a. 50-60 ár á einni sekúndu.
Við skimuðum eftir sætum, og fundum loks sæti hjá þaulvönum bingóspilara.
Það var alveg greinilegt að við vorum nýgræðingar í bingóspilun því allir þaulvönu bingóspilararnir voru með sérstaka bingópenna,bingóspik,bingórödd og hvað eina...við vorum svolítið útúr.
Dauðaþögn í salnum.
Bingókallarinn kallar upp tölurnar og nýgræðingarnir reyna að fylgjast með, en fá vel þegna hjálp frá þaulvana bingóspilaranum á sama borði.
Skyndilega er kallað bingó og uppi verður fótur og fit í salnum..fólk rífur bingóblöðin sín í ofvæni!
Bingónýgræðingarnir verða skelfingu lostnir en eftir stutt stopp erum við komnar á fullt í leikinn.
Eftir nokkrar umferðir og ekki nema eitt bingó sem Elísa Hildur á heiðurinn af fengum við nóg og yfirgáfum svæðið.
--------
Eftir þetta alltsaman fór ég að spá í það að bingó væri bara alls ekki hættulaus íþrótt.
Gamla fólkið situr þarna með vonirnar bundnar við tölur sem eru á spjaldi í grafarþögn, svo skyndilega er kallað bingó og fólkinu bregður og tilfinningarnar fara á flug....er þetta hollt spyr ég nú bara?
-------
En þrátt fyrir allt vil ég endilega hvetja sem flesta að fara á bingó við tækifæri...alveg fín skemmtun!
www.hrebbna.tk
-spilar bingó-
.....er skemmtileg íþrótt!
Á föstudaginn var undirrituð ásamt skvísunum Söru og Elísu Hildi aðgerðalaus sem gerist eigi oft. Eftir mikla umhugsun kom hugmyndin að fara á Bingó í Vinabæ upp, og hví ekki að skella sér á eitt slíkt.
Við löbbuðum inn í salinn og lækkuðum meðalaldurinn um svona c.a. 50-60 ár á einni sekúndu.
Við skimuðum eftir sætum, og fundum loks sæti hjá þaulvönum bingóspilara.
Það var alveg greinilegt að við vorum nýgræðingar í bingóspilun því allir þaulvönu bingóspilararnir voru með sérstaka bingópenna,bingóspik,bingórödd og hvað eina...við vorum svolítið útúr.
Dauðaþögn í salnum.
Bingókallarinn kallar upp tölurnar og nýgræðingarnir reyna að fylgjast með, en fá vel þegna hjálp frá þaulvana bingóspilaranum á sama borði.
Skyndilega er kallað bingó og uppi verður fótur og fit í salnum..fólk rífur bingóblöðin sín í ofvæni!
Bingónýgræðingarnir verða skelfingu lostnir en eftir stutt stopp erum við komnar á fullt í leikinn.
Eftir nokkrar umferðir og ekki nema eitt bingó sem Elísa Hildur á heiðurinn af fengum við nóg og yfirgáfum svæðið.
--------
Eftir þetta alltsaman fór ég að spá í það að bingó væri bara alls ekki hættulaus íþrótt.
Gamla fólkið situr þarna með vonirnar bundnar við tölur sem eru á spjaldi í grafarþögn, svo skyndilega er kallað bingó og fólkinu bregður og tilfinningarnar fara á flug....er þetta hollt spyr ég nú bara?
-------
En þrátt fyrir allt vil ég endilega hvetja sem flesta að fara á bingó við tækifæri...alveg fín skemmtun!
www.hrebbna.tk
-spilar bingó-
mánudagur, október 18
Bylting á sviði tónlistar!
Kæru lesendur.
Ný hljómsveit er komin á markaðinn og hefur hlotið nafnið :
Júgóslavneska Jarðarfararbandið.
Hljómsveitin var stofnuð í apríl 2004 og hefur legið í dvala frá stofndegi en er nú risin upp frá dauðum og mun tröllríða íslenskum tónlistarmarkaði bráðlega.
Bandið hélt nú á dögunum sína fyrstu tónleika á Arnarhól þar sem tekin voru lög eins og; rúllandi rúllandi og hókípóki og voru m.a. meðlimir freknuverndunarfélagsins og www.hrebbna.tk boðið að fylgjast með þessum stórviðburði.
Hljómsveitin er tilbúin að taka ýmiss verkefni að sér t.d. söng í brúðkaupum,fermingum,affermingum,skírnum,afmælum,meðmælum og á fleiri stöðum þar sem stuð ríkir.
Á döfinni er t.d. frumflutningur slagarans "..ég finn það oní maga" og "hátt upp til hlíða".
Þeir sem hafa áhuga á að bóka Júgóslavneska Jarðarfararbandið er bent á pöntunarþjónustu í gegnum commentin á síðunni www.hrebbna.tk
www.hrebbna.tk
-í bransanum-
Kæru lesendur.
Ný hljómsveit er komin á markaðinn og hefur hlotið nafnið :
Júgóslavneska Jarðarfararbandið.
Hljómsveitin var stofnuð í apríl 2004 og hefur legið í dvala frá stofndegi en er nú risin upp frá dauðum og mun tröllríða íslenskum tónlistarmarkaði bráðlega.
Bandið hélt nú á dögunum sína fyrstu tónleika á Arnarhól þar sem tekin voru lög eins og; rúllandi rúllandi og hókípóki og voru m.a. meðlimir freknuverndunarfélagsins og www.hrebbna.tk boðið að fylgjast með þessum stórviðburði.
Hljómsveitin er tilbúin að taka ýmiss verkefni að sér t.d. söng í brúðkaupum,fermingum,affermingum,skírnum,afmælum,meðmælum og á fleiri stöðum þar sem stuð ríkir.
Á döfinni er t.d. frumflutningur slagarans "..ég finn það oní maga" og "hátt upp til hlíða".
Þeir sem hafa áhuga á að bóka Júgóslavneska Jarðarfararbandið er bent á pöntunarþjónustu í gegnum commentin á síðunni www.hrebbna.tk
www.hrebbna.tk
-í bransanum-
laugardagur, október 16
Eldheit sýning!
Kæru lesendur!
Undanfarna viku hef ég farið alls 4 sinnum í leikhús og hver ferð annari betri, en gærkveldið toppaði allt sem toppa verður.
Ég, saklaus áhorfandi sat í sæti mínu á Svartri Mjólk, nýkomin inn í salinn eftir hlé og beið eftir því að leikhús andinn svifi yfir á ný þegar brunabjallan fór í gangi.
Upp hófst mikið skvaldur og fólk fór að velta fyrir sér hvort það væri nokkuð kviknað.
Skyndilega kom kona inn í salinn og tjáði okkur að allt væri undir kontról, það væri bara plat í brunarvarnarkerfinu og allt væri í fínu lagi.
Eftir eina mínútu kom fyrrnefnd kona aftur í salinn og bað okkur áhorfendur vinsamlegast um að rýma salinn því eldur væri kviknaður í kjallaranum.
Fólk óttaðist um líf sítt, en undirrituð labbaði í hinum mestu rólegheitum.
Um 600 manns voru samankomnir fyrir utan leikhús allra landsmanna og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur Edit Piaf sem var eimmit verið að sýna á stóra sviðinu gerði sér lítið fyrir og byrjaði að syngja á tröppum leikhússins við mikinn fögnuð áhorfenda og loks kom hljómsveit hússins til hennar og byrjaði að spila undir.
Eftir um 30 mín. útiveru og skemmtun var okkur loks óhætt að fara aftur inn og horfa á restina af leikritinu.
Þetta var allavega eins skemmtilegasta brenna sem ég hef farið á, það eitt er víst.
www.hrebbna.tk
-alltaf allstaðar-
Kæru lesendur!
Undanfarna viku hef ég farið alls 4 sinnum í leikhús og hver ferð annari betri, en gærkveldið toppaði allt sem toppa verður.
Ég, saklaus áhorfandi sat í sæti mínu á Svartri Mjólk, nýkomin inn í salinn eftir hlé og beið eftir því að leikhús andinn svifi yfir á ný þegar brunabjallan fór í gangi.
Upp hófst mikið skvaldur og fólk fór að velta fyrir sér hvort það væri nokkuð kviknað.
Skyndilega kom kona inn í salinn og tjáði okkur að allt væri undir kontról, það væri bara plat í brunarvarnarkerfinu og allt væri í fínu lagi.
Eftir eina mínútu kom fyrrnefnd kona aftur í salinn og bað okkur áhorfendur vinsamlegast um að rýma salinn því eldur væri kviknaður í kjallaranum.
Fólk óttaðist um líf sítt, en undirrituð labbaði í hinum mestu rólegheitum.
Um 600 manns voru samankomnir fyrir utan leikhús allra landsmanna og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur Edit Piaf sem var eimmit verið að sýna á stóra sviðinu gerði sér lítið fyrir og byrjaði að syngja á tröppum leikhússins við mikinn fögnuð áhorfenda og loks kom hljómsveit hússins til hennar og byrjaði að spila undir.
Eftir um 30 mín. útiveru og skemmtun var okkur loks óhætt að fara aftur inn og horfa á restina af leikritinu.
Þetta var allavega eins skemmtilegasta brenna sem ég hef farið á, það eitt er víst.
www.hrebbna.tk
-alltaf allstaðar-
föstudagur, október 8
Enn eitt samsærið- hvar endar þetta?
Kæru lesendur
Ég hef komið upp um enn eitt samsærið sem skólayfirvöld bera ábyrgð á.
Samsæri þetta ber það saklausa nafn; vetrarfrí og hljómar frekar skemmtilega fyrir þá sem átta sig ekki á staðreyndunum.
Ég hef nefnilega komist að því að tilgangurinn með þessu vetrarfríi er að láta saklausa framhaldsskólanemendur halda að yfirvöld séu að gera þeim greiða með þessu fríi..en svo er ekki kæru vinir.
Málið er að eftir þetta frí eiga eftir að hellast yfir ykkur verkefni-próf-próf-próf o.s.frv. í tugatali og er fríið einungist til þess gert að hafa ykkur góð.
Þá geta kennarar komið með það svar ef saklaus nemendi kvartar yfir skyndilega miklu álagi að hanns kuli nú ekkert vera að kveina..hann sé nýkominn úr fríi og hafi bara gott af því að læra svolítið í sinn litla haus.
Látum ekki blekkjast lengur og verum viðbúin áfallinu sem skellur á bráðlega....
Uppljóstrarar www.hrebbna.tk
Kæru lesendur
Ég hef komið upp um enn eitt samsærið sem skólayfirvöld bera ábyrgð á.
Samsæri þetta ber það saklausa nafn; vetrarfrí og hljómar frekar skemmtilega fyrir þá sem átta sig ekki á staðreyndunum.
Ég hef nefnilega komist að því að tilgangurinn með þessu vetrarfríi er að láta saklausa framhaldsskólanemendur halda að yfirvöld séu að gera þeim greiða með þessu fríi..en svo er ekki kæru vinir.
Málið er að eftir þetta frí eiga eftir að hellast yfir ykkur verkefni-próf-próf-próf o.s.frv. í tugatali og er fríið einungist til þess gert að hafa ykkur góð.
Þá geta kennarar komið með það svar ef saklaus nemendi kvartar yfir skyndilega miklu álagi að hanns kuli nú ekkert vera að kveina..hann sé nýkominn úr fríi og hafi bara gott af því að læra svolítið í sinn litla haus.
Látum ekki blekkjast lengur og verum viðbúin áfallinu sem skellur á bráðlega....
Uppljóstrarar www.hrebbna.tk
mánudagur, október 4
Gone with the wind...
Kæru lesendur
Rétt áðan sá ég kött nágrannans fljúga fram hjá glugga mínum, og fylgdi nágranninn á eftir stuttu síðar.
Fyrir um klukkustund hvarf reiðhjól mitt sem ég hef átt í háa herrans tíð út í buskan og verður þess saknað sárt.
Rokið er svo mikið hér á Álftanesinu að enginn er óhultur, hvorki menn,kettir eða reiðhjól.
Ef veðrir heldur svona áfram í nótt gæti vel verið að ég vakni bara í Færeyjum í fyrramálið
Fylgist með..
Veðurfregnadeild www.hrebbna.tk
Kæru lesendur
Rétt áðan sá ég kött nágrannans fljúga fram hjá glugga mínum, og fylgdi nágranninn á eftir stuttu síðar.
Fyrir um klukkustund hvarf reiðhjól mitt sem ég hef átt í háa herrans tíð út í buskan og verður þess saknað sárt.
Rokið er svo mikið hér á Álftanesinu að enginn er óhultur, hvorki menn,kettir eða reiðhjól.
Ef veðrir heldur svona áfram í nótt gæti vel verið að ég vakni bara í Færeyjum í fyrramálið
Fylgist með..
Veðurfregnadeild www.hrebbna.tk
sunnudagur, október 3
Áttu við vandamál að stríða?
Hér á síðunni hefur allsherjar ráðgjafi hafið störf, og tími til kominn.
Ráðgjafinn hefur hlotið nafnið Bobby Sue og bið ég lesendur að koma með nokkur vandamál sem þeir glíma við í einrúmi og athuga hvort hann Bobby okkar geti ekki gefið ykkur nokkur góð og gild ráð.
Vandamálin mega berast á tölvupóstformi(hrefna_@hotmail.com, í commentunum eða einfaldlega í gegnum telefón.
101% nafnleynd er lofað og vonar undirrituð að lesendur grípi gæsina meðan hún gefst.
Með kveðju
Nýjungadeild www.hrebbna.tk
Hér á síðunni hefur allsherjar ráðgjafi hafið störf, og tími til kominn.
Ráðgjafinn hefur hlotið nafnið Bobby Sue og bið ég lesendur að koma með nokkur vandamál sem þeir glíma við í einrúmi og athuga hvort hann Bobby okkar geti ekki gefið ykkur nokkur góð og gild ráð.
Vandamálin mega berast á tölvupóstformi(hrefna_@hotmail.com, í commentunum eða einfaldlega í gegnum telefón.
101% nafnleynd er lofað og vonar undirrituð að lesendur grípi gæsina meðan hún gefst.
Með kveðju
Nýjungadeild www.hrebbna.tk
miðvikudagur, september 22
Tilraun til menntunar:
Stundum geta einföldustu hlutir vafist fyrir manni, eins og að lesa á klukku eða reima skó.
Starfsmenn www.hrebbna.tk vilja láta sitt eftir liggja og tóku þá ákvörðun í vikunni að reyna að leysa svona minniháttar vandamál.
Hér á eftir geri ég tilraun að kenna þeim fáfróðu að reima skó með vonandi góðum árangri.
Að reima skó 103- kennari Hrefna Þórarinsdóttir
Ágætu nemendur.
Þið eruð hér komin til þess að reyna í eitt skipti fyrir öll að reima skóna ykkar.
Byrjum á byrjuninni....
Þetta er fótur, hann er mikilvægur þáttur í áfanganum.
Þetta er skór, einnig mikilvægur þáttur í áfanganum.
Við byrjum á því að finna skó við okkar hæfi, skó með reimum.
Fóturinn(í þessu tilfelli hægri) er settur í hægri skó.
Varúð: oft vill til að byrjendur lendi í svokallaðri "krummafótakrísu" eða "krummofotocrisio" á fræðimáli. Ekki örvænta því hana má leysa einfaldlega með því að taka skóinn af þeim fæti sem hann á ekki heima á.
Þegar fóturinn er kominn í skóinn er hafist handa. Leggið reimarnar til hliðar við skóinn eins og sjá má hér þannig að engin flækja sé á þeim.
Takið síðan reimarnar í sitthvora höndina og gerið venjulegan hnút.
Hér ætti að staldra aðeins við og anda nokkrum sinnum inn og út(að læknisráði) .
Þegar hnúturinn hefur verið búinn til skal taka þá skóreim sem er á vinstri hönd og mynda með henni einskonar lykkju. Því næst má taka þá skóreim sem er á hægri hönd og vefja henni utan um "lykkjuna" lauslega eins og hér má sjá.
Því næst skulum við endurtaka öndunarferlið...inn út, inn inn út.
Nú er komið að erfiða hlutanum. Við tökum þá skóreim sem vafin var utan um "lykkjuna" í gegnum gat sem undir venjulegum kringumstæðum myndast við gerð lykkjunnar og myndum með henni aðra lykkju, og herðum fast.
Út fáum við slaufu.
Endurtakið síðan þetta ferli á hinum fætinum og útkoman ætti að vera rétt reimaðir skór á báðum fótum.
Einnig er hægt að mynda tvöfalda slaufu með reimunum, en það er einungis fyrir lengra komna og er ekki mælt með að nýnemar í skóreimingum ættu að reyna það án eftirlits.
Árangurinn er augljós; ekki lengur lausar skóreimar og þið getið gengið um göturnar stolt, því þið reimuðuð jú skónna ykkar sjálf.
Áfanganum Að reima skó 103 er lokið
Kennarinn þakkar gott hljóð og biður síðasta mann um að loka á eftir sér á leiðinni út.
Stundum geta einföldustu hlutir vafist fyrir manni, eins og að lesa á klukku eða reima skó.
Starfsmenn www.hrebbna.tk vilja láta sitt eftir liggja og tóku þá ákvörðun í vikunni að reyna að leysa svona minniháttar vandamál.
Hér á eftir geri ég tilraun að kenna þeim fáfróðu að reima skó með vonandi góðum árangri.
Að reima skó 103- kennari Hrefna Þórarinsdóttir
Ágætu nemendur.
Þið eruð hér komin til þess að reyna í eitt skipti fyrir öll að reima skóna ykkar.
Byrjum á byrjuninni....
Þetta er fótur, hann er mikilvægur þáttur í áfanganum.
Þetta er skór, einnig mikilvægur þáttur í áfanganum.
Við byrjum á því að finna skó við okkar hæfi, skó með reimum.
Fóturinn(í þessu tilfelli hægri) er settur í hægri skó.
Varúð: oft vill til að byrjendur lendi í svokallaðri "krummafótakrísu" eða "krummofotocrisio" á fræðimáli. Ekki örvænta því hana má leysa einfaldlega með því að taka skóinn af þeim fæti sem hann á ekki heima á.
Þegar fóturinn er kominn í skóinn er hafist handa. Leggið reimarnar til hliðar við skóinn eins og sjá má hér þannig að engin flækja sé á þeim.
Takið síðan reimarnar í sitthvora höndina og gerið venjulegan hnút.
Hér ætti að staldra aðeins við og anda nokkrum sinnum inn og út(að læknisráði) .
Þegar hnúturinn hefur verið búinn til skal taka þá skóreim sem er á vinstri hönd og mynda með henni einskonar lykkju. Því næst má taka þá skóreim sem er á hægri hönd og vefja henni utan um "lykkjuna" lauslega eins og hér má sjá.
Því næst skulum við endurtaka öndunarferlið...inn út, inn inn út.
Nú er komið að erfiða hlutanum. Við tökum þá skóreim sem vafin var utan um "lykkjuna" í gegnum gat sem undir venjulegum kringumstæðum myndast við gerð lykkjunnar og myndum með henni aðra lykkju, og herðum fast.
Út fáum við slaufu.
Endurtakið síðan þetta ferli á hinum fætinum og útkoman ætti að vera rétt reimaðir skór á báðum fótum.
Einnig er hægt að mynda tvöfalda slaufu með reimunum, en það er einungis fyrir lengra komna og er ekki mælt með að nýnemar í skóreimingum ættu að reyna það án eftirlits.
Árangurinn er augljós; ekki lengur lausar skóreimar og þið getið gengið um göturnar stolt, því þið reimuðuð jú skónna ykkar sjálf.
Áfanganum Að reima skó 103 er lokið
Kennarinn þakkar gott hljóð og biður síðasta mann um að loka á eftir sér á leiðinni út.
laugardagur, september 18
Lottó
Alveg frá því að ég var barn í pampers bleyju hef ég velt því fyrir mér hvernig þessi blessaða vél virkar sem velur lottótölur kvöldsins fyrir landsmenn.
Fyrir mér er þessi vél mjög framandi, og eflaust er hún það líka fyrir ykkur hin.
Aldrei hef ég berum augum litið þessa vél, og hefði ekkert á móti því að skoða hana örlítið.
Svo fór ég að velta fyrir mér:
Ætli vélin sé geymd einhversstaðar á leynilegum stað, og er hún ein af sinni tegund?
Ætli það sé öryggisvörður sem hefur það eitt verk að passa vélina?
Er vélin til??
Ef einhver hefur svar við þessum spurningum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband
Vangaveltudeild www.hrebbna.tk
Alveg frá því að ég var barn í pampers bleyju hef ég velt því fyrir mér hvernig þessi blessaða vél virkar sem velur lottótölur kvöldsins fyrir landsmenn.
Fyrir mér er þessi vél mjög framandi, og eflaust er hún það líka fyrir ykkur hin.
Aldrei hef ég berum augum litið þessa vél, og hefði ekkert á móti því að skoða hana örlítið.
Svo fór ég að velta fyrir mér:
Ætli vélin sé geymd einhversstaðar á leynilegum stað, og er hún ein af sinni tegund?
Ætli það sé öryggisvörður sem hefur það eitt verk að passa vélina?
Er vélin til??
Ef einhver hefur svar við þessum spurningum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband
Vangaveltudeild www.hrebbna.tk
þriðjudagur, september 14
Tilkynning:
Dyggir lesendur síðunnar muna eflaust eftir hressu píunum í freknuverndarafélaginu sem birtu eitt sinn pistil á þessari fögru síðu við mikinn fögnuð almennings.
Þeir sem héldu að félagið væri dautt úr öllum æðum höfðu rangt fyrir sér, því þær stöllur Elísa Hildur og Kristín, formenn og einu meðlimir félagsins hafa komið sér upp heimasíðu sem vonandi mun vaxa og dafna með tímanum.
www.hrebbna.tk er klökk vegna ummæla í hennar garð á síðu þessari og ánægð með gott samstarf sem er nú á enda.
Freknur lengi lifi
Fréttamenn www.hrebbna.tk
Dyggir lesendur síðunnar muna eflaust eftir hressu píunum í freknuverndarafélaginu sem birtu eitt sinn pistil á þessari fögru síðu við mikinn fögnuð almennings.
Þeir sem héldu að félagið væri dautt úr öllum æðum höfðu rangt fyrir sér, því þær stöllur Elísa Hildur og Kristín, formenn og einu meðlimir félagsins hafa komið sér upp heimasíðu sem vonandi mun vaxa og dafna með tímanum.
www.hrebbna.tk er klökk vegna ummæla í hennar garð á síðu þessari og ánægð með gott samstarf sem er nú á enda.
Freknur lengi lifi
Fréttamenn www.hrebbna.tk
mánudagur, september 13
Ég var stödd í messu fyrir nokkru sem gerist ekki oft.
Ástæðan, jú það var verið að skíra lítinn frænda minn, auðvitað verður barnið nú að heita eitthvað.
Ég sat prúð ásamt fjölskyldumeðlimum mínum, hlýddi á prestinn lofa drottinn og hans gengi og söng sálma af fullum hálsi.
Þegar leið á messuna tók ég eftir aldraðri konu er sat fyrir aftan mig. Sú hafði ekki fagra söngrödd skal ég segja, en notaði hana þó óspart alla messuna.
Eftir mjög góða æfingu að bæla niður hlátur minn fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og gat ég ekki bælt hláturinn niður lengur er presturinn sagði ;" ég trúi á heilagann andra, heilaga almenna kirkju..."
Eftir messuna fór ég að velta þessu fyrir mér; hver er þessi Andri?
Höfum við lifað í misskilningi öll þessi ár?
Heitir maðurinn sem við þekkjum sem Jesú eða Guð í raun og veru Andri?
Ég er allavega farin að trúa á hinn heilaga Andra og bið ykkur kæru lesendur að trúa á hinn sama.
Amen fyrir Andra
Ástæðan, jú það var verið að skíra lítinn frænda minn, auðvitað verður barnið nú að heita eitthvað.
Ég sat prúð ásamt fjölskyldumeðlimum mínum, hlýddi á prestinn lofa drottinn og hans gengi og söng sálma af fullum hálsi.
Þegar leið á messuna tók ég eftir aldraðri konu er sat fyrir aftan mig. Sú hafði ekki fagra söngrödd skal ég segja, en notaði hana þó óspart alla messuna.
Eftir mjög góða æfingu að bæla niður hlátur minn fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og gat ég ekki bælt hláturinn niður lengur er presturinn sagði ;" ég trúi á heilagann andra, heilaga almenna kirkju..."
Eftir messuna fór ég að velta þessu fyrir mér; hver er þessi Andri?
Höfum við lifað í misskilningi öll þessi ár?
Heitir maðurinn sem við þekkjum sem Jesú eða Guð í raun og veru Andri?
Ég er allavega farin að trúa á hinn heilaga Andra og bið ykkur kæru lesendur að trúa á hinn sama.
Amen fyrir Andra
laugardagur, september 4
Stríðið endalausa
Oft hefur undirrituð bloggað um hið eilífa stríð sem var í gangi á milli fraulein matsölu, hinnar háttvirtu menntastofnunar og nemenda.
Eftir að fraulein matsala hafði veifað friðarflagginu fögnuðu nemendur ærlega, en við vorum ekki lengi í paradís.
Nú hefur svarti sauðurinn ....tja, köllum hana bara fraulein.
Nú hefur fraulein tekið völdið og ætlar sér aldeilis að nýta þau.
Nemendur fela sig inni á salernum, sitja sem fastast og bíða eftir næsta tíma og telja flísarnar á gólfinu þegar frauleinin labbar fram hjá, einungis vegna hræðslu og ótta við hana.
Ónefndur grúbbumeðlimur lenti allsvakalega í frauleininni fyrir nokkru er hún svaf á sínu græna eyra í hinni háttvirtu menntastofnun.
Frauleinin tjáði henni að nú skyldi hún opna augun, því það væri bannað að sofa í stofnuninni..(síðan hvenær?)
Saklaus framhaldsskólanemi þreyttur eftir kvöldið áður og ákvað að leggja sig í eyðu, hélt augum sínum opnum fyrir frauleinina og hefur vart sofið síðan.
Einnig hefur hún hafið herferð í skólanum að þar megi aðeins snæða sinn verð í svotilgerðum matsal, sem rúmar c.a. 100 nemendur í mestalagi sem er fáránlegt því skólinn er 600 manna. Þetta hefur leitt til þess að helmingur nemenda í skólanum sveltur langt fram eftir degi, lærir ekkert í kennslustundum vegna hungurverkja sem bitnar að á endanum á lokaprófunum..keðjuverkun þið skiljið.
En hingað og ekki lengra fraulein..við munum koma aftan að þér
Kveðja
Oft hefur undirrituð bloggað um hið eilífa stríð sem var í gangi á milli fraulein matsölu, hinnar háttvirtu menntastofnunar og nemenda.
Eftir að fraulein matsala hafði veifað friðarflagginu fögnuðu nemendur ærlega, en við vorum ekki lengi í paradís.
Nú hefur svarti sauðurinn ....tja, köllum hana bara fraulein.
Nú hefur fraulein tekið völdið og ætlar sér aldeilis að nýta þau.
Nemendur fela sig inni á salernum, sitja sem fastast og bíða eftir næsta tíma og telja flísarnar á gólfinu þegar frauleinin labbar fram hjá, einungis vegna hræðslu og ótta við hana.
Ónefndur grúbbumeðlimur lenti allsvakalega í frauleininni fyrir nokkru er hún svaf á sínu græna eyra í hinni háttvirtu menntastofnun.
Frauleinin tjáði henni að nú skyldi hún opna augun, því það væri bannað að sofa í stofnuninni..(síðan hvenær?)
Saklaus framhaldsskólanemi þreyttur eftir kvöldið áður og ákvað að leggja sig í eyðu, hélt augum sínum opnum fyrir frauleinina og hefur vart sofið síðan.
Einnig hefur hún hafið herferð í skólanum að þar megi aðeins snæða sinn verð í svotilgerðum matsal, sem rúmar c.a. 100 nemendur í mestalagi sem er fáránlegt því skólinn er 600 manna. Þetta hefur leitt til þess að helmingur nemenda í skólanum sveltur langt fram eftir degi, lærir ekkert í kennslustundum vegna hungurverkja sem bitnar að á endanum á lokaprófunum..keðjuverkun þið skiljið.
En hingað og ekki lengra fraulein..við munum koma aftan að þér
Kveðja
sunnudagur, ágúst 29
fimmtudagur, ágúst 26
Fréttir:
Myndir frá Busavíglsu FG eru komnar inn á síðuna, og þær má nálgast hér!
Njótið
Ljósmyndarar www.hrebbna.tk
Myndir frá Busavíglsu FG eru komnar inn á síðuna, og þær má nálgast hér!
Njótið
Ljósmyndarar www.hrebbna.tk
þriðjudagur, ágúst 24
Undir áhrifum
Eitt finnst undirritaðri mjög merkilegt og það er hvernig hinir ýmsu hlutir geta haft áhrif á mann.
Maður er ef til vill að keyra einn í bíl, heyrir eitthvað lag sem hefur svo mikil áhrif á mann að maður er að springa úr tilfinningum, góðum eða slæmum.
Undirrituð var t.d. að koma af myndinni Dirty Dancing 2(sem starfsmenn síðunnar mæla hiklaust með) og það eina sem henni langar að gera er að spranga um götur höfuðborgarinnar, dansandi suðræna og seiðandi dansa með blóm í hárinu og fagran pilt til að dansa við...
er einhver sjálfboðaliði til í fjörið?
Eitt finnst undirritaðri mjög merkilegt og það er hvernig hinir ýmsu hlutir geta haft áhrif á mann.
Maður er ef til vill að keyra einn í bíl, heyrir eitthvað lag sem hefur svo mikil áhrif á mann að maður er að springa úr tilfinningum, góðum eða slæmum.
Undirrituð var t.d. að koma af myndinni Dirty Dancing 2(sem starfsmenn síðunnar mæla hiklaust með) og það eina sem henni langar að gera er að spranga um götur höfuðborgarinnar, dansandi suðræna og seiðandi dansa með blóm í hárinu og fagran pilt til að dansa við...
er einhver sjálfboðaliði til í fjörið?
sunnudagur, ágúst 22
Portúgal- part2
Laugardagurinn 7.ágúst:
Dagurinn var frekar súr.
Undirrituð,Elísa,Sara,Stjáni,Erna og Adam fórum saman í mollið meðan Elísa Hildur hjúkraði Lísu í þynkunni.
Ekkert fór eins og við vildum. Það var allt allt allt of heitt til að versla og allir þunnir og vitlausir, og eftir áfengiskaup í stórmarkaðinum var haldið heim á leið.
Um kvöldið var svo hitað upp á svölunum eins og vanalega, og síðan var skundað á Matt´s bar eins og vanalega.
Þar hittum við Norsarana síkátu og Elísa kynntist hinum undurfagra Stiani enn betur.
Ég,Kolla,Elísa Hildur og Lísa fórum siðan í heimsókn á Forte De Oura þar sem norsararnir dvöldu og Lísa fékk sér sundsprett(svona til að láta renna af sér) meðan við spjölluðum við einhverja mishressa Hollendinga.
Þegar okkur loks tókst að fá Lísu upp úr lauginni var haldið heim á leið.
Sunnudagurinn 8.ágúst:
Ég,Elísa Hildur og Erna héldum í verslunarleiðangur á The Strip eftir sólbað, þ.e. seinnipartinn meðan aðrir ferðalangar sváfu á sínu græna eyra.
Um kl 7 var svo haldið heim á leið til að sjæna sig því planið var að fara á froðudiskótek á Kadoc um kvöldið.
Eftir mikla drykkju á svölunum var haldið á Matt´s bar og dvöldum við þar með norsurum og fleiri útlendingum þar til um 3. leytið.
Þá settist hópurinn á hringtorg neðst á The Strip þar sem rúta átti að sækja okkur til að fara að fyrrnefnt froðudiskó.
Eftir um 40 min. bið og fjölmörg íslensk sönglög gáfust nokkrir upp og vildu halda djamminu áfram í stað þess að bíða.
Þegar við loks gerðum okkur grein fyrir því að rútan væri ekkert á leiðinni gáfust Lísa,Elísa Hildur og Elísa upp og fóru aftur á djammið.
Eftir voru sem sagt Ég,Sara og Stjáni ásamt þónokkrum íslendingum og var ákvörðun tekin um að taka leigubíl, því ekki vildum við missa af froðufjörinu.
Eftir bílferð sem aldrei mun gleymast(við vorum hætt komin vegna ofsaaksturs leigubílstjórans) komum við loks á Kadoc.
Staðurinn var fáránlega stór..3 hæðir og 5000 manna.
Froðan var alveg mögnuð...þrátt fyrir of ágenga pilta á dansgólfinu.
Ég týndi krökkunum á gólfinu, ekki furða því froðan náði upp fyrir höfuð og allir litu út eins og snjókarlar..en sem betur fer fann ég þau eftir stutta stund.
Blaut, en sátt tókum við svo leigubíl heim og fórum í háttinn.
Mánudagurinn 9.ágúst:
Við stelpurnar fórum saman í mollið, en Elísa var heima.
Kvöldið fór svo í djamm á Matt´s bar(minnir mig) og endaði niðri á strönd þar sem gítarinn var óspart notaður.
Þriðjudagurinn 10.ágúst:
Dagurinn er allir í móðu..ekkert spes hefur gerst...
Um kvöldið var haldið á Bar Crawl, eða Pöbbarölt sem Bretinn hann Sean plataði okkur á.
Bar Crawl, svo ég útskýri það nánar var hópferð(200 manns)milli staða og á hverjum stað voru drykkjuleikir og frí skot á liðið og rúsínan í pylsuendanum var ferð á næturklúbbinn Kiss.
Á Crawlinu hittum við margan landann, Fatou og vinkonur hennar ásamt strákum úr Hafnarfirði(Hákon,Egill,Elli ofl.).
Við stelpurnar gáfumst samt upp á þessu og fórum í næstu áfengisverslun og drukkum okkur hressar og fórum svo upp á hótel, nánar tiltekið á svalirnar þar sem við slógum upp partý fyrir okkur og norsarana.
Eitthvað var Amor að boðflennast á svæðinu og skaut Elísu Hildi okkar beint í hjartastað en hún fann rómantíkina hjá Vegari hinum norska. Við sem fengum nóg af rómatíkinni hjá Elísunum fórum beinustu leið upp á Matt´s bar og gerðum gott úr kveldinu, en þær stöllur enduðu víst niðri á strönd með Stian og Vegari.
Miðvikudagurinn 11.ágúst:
Okkur tókst loksins að vakna á temmilegum tíma, eða um hádegi og sleiktum sólina mestan part af deginum.
Elísurnar fóru á rómantískt stefnumót á ströndinni allan daginn..en seinnipartinn fóru Ég,Erna,Sara,Stjáni,Lísa og Adam niður í gamla bæ og kíktum á stemninguna þar.
Um kvöldið fórum við svo allar stelpurnar út að borða með Norsurunum og flestar enduðu í fyrirpartý hjá þeim, en ég og sara höfðum það kósý uppi á svölum á okkar hóteli, og Stjáni kíkti í heimsókn á elskuna sína(Söru)en þau náðu vel saman í ferðinni. Við hittum krakkana loks uppi á Matt´s bar þar sem kvöldinu var eytt.
Fimmtudagurinn 12.ágúst:
Dagurinn fór að öllum líkindum í sólbað og djamm...
Föstudagurinn 13.ágúst:
Deginum var eytt í sundlaugargarðinum þar sem ég og Sara smökkuðum Sangríu í fyrsta sinn og drukkum mestallan daginn.
Erna,Adam og Hlynur veittu okkur félagsskap en restin af stelpunum var á ströndinni með norsurunum.
Um kvöldið fór allur hópurinn(+norsrarar og +3 íslendingar) á Michael Jackson show á Cocanut´s bar sem átti víst að vera alveg hreint magnað. Ekkert fannst mér það spes..gaurinn var ekkert líkur M.J...hann mæmaði allan tímann og tók bara börn upp á svið.
Eftir það var haldið á 60´s bar, mjög skemmtilegann bar þar sem við stelpurnar tókum nokkur lög í karókí og dönsuðum fyrir gesti og gangandi.
Loks var haldið á Matt´s bar..til að viðhalda hefðinni.
Laugardagurinn 14.ágúst:
Eyddum deginum í sólbað..norsarar kíktu í heimsókn á sundlaugarbakkann og við kynntumst nokkrum hressum Íslendingum á hótelinu.
Um kvöldið kíktum við stelpurnar, og Stjáni og Kolla, upp á hótel til norsarana í smá partý sem var alveg ágætis afþreyjing.
Sara,ég ,Stjáni og Kolla fórum þó fyrr en hinir á Matt´s bar..en kvöldið endaði í einu stóru drama....ekkert nánar farið út í það hér.
Sunnudagurinn 15.ágúst:
Ég,Lísa,Elísa og Sara fórum í dýragarðinn Crazy Zoo meðan Elísa Hildur eyddi deginum með Vegari.
Við sáum ófá dýrin, snáka,kameldýr,bamba ofl.ofl.(sjá myndaalbúm).
Um kvöldið var svo djammað eins og vanalega á Matt´s..og fleiri stöðum.
Mánudagurinn 16.ágúst:
Ég,Erna og Lísa vöknuðum snemma og fórum út í sólbað í síðasta sinn, og loks bættist restin af hópnum við.
Síðan var haldið niður á strönd að hitta norsarana og Rakel, litlu horn-dúlluna okkar..en undirrituð fór snemma heim vegna bruna á öxlum.
Loks sameinuðumst ég,Rakel,Lísa og Elísa Hildur í búðarrápi í síðasta sinn og síðan hélt hver til síns heima í sturtu eftir sandbaðið á ströndinni.
Hittumst svo öll(stelpurnar,norsarar og Rakel) á hryllilegasta veitingastað sem ég hef stigið fæti inn á.
Við byrjuðum á því að sitja úti..en maurar gerðust boðflennur á borðinu okkar og færðum við okkur því inn.
Þjónustan var léleg,starfsfólk ókurteist og staðurinn frekar óskemmtilegur...við flýttum okkur því að borða og fórum svo sem leið lá upp á bar Rá í karóki.
Loks var haldið á Matt´s bar í síðasta sinn..barinn sem reddaði ferðinni fyrir okkur!!
Nokkrir héldu snemma heim til að pakka niður(ölvaðir að sjálfsögðu) og gekk það betur en á horfðist, en aðrir eyddu síðustu kvöldstundinni með norsurunum.
Adam kom upp í íbúð til mín og Ernu með morgunpartýgesti í eftirdragi(Júlla og Hákon) og var það hin hreinasta skemmtun.
Þriðjudagurinn 17.ágúst:
Vorum komin úr íbúðunum kl 10..sumir í frekar annarlegu ástandi en það reddaðist á endanum.
Kvöddum norsarana og mikið var grátið í rútunni upp á flugvöll, enda frekar erfitt fyrir Elísurnar að kveðja sumarástina frá Noregi.
Lentum hálf þunglyndar á Íslandi um fimmleytið og söknuðum Portúgal strax.
Í heildina var þessi ferð ógleymanleg..og vil ég þakka öllum sem að henni komu innilega fyrir, þetta hefði ekki verið sama ferðin án stelpnanna,drykkjunnar,rifrildanna,pirringsins,strákanna,misskilningsins,brandaranna,þeirra sem voru of kynþokkafullir,útlendinganna sem við töluðum við á hverju kvöldi, og okkar ástsæla Matt´s bar!
Hér hafiði það kæru lesendur..þetta er í eitt af þeim fáu skiptum sem hrebbnan bloggar í dagbókarformi, svo ekki hneykslast á skrifum þessum.
Yfir og út
Laugardagurinn 7.ágúst:
Dagurinn var frekar súr.
Undirrituð,Elísa,Sara,Stjáni,Erna og Adam fórum saman í mollið meðan Elísa Hildur hjúkraði Lísu í þynkunni.
Ekkert fór eins og við vildum. Það var allt allt allt of heitt til að versla og allir þunnir og vitlausir, og eftir áfengiskaup í stórmarkaðinum var haldið heim á leið.
Um kvöldið var svo hitað upp á svölunum eins og vanalega, og síðan var skundað á Matt´s bar eins og vanalega.
Þar hittum við Norsarana síkátu og Elísa kynntist hinum undurfagra Stiani enn betur.
Ég,Kolla,Elísa Hildur og Lísa fórum siðan í heimsókn á Forte De Oura þar sem norsararnir dvöldu og Lísa fékk sér sundsprett(svona til að láta renna af sér) meðan við spjölluðum við einhverja mishressa Hollendinga.
Þegar okkur loks tókst að fá Lísu upp úr lauginni var haldið heim á leið.
Sunnudagurinn 8.ágúst:
Ég,Elísa Hildur og Erna héldum í verslunarleiðangur á The Strip eftir sólbað, þ.e. seinnipartinn meðan aðrir ferðalangar sváfu á sínu græna eyra.
Um kl 7 var svo haldið heim á leið til að sjæna sig því planið var að fara á froðudiskótek á Kadoc um kvöldið.
Eftir mikla drykkju á svölunum var haldið á Matt´s bar og dvöldum við þar með norsurum og fleiri útlendingum þar til um 3. leytið.
Þá settist hópurinn á hringtorg neðst á The Strip þar sem rúta átti að sækja okkur til að fara að fyrrnefnt froðudiskó.
Eftir um 40 min. bið og fjölmörg íslensk sönglög gáfust nokkrir upp og vildu halda djamminu áfram í stað þess að bíða.
Þegar við loks gerðum okkur grein fyrir því að rútan væri ekkert á leiðinni gáfust Lísa,Elísa Hildur og Elísa upp og fóru aftur á djammið.
Eftir voru sem sagt Ég,Sara og Stjáni ásamt þónokkrum íslendingum og var ákvörðun tekin um að taka leigubíl, því ekki vildum við missa af froðufjörinu.
Eftir bílferð sem aldrei mun gleymast(við vorum hætt komin vegna ofsaaksturs leigubílstjórans) komum við loks á Kadoc.
Staðurinn var fáránlega stór..3 hæðir og 5000 manna.
Froðan var alveg mögnuð...þrátt fyrir of ágenga pilta á dansgólfinu.
Ég týndi krökkunum á gólfinu, ekki furða því froðan náði upp fyrir höfuð og allir litu út eins og snjókarlar..en sem betur fer fann ég þau eftir stutta stund.
Blaut, en sátt tókum við svo leigubíl heim og fórum í háttinn.
Mánudagurinn 9.ágúst:
Við stelpurnar fórum saman í mollið, en Elísa var heima.
Kvöldið fór svo í djamm á Matt´s bar(minnir mig) og endaði niðri á strönd þar sem gítarinn var óspart notaður.
Þriðjudagurinn 10.ágúst:
Dagurinn er allir í móðu..ekkert spes hefur gerst...
Um kvöldið var haldið á Bar Crawl, eða Pöbbarölt sem Bretinn hann Sean plataði okkur á.
Bar Crawl, svo ég útskýri það nánar var hópferð(200 manns)milli staða og á hverjum stað voru drykkjuleikir og frí skot á liðið og rúsínan í pylsuendanum var ferð á næturklúbbinn Kiss.
Á Crawlinu hittum við margan landann, Fatou og vinkonur hennar ásamt strákum úr Hafnarfirði(Hákon,Egill,Elli ofl.).
Við stelpurnar gáfumst samt upp á þessu og fórum í næstu áfengisverslun og drukkum okkur hressar og fórum svo upp á hótel, nánar tiltekið á svalirnar þar sem við slógum upp partý fyrir okkur og norsarana.
Eitthvað var Amor að boðflennast á svæðinu og skaut Elísu Hildi okkar beint í hjartastað en hún fann rómantíkina hjá Vegari hinum norska. Við sem fengum nóg af rómatíkinni hjá Elísunum fórum beinustu leið upp á Matt´s bar og gerðum gott úr kveldinu, en þær stöllur enduðu víst niðri á strönd með Stian og Vegari.
Miðvikudagurinn 11.ágúst:
Okkur tókst loksins að vakna á temmilegum tíma, eða um hádegi og sleiktum sólina mestan part af deginum.
Elísurnar fóru á rómantískt stefnumót á ströndinni allan daginn..en seinnipartinn fóru Ég,Erna,Sara,Stjáni,Lísa og Adam niður í gamla bæ og kíktum á stemninguna þar.
Um kvöldið fórum við svo allar stelpurnar út að borða með Norsurunum og flestar enduðu í fyrirpartý hjá þeim, en ég og sara höfðum það kósý uppi á svölum á okkar hóteli, og Stjáni kíkti í heimsókn á elskuna sína(Söru)en þau náðu vel saman í ferðinni. Við hittum krakkana loks uppi á Matt´s bar þar sem kvöldinu var eytt.
Fimmtudagurinn 12.ágúst:
Dagurinn fór að öllum líkindum í sólbað og djamm...
Föstudagurinn 13.ágúst:
Deginum var eytt í sundlaugargarðinum þar sem ég og Sara smökkuðum Sangríu í fyrsta sinn og drukkum mestallan daginn.
Erna,Adam og Hlynur veittu okkur félagsskap en restin af stelpunum var á ströndinni með norsurunum.
Um kvöldið fór allur hópurinn(+norsrarar og +3 íslendingar) á Michael Jackson show á Cocanut´s bar sem átti víst að vera alveg hreint magnað. Ekkert fannst mér það spes..gaurinn var ekkert líkur M.J...hann mæmaði allan tímann og tók bara börn upp á svið.
Eftir það var haldið á 60´s bar, mjög skemmtilegann bar þar sem við stelpurnar tókum nokkur lög í karókí og dönsuðum fyrir gesti og gangandi.
Loks var haldið á Matt´s bar..til að viðhalda hefðinni.
Laugardagurinn 14.ágúst:
Eyddum deginum í sólbað..norsarar kíktu í heimsókn á sundlaugarbakkann og við kynntumst nokkrum hressum Íslendingum á hótelinu.
Um kvöldið kíktum við stelpurnar, og Stjáni og Kolla, upp á hótel til norsarana í smá partý sem var alveg ágætis afþreyjing.
Sara,ég ,Stjáni og Kolla fórum þó fyrr en hinir á Matt´s bar..en kvöldið endaði í einu stóru drama....ekkert nánar farið út í það hér.
Sunnudagurinn 15.ágúst:
Ég,Lísa,Elísa og Sara fórum í dýragarðinn Crazy Zoo meðan Elísa Hildur eyddi deginum með Vegari.
Við sáum ófá dýrin, snáka,kameldýr,bamba ofl.ofl.(sjá myndaalbúm).
Um kvöldið var svo djammað eins og vanalega á Matt´s..og fleiri stöðum.
Mánudagurinn 16.ágúst:
Ég,Erna og Lísa vöknuðum snemma og fórum út í sólbað í síðasta sinn, og loks bættist restin af hópnum við.
Síðan var haldið niður á strönd að hitta norsarana og Rakel, litlu horn-dúlluna okkar..en undirrituð fór snemma heim vegna bruna á öxlum.
Loks sameinuðumst ég,Rakel,Lísa og Elísa Hildur í búðarrápi í síðasta sinn og síðan hélt hver til síns heima í sturtu eftir sandbaðið á ströndinni.
Hittumst svo öll(stelpurnar,norsarar og Rakel) á hryllilegasta veitingastað sem ég hef stigið fæti inn á.
Við byrjuðum á því að sitja úti..en maurar gerðust boðflennur á borðinu okkar og færðum við okkur því inn.
Þjónustan var léleg,starfsfólk ókurteist og staðurinn frekar óskemmtilegur...við flýttum okkur því að borða og fórum svo sem leið lá upp á bar Rá í karóki.
Loks var haldið á Matt´s bar í síðasta sinn..barinn sem reddaði ferðinni fyrir okkur!!
Nokkrir héldu snemma heim til að pakka niður(ölvaðir að sjálfsögðu) og gekk það betur en á horfðist, en aðrir eyddu síðustu kvöldstundinni með norsurunum.
Adam kom upp í íbúð til mín og Ernu með morgunpartýgesti í eftirdragi(Júlla og Hákon) og var það hin hreinasta skemmtun.
Þriðjudagurinn 17.ágúst:
Vorum komin úr íbúðunum kl 10..sumir í frekar annarlegu ástandi en það reddaðist á endanum.
Kvöddum norsarana og mikið var grátið í rútunni upp á flugvöll, enda frekar erfitt fyrir Elísurnar að kveðja sumarástina frá Noregi.
Lentum hálf þunglyndar á Íslandi um fimmleytið og söknuðum Portúgal strax.
Í heildina var þessi ferð ógleymanleg..og vil ég þakka öllum sem að henni komu innilega fyrir, þetta hefði ekki verið sama ferðin án stelpnanna,drykkjunnar,rifrildanna,pirringsins,strákanna,misskilningsins,brandaranna,þeirra sem voru of kynþokkafullir,útlendinganna sem við töluðum við á hverju kvöldi, og okkar ástsæla Matt´s bar!
Hér hafiði það kæru lesendur..þetta er í eitt af þeim fáu skiptum sem hrebbnan bloggar í dagbókarformi, svo ekki hneykslast á skrifum þessum.
Yfir og út
laugardagur, ágúst 21
Gleðiskammtur 1
Já, fyrsti skammturinn af myndunum frá Portúgal er kominn inn á netið og hann má nálgast hér!
Vinsamlegast athugið að myndirnar eru allar í vitlausri tímaröð en það mun lagast fljótlega eftir helgi um leið og fleiri myndir streyma inn.
Njótið
starfsmenn www.hrebbna.tk
Já, fyrsti skammturinn af myndunum frá Portúgal er kominn inn á netið og hann má nálgast hér!
Vinsamlegast athugið að myndirnar eru allar í vitlausri tímaröð en það mun lagast fljótlega eftir helgi um leið og fleiri myndir streyma inn.
Njótið
starfsmenn www.hrebbna.tk
föstudagur, ágúst 20
Portúgal- skammtur 1.
Þriðjudagurinn 3.ágúst:
Það var fríður hópur sem hittist í Leifsstöð um fimm að morgni þann 3.ágúst.
Flogið var kl 07:30 frá Keflavík og áttum við að lenda á flugvellinum í Faro rúmum 4 tímum síðar.
Þegar komið var upp á hótelið, Sol Doiro var byrjað á því að fá lyklana að íbúðunum tveim sem áttu eftir að vera heimili okkar næstu vikurnar.
Við fengum íbúðir 86(Elísa,Lísa,Elísa Hildur,Sara(og héraðsstubbur)) og 87(Hrefna,Erna og Adam), á næstefstu og efstu hæðinni.
Við vorum ekki lengi að hoppa í bikini og beint niður á strönd þar sem við sóluðum okkur í smá tíma. Elísa gat ekki haldið lengur í sér og fékk sér fyrsta kokteil ferðarinnar í leiðinni.
Síðan var farið beinustu leið upp á hótel til að sjæna sig fyrir kvöldið, en planið var að hitta skvísurnar(Birnu,Hrönn og Agnesi) sem voru að fara heim daginn eftir.
Við fórum með þeim á Ítalskan stað, alveg prima og síðan fór hver til síns heima en ákveðið var að hittast síðar um kvöldið.
Við stelpurnar vorum ekki lengi að búa til ágætis svalarpartý til að hita upp fyrir djammið.
Frekar snemma, eða um 10 leytið þrammaði hópurinn á Laugaveginn, eða "The Strip" þar sem aðalfjörið er.
Við fórum frá einu bar til annars, tókum hvert skotið á fætur öðru og dönsuðum af okkur allt vit.
Erna og Adam fóru snemma heim, en við stelpurnar heimsóttum alla aðalstaðina; Matt´s, La Bamba,Paradise og Café Del Mar.
Um fjögurleytið var svo haldið heim, enda flestar af okkur frekar þreyttar eftir daginn.
Miðvikudagurinn 4.ágúst:
Ljóst var að eftir annasama nótt þurftum við á værum blundi að halda, og því var sofið út.
Fórum í hádeginu og fengum okkur í svanginn og því næst var haldið niður á strönd þar sem við eyddum deginum í sól- og-sjóböð. Karlmaðurinn í hópnum leigði sér Jet-Ski meðan við stelpurnar sleiktum sólina og drukkum bjór.
Ákveðið var að fara á kínverskan stað um kvöldið, en þar sem Elísa Hildur og Sara voru ekkert spenntar fyrir því fóru þær tvær á rómatískt stefnumót á pizzastaðnum Frog´s.
Eftir að allir voru búnir að fá sig fullsadda af mat var haldið upp á hótel og slegið upp svalarpartýi sem var eitt það svaðalegasta í ferðinni.
Stjáni, vinur Elísu bættist svo í hópinn þegar leið á kvöldið sem gerði gleðina enn meiri.
Þegar við loks fórum niður í bæ týndu allir öllum.
Ég,Elísa,Sara og Stjáni týndum Ernu,Lísu og Elísu Hildi á La Bamba en fundum þær til allrar hamingju efst upp á Laugarveginum þar sem þær voru að spjalla við einhverja Norsara.
Eftir spjall um Ísland,Noreg, Njálu og fleira komu norsararnir Stian,Joakim,Veigar og Magnus með okkur á Café Del Mar þar sem tveir af þeim urðu frekar nánir á dansgólfinu með tveim stúlkum sem verða ekki nafngreindar hér.
Fimmtudagurinn 5.ágúst:
Dagurinn byrjaði ekki vel.
Í íbúð 86 var bankað frekar snemma, eða um 10 leytið og í hurðinni var farastjórinn.
Elísa Hildur,Sara og Lísa voru nývaknaðar og vildu ekki hleypa honum inn þannig að þær hittu hann niðri í lobbýi stuttu síðar. Þeim var tjáð að kvartað hefði verið undan þeim vegna hávaða eftir 12..en það má víst ekki heyrast múkk eftir tólf á kvöldin.
Fararstjórinn sagði að ef þetta héldi svona áfram yrðu þær reknar af hótelinu..góð byrjun á deginum.
Í frekar skrýtnu skapi sátum við við sundlaugarbakkann nokkra stund
Stjáni og systir hans, Kolla bættust í hópinn. Seinni partinn var ákveðið að halda í Modello, litla verslunarmiðstöð örstutt frá hótelinu. Allir voru frekar þreyttir og því voru engin alvarleg innkaup gerð, nema í áfengisdeildinni.
Loks var haldið upp á hótel þar sem Lísa matreiddi fyrir mig og Elísu Hildi gómsætt spagetti.
Aðrir fóru á Frog´s að ég held.
Erna og Adam skelltu sér á nautaat um kvöldið meðan við hinir drukkum og sungum á svölunum.
Við pössuðum okkur þó að hafa lætin í lágmarki og fórum á slaginu tólf niður á Matt´s.
Sumir voru frekar vel við skál(Elísa Hildur) og fóru því frekar snemma heim í háttinn.
Við enduðum á karoki barnum Paradise þar sem Elísa og Lísa sýndu sína bestu takta hingað til með laginu Hit Me Baby One More Time með frú Britney.
Þegar fólk fór að halda heim ákváðum ég og Lísa að labba smá því að við vorum í góðum gír.
Skyndilega varð laugarvegurinn tómur og fórum við því niður á hótel þar sem við hittum íslenskan strák, Steina og Portúgala sem var með honum í för. Við fórum með þeim upp á herbergi í smá partý en flúðum eftir að Portúgalinn hóf að sleikja aðra okkar(undirritaða) á hálsi og höndum..
Föstudagurinn 6.ágúst:
Afmælisdagur undirritaðrar..18 ára stúlkan.
Dagurinn var tekinn rólega..fórum í labbitúr upp og niður Laugaveginn og kíktum í búðir.
Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins, en þjónustan á staðnum var ekki til að hrópa húrra fyrir.
Fyrirpartý á svölunum sveik engann og svo var haldið á Bar Rá(hótelbarinn) í smá karoki.
Stelpurnar tóku lagið fyrir mig(Lady Marmalade) og Al sem sá um karokiið stjórnaði Happy Birthday hópsöng og barþjónninn gaf mér kokteil í boði hússins.
Trölluðum síðan á Matt´s bar þar sem við hittum Norsarana aftur.
Einnig mætti Regína á svæðið og fór með mig,Elísu Hildi,Stjána og Söru á High Class strippklúbb(eða þannig) sem var ekkert spes að mínu mati.
Um fjögurleytið var haldið niður á strönd með nokkra Íslenska og Norska stráka í eftirdragi og Elísa kynntist norsaranum Stian aðeins nánar.
Ég áttaði mig skyndilega á því að ég sat ein meðan Elísa og Stian kynntust,Sara og Stjáni kynntust og fleiri voru að kynnast. Ég tók þá upp góðvin minn, Mr. Carlsberg og við tvö fórum saman í moonbathing(andstætt við sólbað) og það var mjög fínt. Um sex leytið var svo haldið heim í háttinn.
Þriðjudagurinn 3.ágúst:
Það var fríður hópur sem hittist í Leifsstöð um fimm að morgni þann 3.ágúst.
Flogið var kl 07:30 frá Keflavík og áttum við að lenda á flugvellinum í Faro rúmum 4 tímum síðar.
Þegar komið var upp á hótelið, Sol Doiro var byrjað á því að fá lyklana að íbúðunum tveim sem áttu eftir að vera heimili okkar næstu vikurnar.
Við fengum íbúðir 86(Elísa,Lísa,Elísa Hildur,Sara(og héraðsstubbur)) og 87(Hrefna,Erna og Adam), á næstefstu og efstu hæðinni.
Við vorum ekki lengi að hoppa í bikini og beint niður á strönd þar sem við sóluðum okkur í smá tíma. Elísa gat ekki haldið lengur í sér og fékk sér fyrsta kokteil ferðarinnar í leiðinni.
Síðan var farið beinustu leið upp á hótel til að sjæna sig fyrir kvöldið, en planið var að hitta skvísurnar(Birnu,Hrönn og Agnesi) sem voru að fara heim daginn eftir.
Við fórum með þeim á Ítalskan stað, alveg prima og síðan fór hver til síns heima en ákveðið var að hittast síðar um kvöldið.
Við stelpurnar vorum ekki lengi að búa til ágætis svalarpartý til að hita upp fyrir djammið.
Frekar snemma, eða um 10 leytið þrammaði hópurinn á Laugaveginn, eða "The Strip" þar sem aðalfjörið er.
Við fórum frá einu bar til annars, tókum hvert skotið á fætur öðru og dönsuðum af okkur allt vit.
Erna og Adam fóru snemma heim, en við stelpurnar heimsóttum alla aðalstaðina; Matt´s, La Bamba,Paradise og Café Del Mar.
Um fjögurleytið var svo haldið heim, enda flestar af okkur frekar þreyttar eftir daginn.
Miðvikudagurinn 4.ágúst:
Ljóst var að eftir annasama nótt þurftum við á værum blundi að halda, og því var sofið út.
Fórum í hádeginu og fengum okkur í svanginn og því næst var haldið niður á strönd þar sem við eyddum deginum í sól- og-sjóböð. Karlmaðurinn í hópnum leigði sér Jet-Ski meðan við stelpurnar sleiktum sólina og drukkum bjór.
Ákveðið var að fara á kínverskan stað um kvöldið, en þar sem Elísa Hildur og Sara voru ekkert spenntar fyrir því fóru þær tvær á rómatískt stefnumót á pizzastaðnum Frog´s.
Eftir að allir voru búnir að fá sig fullsadda af mat var haldið upp á hótel og slegið upp svalarpartýi sem var eitt það svaðalegasta í ferðinni.
Stjáni, vinur Elísu bættist svo í hópinn þegar leið á kvöldið sem gerði gleðina enn meiri.
Þegar við loks fórum niður í bæ týndu allir öllum.
Ég,Elísa,Sara og Stjáni týndum Ernu,Lísu og Elísu Hildi á La Bamba en fundum þær til allrar hamingju efst upp á Laugarveginum þar sem þær voru að spjalla við einhverja Norsara.
Eftir spjall um Ísland,Noreg, Njálu og fleira komu norsararnir Stian,Joakim,Veigar og Magnus með okkur á Café Del Mar þar sem tveir af þeim urðu frekar nánir á dansgólfinu með tveim stúlkum sem verða ekki nafngreindar hér.
Fimmtudagurinn 5.ágúst:
Dagurinn byrjaði ekki vel.
Í íbúð 86 var bankað frekar snemma, eða um 10 leytið og í hurðinni var farastjórinn.
Elísa Hildur,Sara og Lísa voru nývaknaðar og vildu ekki hleypa honum inn þannig að þær hittu hann niðri í lobbýi stuttu síðar. Þeim var tjáð að kvartað hefði verið undan þeim vegna hávaða eftir 12..en það má víst ekki heyrast múkk eftir tólf á kvöldin.
Fararstjórinn sagði að ef þetta héldi svona áfram yrðu þær reknar af hótelinu..góð byrjun á deginum.
Í frekar skrýtnu skapi sátum við við sundlaugarbakkann nokkra stund
Stjáni og systir hans, Kolla bættust í hópinn. Seinni partinn var ákveðið að halda í Modello, litla verslunarmiðstöð örstutt frá hótelinu. Allir voru frekar þreyttir og því voru engin alvarleg innkaup gerð, nema í áfengisdeildinni.
Loks var haldið upp á hótel þar sem Lísa matreiddi fyrir mig og Elísu Hildi gómsætt spagetti.
Aðrir fóru á Frog´s að ég held.
Erna og Adam skelltu sér á nautaat um kvöldið meðan við hinir drukkum og sungum á svölunum.
Við pössuðum okkur þó að hafa lætin í lágmarki og fórum á slaginu tólf niður á Matt´s.
Sumir voru frekar vel við skál(Elísa Hildur) og fóru því frekar snemma heim í háttinn.
Við enduðum á karoki barnum Paradise þar sem Elísa og Lísa sýndu sína bestu takta hingað til með laginu Hit Me Baby One More Time með frú Britney.
Þegar fólk fór að halda heim ákváðum ég og Lísa að labba smá því að við vorum í góðum gír.
Skyndilega varð laugarvegurinn tómur og fórum við því niður á hótel þar sem við hittum íslenskan strák, Steina og Portúgala sem var með honum í för. Við fórum með þeim upp á herbergi í smá partý en flúðum eftir að Portúgalinn hóf að sleikja aðra okkar(undirritaða) á hálsi og höndum..
Föstudagurinn 6.ágúst:
Afmælisdagur undirritaðrar..18 ára stúlkan.
Dagurinn var tekinn rólega..fórum í labbitúr upp og niður Laugaveginn og kíktum í búðir.
Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins, en þjónustan á staðnum var ekki til að hrópa húrra fyrir.
Fyrirpartý á svölunum sveik engann og svo var haldið á Bar Rá(hótelbarinn) í smá karoki.
Stelpurnar tóku lagið fyrir mig(Lady Marmalade) og Al sem sá um karokiið stjórnaði Happy Birthday hópsöng og barþjónninn gaf mér kokteil í boði hússins.
Trölluðum síðan á Matt´s bar þar sem við hittum Norsarana aftur.
Einnig mætti Regína á svæðið og fór með mig,Elísu Hildi,Stjána og Söru á High Class strippklúbb(eða þannig) sem var ekkert spes að mínu mati.
Um fjögurleytið var haldið niður á strönd með nokkra Íslenska og Norska stráka í eftirdragi og Elísa kynntist norsaranum Stian aðeins nánar.
Ég áttaði mig skyndilega á því að ég sat ein meðan Elísa og Stian kynntust,Sara og Stjáni kynntust og fleiri voru að kynnast. Ég tók þá upp góðvin minn, Mr. Carlsberg og við tvö fórum saman í moonbathing(andstætt við sólbað) og það var mjög fínt. Um sex leytið var svo haldið heim í háttinn.
fimmtudagur, ágúst 5
I´m in heaven
Ja eg segji og skrifa thad ad eg se i himnariki.
Eftir adeins thriggja daga dvol hofum vid stollurnar og adam aldeilis slegid i gegn skal eg segja ykkur.
Ferdin byrjadi a mikilli tof i flugvelinni..velin for 40 min of seint a loft og allir ad deyja ur hita..en vid lentum a endanum i Portugal sem var audvitad tilgangurinn med thessu ollu saman.
Vid komum upp a hotel, kiktum a herbergin og forum beint ut i bud ad kaupa thetta allra naudsynlegasta..mat,bjor,bjor....osfrv.
Sidan var stefnan tekin a sundlaugina, en thar voru allir bekkir uppteknir thannig ad vid drifum okkur bara nidur a strond i flyti..sem var bara gaman.
Um kvoldid var svo djammad og djusad, og motto kvoldsins var ad profa sem flesta koteila, sem gekk alveg agaetlega ef eg a ad segja eins og er!
Daginn eftir voknudu allir frekar seint..eda um 3 klukkutimum eftir ad vid aetludum ad vakna, en vid letum thad ekki a okkur fa og forum hress i solbad, sem var eiginlega allt thad sem vid gerdum thann daginn. Um kvoldid var svo djammad feitt..og mikid drama var i gangi..
Eg,lisa,elisa og stjani(islendingur sem vid kynntumst) tyndum restinni af hopnum (ernu,elisu h,soru og adam) i ruma tvo tima..og vorum vid ordnar frekar ahyggjufullar og fullar ad sjalfsogdu..vid forum inn a nokkra stadi og leitudum og tokum nokkur spor a dansgolfinu..en ekkert boladi a theim.
Loks fundum vid thau a spjalli vid Norsara sem voru frekar mikid hressir ef eg a ad segja eins og er.
Med theim skundudum vid a nokkra bari, og sumir voru mjog nanir en vid forum ekkert nanar ut i tad her..(siminn er 8660980 ef thid viljid heyra sludrid).
Sidar, eda um 5 leytid var svo trallad upp a hotel, thar sem vid bjuggum til brjalad svalaparty..og hopur af frokkum elti okkur upp a hotel..en vid hleyptum theim ekki inn sem betur fer..tha hefdi nu farid i verra!!!
I morgun var svo vaknad, farid i solbad..kikt i mini mollid Modello og nuna er madur bara a leidinni a djammid!!!
Eitt vekur samt athygli okkar..hversu mikinn ahuga portugalskir strakar syna ollum kvenkyns utlendingum...tetta er ekki edlilegt!!!
En eg er farin, bjorinn kallar!!
Fylgist med a www.hrebbna.tk
Ja eg segji og skrifa thad ad eg se i himnariki.
Eftir adeins thriggja daga dvol hofum vid stollurnar og adam aldeilis slegid i gegn skal eg segja ykkur.
Ferdin byrjadi a mikilli tof i flugvelinni..velin for 40 min of seint a loft og allir ad deyja ur hita..en vid lentum a endanum i Portugal sem var audvitad tilgangurinn med thessu ollu saman.
Vid komum upp a hotel, kiktum a herbergin og forum beint ut i bud ad kaupa thetta allra naudsynlegasta..mat,bjor,bjor....osfrv.
Sidan var stefnan tekin a sundlaugina, en thar voru allir bekkir uppteknir thannig ad vid drifum okkur bara nidur a strond i flyti..sem var bara gaman.
Um kvoldid var svo djammad og djusad, og motto kvoldsins var ad profa sem flesta koteila, sem gekk alveg agaetlega ef eg a ad segja eins og er!
Daginn eftir voknudu allir frekar seint..eda um 3 klukkutimum eftir ad vid aetludum ad vakna, en vid letum thad ekki a okkur fa og forum hress i solbad, sem var eiginlega allt thad sem vid gerdum thann daginn. Um kvoldid var svo djammad feitt..og mikid drama var i gangi..
Eg,lisa,elisa og stjani(islendingur sem vid kynntumst) tyndum restinni af hopnum (ernu,elisu h,soru og adam) i ruma tvo tima..og vorum vid ordnar frekar ahyggjufullar og fullar ad sjalfsogdu..vid forum inn a nokkra stadi og leitudum og tokum nokkur spor a dansgolfinu..en ekkert boladi a theim.
Loks fundum vid thau a spjalli vid Norsara sem voru frekar mikid hressir ef eg a ad segja eins og er.
Med theim skundudum vid a nokkra bari, og sumir voru mjog nanir en vid forum ekkert nanar ut i tad her..(siminn er 8660980 ef thid viljid heyra sludrid).
Sidar, eda um 5 leytid var svo trallad upp a hotel, thar sem vid bjuggum til brjalad svalaparty..og hopur af frokkum elti okkur upp a hotel..en vid hleyptum theim ekki inn sem betur fer..tha hefdi nu farid i verra!!!
I morgun var svo vaknad, farid i solbad..kikt i mini mollid Modello og nuna er madur bara a leidinni a djammid!!!
Eitt vekur samt athygli okkar..hversu mikinn ahuga portugalskir strakar syna ollum kvenkyns utlendingum...tetta er ekki edlilegt!!!
En eg er farin, bjorinn kallar!!
Fylgist med a www.hrebbna.tk
mánudagur, ágúst 2
Loksins!
Þegar þessi færsla er rituð eru aðeins 16 klukkutímar þangað til að 6 skvísur og einn peyji skundi upp á Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna í Portúgal.
Mikil spenna virðist vera í hópnum sem hefur undanfarnar vikur hlýjað sér við tilhugsunina um sól,strendur,kokteila og endalausa skemmtun.
Hópurinn mun blogga hér meðan á dvölinni stendur og auðvitað á ykkur ástsælu síðu www.hrebbna.tk . Einnig mun ljósmyndari síðunnar vera með myndavélina á lofti og þær koma inn um leið og hópurinn heldur heim.
Með sólarkveðju
Hrebbbna Rodrigez
Þegar þessi færsla er rituð eru aðeins 16 klukkutímar þangað til að 6 skvísur og einn peyji skundi upp á Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna í Portúgal.
Mikil spenna virðist vera í hópnum sem hefur undanfarnar vikur hlýjað sér við tilhugsunina um sól,strendur,kokteila og endalausa skemmtun.
Hópurinn mun blogga hér meðan á dvölinni stendur og auðvitað á ykkur ástsælu síðu www.hrebbna.tk . Einnig mun ljósmyndari síðunnar vera með myndavélina á lofti og þær koma inn um leið og hópurinn heldur heim.
Með sólarkveðju
Hrebbbna Rodrigez