Ef ég væri strætóbílstjóri;
Alla mína ævi hefur mig langað til þess að vita hvernig það er að vera strætóbílstjóri.
Hvergi getur maður séð jafn ólíkt fólk á sömu stund á sama stað.
Í einu horninu situr gamall maður að gefa upp öndina, og við hlið hans gutti sem er nýbyrjaður í skóla.
Í dag fór ég að spá hvernig strætóbílstjóri ég mundi vera og setti því saman listann; ef ég væri strætóbílstjóri
Ef ég væri strætóbílstjóri:
>mundi ég alltaf stjórna hópsöng í vanginum mínum
>mundi ég alltaf keyra á löglegum hraða
>mundi ég gefa fólki heitt kakó þegar kalt væri úti
>mundi ég fara í leiki við aðra strætóbílstjóra í gegnum talstöðina, t.d. "hver er maðurinn", og hinn sívinsæla "hver stal kökunni úr krúsinni í gær?"
En á meðan ég er ekki strætóbílstjóri verð ég að sætta mig við að þykjast vera slíkur heiðursmaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli