miðvikudagur, júlí 2

sorg
Í dag dó ástvinur allra barna í bæjarvinnu Bessastaðahrepps.
Við brutum hrífu...
Þessi hrífa var sú allra besta hrífa sem ég hef notað og verður hennar saknað sárt..
Hún hreif mig strax er ég kynntist henni en nú er hún farin,
... ef einhver vill mæta á minningarathöfn hrífunnar þá verður hún í húsasundi bak við Byko í Hafnarfirði kl 07:30 í fyrramálið, blóm og kransar afþakkaðir.


Já svona er nú lífið dúllurnar mínar, verkfæri koma og fara, þó að flest fari.
Í þessu blíðskaparveðri sem hefur blessað okkur Íslendinga í dag, var haldið upp á 85 ára afmæli ömmu minnar hér á Álftanesinu.
Fjöldi fólks mætti, þar með talinn forseti vors lands og spúsa hans, dætur og tengdasynir.
Mikið var kjaftað og kerlingar drukku kaffi við undirleik karlmannsradda talandi um palla og garða.
Börnin hlupu svo æst úti í garði með meirihlutann af ísnum sem þau fengu framan í sér.
Á meðan allt þetta fór fram sátum við, vandræðaunglingarnir inni í herbergi að tala um okkar líf og ekki líf og leit fullorðna fólkið við og við inn til að hneykslast á okkur frændsystkynum... þetta fullorðna fólk er svo skrítið stundum...

En nú er ég komin heim í svaðið, þó foreldrar mínir sitji ennþá við drykkju í góðra vina hópi..
Ég er að hugsa um að baka köku.. súkkulaðiköku!

Engin ummæli: