laugardagur, júlí 26

Breake a leg
Í kjölfar bloggs um frumsýningu og svona ákvað ég að deila með ykkur smá reynslusögu úr leikhúsheiminum.

Frasinn; "Breake a leg" er ævagamall.
Það tíðkast í leikhúsheiminum að óska leikara góðs gengis með því að kasta á honum kveðju með þessum frasa..
Stranglega bannað er að segja; gangi þér vel eða eitthvað í þá áttina.
Þegar ég var að frumsýna leikritið Rocky Horror, nánar tiltekið á forforsýningunni var þessum frasa skellt framan í mig af vini sem staddur var á sýningunni.
Ég var ánægð að viðkomandi kynni frasann. enda sá aðili ekki alveg leikhúsrottutýpan.
En auðvitað tók ég þennan frasa alveg nógu alvarlega skal ég segja ykkur.. haldiði að mín bráki ekki bara á sér ristina í sýningunni.. ekki skemmtilegt það.
Þess vegna vil ég vara alla áhuga, og -leikara við því að taka þennan frasa of nærri sér.. það gæti boðað eitthvað illt!

Engin ummæli: