miðvikudagur, október 1

Spítalarar
Þar hef ég löngum dvalið, en nú þeysist maður milli spítala.
Ef það er ekki út af klaufaskap í sjálfri mér, eru aðrir veikir.
Faðir minn var lagður inn á slíka stofnun núna á mánudaginn, ekki leist mér nú á það.
Karlinn er örlítið veikur fyrir hjartanu og var lagður inn á hjartadeild.
Þar fékk hann stofu eins og hver annar maður, en í stofunni var ekki, mér til undrunar sjónvarp.
Þegar ég spurðist fyrir um hver ástæðan fyrir sjónvarpsleysinu á stofunni væri var mér tjáð það að "hjartveikir" sjúklingar mættu ekki horfa á sjónvarp vegna þess að of mikið stress og spenna stafaði oft af sjónvarpsglápi.
Ég skildi þetta sem sagt þannig, að hjartveikir mættu ekki horfa á sjónvarp vegna hættu á að þeir fái hjartaáfall og jafnvel létust.

Greyjið faðir minn sem er nú forfallinn frétta- og íþróttafíkill verður nú að sætta sig við fréttir í gegnum dagblöð og úrslit úr fótboltaleikjum fær hann hjá móður minni.

Ég vona að karlinn losni bráðlega af spítalanum svo hann farist nú ekki vegna skortar á sjónvarpsglápi.
Það er nefnilega úr svo mörgu að velja þessa dagana.
Skjár einn, Skjár tveir, Stöð 2, Stöð 2 plús.
Hvert er Ísland að fara?

Munum við bráðum sjá Stöð 2 plúsíöðruveldi, endursýningar á endursýningu?
Eða jafnvel Rúv plús, æ nei guð forði okkur frá því!

Að sjá Gísla Martein endursýndan, hann er nú nógu ferlegur í frumsýningu, hvernig er hann þá í endursýningu.

Það væri nú bara eins og að drepa mann tvisvar verð ég að segja.



Ath: Höfundur var á sterkum verkjalyfjum við skrif þessa bloggs. Skoðanir hans eru ekki á ábyrgð Apóteksins, Smáralind.

Engin ummæli: