mánudagur, júlí 14

Unaður
Þá er helgin búinog dagarnir fjúga hjá eins og fiðrildi á kynþroskaskeiði.
Tíminn er svo afstæður að það er ekki einusinni broslegt.
Ég vaknaði í gær, hress og kát klukkan 7 fór í vinnufötin og labbaði fram. Eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera.
Ég læddist um húsið í leit að vakandi lífverum með stefið úr bleika pardusinum í bakgrunni..(varla, en þó?)
Enginn virtist vakandi sem mér fannst mjög skrítið því venjulega er móðir mín blessaða komin á fætur fyrir allar aldir til að hella upp á kaffi og horfa á Ísland í bítið
Ég kveikti á Stöð tvö, en ekki var Ísland í Bítið á dagskrá.
Þá rann það upp fyrir mér að það væri sunnudagur, eini dagurinn af þeim sjö sem eru sem ég er í fríi.

Tilkynning:
Þjóðverjinn Tony er kominn til landsins, vinur Viggu og var hann sóttur á Keflavíkurflugvöll í gær um 23:53.
Mig hefur alltaf langað til að sækja túrista á flugvöll og halda á svona skilti ; Tony, wilkommen aus Island eða eitthvað. Því var reddað og stóðum ég, Inga, Vigga og Elísa eins og fjórtán fífl með skilti að bíða eftir kauða.
Hann reyndist hinn mesti gleðigjafi og spái ég því að þessar tvær vikur sem hann verður hér verði unaður.

Já, talandi um unað, í gær var ákveðið af félaginu að ofnota orðið unaður meðan Tony er á landinu. Með því ætlum við að útbreiða orðinu um allt Þýskaland og treysta á keðjuverkunina.. sniðugt ekki satt?

yfir og út, og munið eitt:::...

allt er unaður

Engin ummæli: