mánudagur, október 20

Af haustverkum
Er ég vaknaði á laugardagsmorgun hélt ég bókstaflega að ég yrði ekki eldri.
Ég, í mínu mesta sakleysi labbaði inn í eldhús og ætlaði að seðja hungur mitt.
Þá brá mér heldur betur í brún er ég sá tvo hausa af kindum á borðinu og það fyrsta sem flaug í gegnum hugann var; "Nei!, Ekki Inga" en það var nú bara grín.
Nei svona í alvöru talað að vakna, vera hálf sofandi og sjá sviðahausa á eldhúsborðinu.
Svo fór ég aftur að sofa, og var að vonast til þess að kindahausarnir væru bara vondur draumur. En er ég vaknaði gekk ég sem fyrr inn í eldhús og sá þar svínaskrokk í bala.

Ég hugleiddi sem snöggvast hvar ég hefði nú eiginlega sofnað, í sláturhúsi eða heima hjá mér. Var móðir mín endanlega búin að missa vitið?

Ég hef ekki enn fengið svar,

Það er nú margt skrýtið í kýrhausnum.

Engin ummæli: