miðvikudagur, október 15

enn er heyjað stríð
Stríði okkar við matsölu FG-inga er ekki lokið.
Svo virðist sem matsalan hafi aðeins verið að blekkja okkur saklausa nemendur, og við sáum ekki í gegn um þá blekkingu fyrr en í dag, nánar tiltekið um 12:45.

Eins og svo oft áður var "grúbban" mætt til að snæða hádegisverð, í matsal nemenda kl 12:30.
Nýlega fengum við hugmynd að panta okkur pizzu á miðvikudögum, svona 10 stelpur saman í stað þess að kaupa sneiðar á þriðjudögum dýrum dómum í matsölunni.
Þetta var ákveðið vegna þess að tvær ungar stúlkukindur eru innhverjar í Hróa Hattar mafíunni sem svo margir hafa heyrt um og fá þess vegna vægan afslátt.

En í dag varð breyting á.
Frú matsala sjálf bannaði okkur að panta pizzur og borða þær í matsal vorum.
Þegar við, saklausar stúlkurnar spurðum um ástæðuna fengum við aðeins svarið;
"hvernig haldiði að það væri ef allir kæmu með aðkeyptan mat, eða nesti heiman að? Þá mundi matsalan fara á hausinn" Svo var okkur einnig tjáð að maður ætti að spyrja um leyfi ef maður kæmi með mat annars staðar frá.

Sem sagt, það er ætlast til að nemendur kaupi mat úr matsölunni, en hvað með þá sem eiga engan pening?

"Það eiga nú allir foreldra sem láta börn sín hafa pening fyrir nesti" svaraði frú matsala.

Sem sagt, það er ætlast til að maður vaði í seðlum til þess eins að geta á hverjum degi keypt sér mat í þessari blessuðu matsölu.

Ég spyr, fer matsalan virkilega á hausinn ef 10 stelpur panta sér pizzu einu sinni í viku? Og ef maður asnast til að smyrja sér samloku heima verður maður þá að spyrja með væmnum svip "má ég borða samlokuna mína í matsal yðar, frú matsala?"

Mitt svar er allavega NEI, og tek ég þetta mál fremur alvarlega því ég hélt að eftir síðustu mótmæli hefðum við skilið við matsöluna á góðum nótum, en svo virðist ekki.
Ég mótmæli, og vona að við mótmælum öll!

Engin ummæli: