endurfæðing
Ég endurfæddist í nótt.
Sjáiði til.
Fyrir mörgum árum, segjum svona 8-9 árum byrjaði ég að semja ljóð og sögur.
Alla jafna hef ég samið ljóð eða sögu um allt sem gerist í kringum mig og er ég komið með dágott safn sem ég geymi i kassa inni hjá mér.
En einn febrúardag missti ég hæfileikann til að semja, hann bókstaflega hvarf.
Ég, skáldið mikla hef ekkert samið síðan í febrúar en í nótt kom það,
Ég lá andvaka í rúmi mínu og skyndilega fékk ég hugmynd af ljóði.
Ég raukk upp á páraði það niður á blað.
Mér leið eins og hefði endurfæðst.
Ó, hversu létt ég er allt í einu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli