sunnudagur, október 26

Frægðarsól
Frægð mín hefur farið minnkandi, og má rekja ástæðuna til sjónvarpsþáttar er sendur var út á fimmtudaginn kl 20, svo endursýndur á föstudaginn kl 18 og endurendursýndur á sunnudaginn, þ.e. í dag kl 16.

Umræddur þáttur var þátturinn 7.níu,13 á Popptívi.

Tekið var viðtal við undirritaða og Elísu nokkra Hildi sem þótti fara vel fram, þó viðtalið hafi verið klippt sérlega mikið til og stytt.
Ég fékk ófáar símhringingar um það að ég hefði verið á öldum ljósvakans, þar á meðal aldraðri frænku minni, sem horfði víst á þáttinn tvisvar sinnum.
En þó svo að viðtalið hafi farið vel fram, og frægð mín við það að ná hámarki fór hún öll út um þúfur þegar cretid-listinn kom(sá sem kemur alltaf á eftir þáttum, hverjir voru í þættinum o.s.frv). Þá var nafn mitt fyrst á lista, þ.e.
Hrefna Gunnarsdóttir..
Ég hljóp fram í skyndi og spurði föður minn, Þórarinn hvort hann hefði nokkuð skipti um nafn í flýti til að þekkjast ekki á götum úti, en svo reyndist ekki.

Sem sagt, fjölmiðlar brugðust mér, en til að kippa þessu í lag hef ég íhugað að breyta um eftirnafn, sem sagt úr Hrefna Þórarinsdóttir í Hrefna Gunnarsdóttir. (Ég gæti þá jafnvel sagt að ég væri dóttir Gunnars frá Hlíðarenda, eða Gunnars Eyjólfssonar leikara.

Hætt þessu
Hrefna Gunnarsdóttir

Engin ummæli: