laugardagur, júlí 5

skór.bull
Ég hef ákveðið að hefja stríð gegn skósmiðum og skóhönnuðum.
Ég fór á fimmtudaginn í mínu mesta sakleysi í kringluna í leit að spariskóm, skóm til að fara á djammið í og svona.
Ég var pínd inn í gs skó sem ég hef aldrei á ævinni farið í , kannski vegna þess að ég er ekki spíta sem verslar í 17.
En hvað um það, ég fann mér flotta skó á siðsamlegu verði 4990 og bað afgreiðsludömuna að færa mér parið í stærð 42.
Þá glápti hún á mig, vissi varla hvað hún ætti að segja mér, en tjáði mér loks að búð þessi seldi bara örfáa skó í númerinu 42, og þeir væru allir yfir 7000 kr.
Veskið mitt æjaði og veinaði að sársauka, okurverð!
Nei svona í alvöru, þarf maður að líða fyrir það að vera hávaxin með stóra fætur?
Ég spurði dömuna hvort þau gætu pantað skó í 42, en það var greinilega ekki hægt.
Maður verður þá bara að kaupa sér körfuboltaskó í Intersport eða eitthvað til að fá þá í 42!

En annars gerðist soldið á föstudagsmorgun sem fékk mig næstum því til að pissa í buxurnar af hlátri.
Við vorum 5 að vinna bæjarvinnunni á leikskóla hér í hreppnum.
Þennan morgun var lokahátíð leikskólans sem var að fara í sumarfrí.
Allan morguninn hafði tónlist úr leikritinu Latibær glumið í eyrum okkar og hress og kát börn hoppuðu og skoppuðu í hoppiköstulum.
::gaman að sjá lítil börn skemmta sér vel

Þegar við vorum að færa okkur um set á annan stað þegar við högðum lokið okkur af litum við í átt að sjoppunni og sáum mann labba í áttina að okkur.
Það fyrsta sem við tókum eftir var að hann var í óvenju stórum skóm
(maður ætti kannski bara að ræða við hann um skóinnkaup), síðar sáum við að hann var klæddur í fremur skrautleg föt og talaði óvenju hátt í símann sinn.
Þegar hann nálgaðist enn meir sáum við að þetta var trúður.
Hann kom til okkar og spjallaði smá, en það fyndna var að hann var alltaf í karakter, hann spjallaði ekki sem hann sjálfur, heldur sem trúður.

Gaman að sjá trúð labba bara í mesta sakleysi sínu á Álftanesi, hverjum dytti það í hug?

Engin ummæli: