sunnudagur, október 26

Fyrsti dagur vetrar
Þar sem vetur er genginn í garð vil ég óska lesendum gleðilegs veturs og megi vorið sem á eftir kemur vera blítt og fagurt.

Ég tók eftir því um í dag er ég var ein á labbi á laugarveginum að flestir, ef ekki allir voru svo rosalega mikið að flýta sér.
Í mínum hugleiðingum leit ég á klukkuna sem snöggvast og sá að hún var ekki nema 3, þannig að fólk gat varla verið að flýta sér heim eftir langan vinnudag, eða í skólann, en hvert voru allir að fara?
Af hverju þarf fólk alltaf að flýta sér?
Það er ekki eins og maður græði eitthvað aukalega á lífinu ef maður flýtir sér nú smávegis.

Ég legg til að morgundagurinn, þ.e.a.s. mánudagurinn verði flýti-laus dagur!

Engin ummæli: