miðvikudagur, júlí 9

Einu sinni var...
lítil og ljóshærð stelpuhnáta.
Þessi unga hnáta hét Hrefna.
Hrefna var náttúrubarn, vildi helst ekki sofa inni, lék sér allan liðlangann daginn úti og var mjög svo útitekin í framan. Hrefnu fannst einnig mjög svo gaman að fara í hina ýmsu útileiki með nágrannabörnum og öðrum.
En tímar liðu og er Hrefna óx úr grasi fór hún að eyða miklu minni tíma úti við, og meira inni. En ávallt var þessi löngum til staðar um að vera úti, barnið í henni.
Þegar á unglingsaldur var komið var barnið sem bjó inn í Hrefnu lífvana og andlaust... það fékk ekki útrás og þegar á 17 ára aldur var komið var barnið dáið.

þetta var dæmisaga

Í dag endurheimti ég barnið í sjálfri mér.
Í stað þess að raka gras í grenjandi rigningu í Bæjarvinnu Bessastaðahrepps fórum við inn í íþróttahús í hina ýmsu leiki.
Barnið endurheimti ég þegar við fórum í hvísluleik, sem ég hef ekki farið í síðan í 2 eða 3 bekk.
Ég fékk skyndilega löngun til að setja tígó í hár mitt og fara í smekkbuxur og ganga í hús og safna dóti á tombólu.

Ég hef ákveðið að fara í herferð, ég ætla að vernda barnið í sjálfri mér, leyfa því að sleppa lausu öðru hvoru svo það deyji ekki alveg.

*verndum barnið í sjálfum okkur.. og drekkum mysu.

Engin ummæli: