tja tja tja
Ég verð að fara að læknast af þessu tímaleysi.. þetta er orðið alveg ferlegt.
Ég hef ekki bloggað síðan á þriðjudag og síðan þá hefur nú ekki mikið gerst skal ég segja ykkur lömbin mín gráu.
Ég var að fatta það í gær að það eru ekki nema tvær vikur og þrír dagar þangað til ég á afmæli.. loksins fær maður bílpróf!
Loksins þarf ég ekki að taka strætó í skólann og hvert sem ég fer..
Ég þarf ekki að plana bæjarferðir daginn áður bara til þess að ná strætó á siðsamlegum tíma!
Ég þarf ekki að hafa áhyggjur hvernig ég eigi að komast heim eftir bíó, leikhús eða bæjarferðir ef strætó er hættur að ganga.
En það eru ennþá tvær vikur til stefnu til að láta þetta allt fara í taugarnar á sér!
Ég er í fríi í dag, alveg týpískt. Sólin búin að skína alla vikuna samfleytt og þann dag sem ég er í fríi er svona.. lala veður.. ekki kalt ekki heitt.
Kannski það lagist á eftir.. bíð spennt.
En á fimmtudaginn, þannn 24 júlí ætla ég mér að taka dags frí frá allri vinnu, langþrátt frí.
Þann dag ætla ég og Agnes að dekra við okkur, fara í klippingu, bæinn og svo endum við kvöldi í góðra vina hópi sem ætlar að fara að sjá leikritið Date sem verður einmitt frumsýnt það sama kvöld.
Leikritið Date er sýnt af leikhópnum Ofleik, sem ég persónulega hef miklar mætur á, eftir að hafa séð fyrri leikrit þeirra; e og Johnny Casanova
Á hverju ári hlökkum við til að sjá leikrit Ofleiks því að þau eru orðin svona partur af sumrinu, rétt eins og menningarnótt, verslunarmannahelgi og 17. júní!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli