Nú árið er liðið í aldanna skaut....
Kæru vinir, ég afsaka bloggleysi undanfarið og fel mig undir borði því skömmin er svo mikil. Hyggst ég dvelja þar þangað til nýtt ár gengur í garð, þið vitið þá hvar þið finnið mig.
En þar sem árið 2004 er senn á enda finnst mér rétt að feta í fótspor svo margra bloggara og skrifa eilítinn pistil um árið.
Árið hófst eins og öll önnur ár, á 1.janúar og vil ég allra allra síst að það endi, því þetta hefur verið alveg hreint frábært ár í alla staði!
Svona til gamans skulum við rifja upp afrek ársins:
Portúgal:
5 meðlimir grúbbunnar skelltu sér til Portúgal 3-17 ágúst með ýmsum afleiðingum. Ekki rann af hópnum í þessa 14.daga sem verður að teljast met innan þessa vinahóps.
Leiklistartengd afrek:
Undirrituð lék í 2 stórum verkum á þessu ári; Litlu Hryllingsbúðinni og Platanof. Hlutverkin voru þó mjög mismunandi; róni,sögumaður og fleira annars vegar og lesbíska bóhemið Glagoléfa hins vegar.
Einnig var aftur tekið þátt í Leiktu Betur og hlaut lið FG 3-4 sætið, sem telst alveg ágætt bara.
Önnur afrek:
Endurkjör í listanefnd,nýr söngleikur planaður,margar skemmtanir,nýjir vinir,ófáar leikhúsferðirnar,mikið drukkuð um sumarið í ófáum partýum,fleiri vinir í kjölfarið,stuttmyndir nokkrar, og svo margt sem ég er löngu búin að gleyma en mun rifjast upp um leið og bloggið er komið í loftið.
Ég vil þakka öllum sem komu við sögu á árinu sem er að líða, og vona að árið 2005 verði enn betra, enda mörg spennandi verkefni á könnunni sem bíða þess að verða framkvæmd.
Með áramótakveðju
www.hrebbna.tk
-snýr aftur á nýju ári-
föstudagur, desember 31
föstudagur, desember 24
Jólakveðjur
Kæru vinir.
Þar sem undirrituð hefur ekki haft neina fúlgu fjár milli handanna þennann mánuðin hafði hún hreinlega bara ekki efni á að fjárfesta í jólakortum á alla þá sem eiga þau svo innilega skilið.
Vil því bara hér með koma því á framfæri að ég óska öllum vinum,vandamönnum og öðrum mönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakka pent árið sem er að líða, sem hefur verið alveg frábært og auðvitað fyrir að þola mig eitt árið enn :)
Jólakveðjur
Hrefna Þórarinsdóttir
Kæru vinir.
Þar sem undirrituð hefur ekki haft neina fúlgu fjár milli handanna þennann mánuðin hafði hún hreinlega bara ekki efni á að fjárfesta í jólakortum á alla þá sem eiga þau svo innilega skilið.
Vil því bara hér með koma því á framfæri að ég óska öllum vinum,vandamönnum og öðrum mönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakka pent árið sem er að líða, sem hefur verið alveg frábært og auðvitað fyrir að þola mig eitt árið enn :)
Jólakveðjur
Hrefna Þórarinsdóttir
miðvikudagur, desember 22
Þorláksmessa
Síðan ég hef munað eftir mér hefur Þorláksmessa alltaf runnið upp eins og hver annar dagur, nema það að á henni er styttra í jólin sjálf heldur en hina daga ársins!
Það sem allra helst einkenndi þó daginn forðum daga var að fjölskyldan sameinaðist öll, uppábúin í bifreið fjölskyldunnar og keyrði sem leið lá niður á laugarveg þar sem síðustu jólagjafirnar voru keyptar og rölt um í rólegheitum með jólaandann svífandi um loftin blá.
En eftir að maður eldist og byrjaði að vinna eins og geðsjúklingur hefur þessi hefð farið forgörðum.
Það eina sem minnir mig núna, á fullorðinsárum á Þorláksmessu og kemur mér í virkilegt jólaskap er þessu viðurstyggilega fýla af skötu nokkurri sem móðir mín eldar hvert ár.
Lyktin dreifist um húsið, og aðrir heimilismeðlimir sem hafa sjálfskapað ofnæmi fyrir þessu annars ágæta sjávardýri flýja einn af öðrum inn í sitt eigið herbergi til að verjast lyktinni, sem er þó varla hægt að gera!
En öll elskum við lyktina, því hún kemur manni í virkilegt jólaskap!
En nú virðist sem húsmóðirin á heimilinu ætli ekki að elda neina skötu þetta árið..en hvað verður þá um jólin?
Koma jólin án skötulyktar?
Ef frúin lætur ekki undan mótmælum mínum virðist staðan vera sú að ég þarf að labba milli kjötborða í Kringlunni og fá skötulykt í krukku og taka með mér heim á leið!
Þeir sem telja sig geta séð af eins og einum skötubita, bara út af lyktinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða..annars verða jólin eins og hvert annað matarboð!...og sá sem telur sig hafa sannfæringarkraft, öflugri en minn getur haft samband við móðir mína og reynt að kippa þessu í lag!
www.hrebbna.tk
- og skatan-
Síðan ég hef munað eftir mér hefur Þorláksmessa alltaf runnið upp eins og hver annar dagur, nema það að á henni er styttra í jólin sjálf heldur en hina daga ársins!
Það sem allra helst einkenndi þó daginn forðum daga var að fjölskyldan sameinaðist öll, uppábúin í bifreið fjölskyldunnar og keyrði sem leið lá niður á laugarveg þar sem síðustu jólagjafirnar voru keyptar og rölt um í rólegheitum með jólaandann svífandi um loftin blá.
En eftir að maður eldist og byrjaði að vinna eins og geðsjúklingur hefur þessi hefð farið forgörðum.
Það eina sem minnir mig núna, á fullorðinsárum á Þorláksmessu og kemur mér í virkilegt jólaskap er þessu viðurstyggilega fýla af skötu nokkurri sem móðir mín eldar hvert ár.
Lyktin dreifist um húsið, og aðrir heimilismeðlimir sem hafa sjálfskapað ofnæmi fyrir þessu annars ágæta sjávardýri flýja einn af öðrum inn í sitt eigið herbergi til að verjast lyktinni, sem er þó varla hægt að gera!
En öll elskum við lyktina, því hún kemur manni í virkilegt jólaskap!
En nú virðist sem húsmóðirin á heimilinu ætli ekki að elda neina skötu þetta árið..en hvað verður þá um jólin?
Koma jólin án skötulyktar?
Ef frúin lætur ekki undan mótmælum mínum virðist staðan vera sú að ég þarf að labba milli kjötborða í Kringlunni og fá skötulykt í krukku og taka með mér heim á leið!
Þeir sem telja sig geta séð af eins og einum skötubita, bara út af lyktinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða..annars verða jólin eins og hvert annað matarboð!...og sá sem telur sig hafa sannfæringarkraft, öflugri en minn getur haft samband við móðir mína og reynt að kippa þessu í lag!
www.hrebbna.tk
- og skatan-
mánudagur, desember 20
Gestir og gangandi ath:
Undirrituð hefur tapað vitunu einhverstaðar í jólastressi íslendinga.
Það lýsir sér þannig að hún er vart fær um mannleg samskipti ef þau fela ekki í sér setningar eins og ;"góðann daginn", eða "þá eru það 2990, hafa það ákkurat?" og svo auðvitað sívinsæla setningin; "gjörðu svo vel og gleðileg jól".
Sá sem telur sig geta átt í samskiptum við hana er vinsamlegast beðinn um að hugsa sig tvisvar um.
Finnandi vitsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við geð-og/eða sálfræðing síðunnar í s: 00569 sem fyrst.
www.hrebbna.tk
-lost her mind-
Undirrituð hefur tapað vitunu einhverstaðar í jólastressi íslendinga.
Það lýsir sér þannig að hún er vart fær um mannleg samskipti ef þau fela ekki í sér setningar eins og ;"góðann daginn", eða "þá eru það 2990, hafa það ákkurat?" og svo auðvitað sívinsæla setningin; "gjörðu svo vel og gleðileg jól".
Sá sem telur sig geta átt í samskiptum við hana er vinsamlegast beðinn um að hugsa sig tvisvar um.
Finnandi vitsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við geð-og/eða sálfræðing síðunnar í s: 00569 sem fyrst.
www.hrebbna.tk
-lost her mind-
fimmtudagur, desember 9
Dularfulli jarðskjálftinn
Fyrr í kvöld sat undirrituð á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar og las ýmis fræði fyrir jólapróf.
Allt í einu tekur allt að titra eða skjálfa og var engu líkara en að jarðskjálfti væri að dynja yfir saklausu nemendurna sem voru lang flestir að gera heiðarlega tilraun til að ná jólaprófunum.
Undirrituð stökk upp, með hjartað í buxunum og ætlaði að leita skjóls við næsta burðarvegg eins og kennt var í hinu háttvirta félagi, en sá sér til mikillar undrunar að enginn virtist kippa sér upp við hörmungarnar sem voru í aðsigi.
Hún var í þann mund að hrópa yfir sig til að vera nemendurna við þegar hún áttaði sig á staðreyndum; drengurinn sem sat á móti henni við lærdómsbásinn hafði verið að slá löppinni ótt og títt í borðið og skapað með því þessa jarðskjálftahrinu
Fyrr í kvöld sat undirrituð á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar og las ýmis fræði fyrir jólapróf.
Allt í einu tekur allt að titra eða skjálfa og var engu líkara en að jarðskjálfti væri að dynja yfir saklausu nemendurna sem voru lang flestir að gera heiðarlega tilraun til að ná jólaprófunum.
Undirrituð stökk upp, með hjartað í buxunum og ætlaði að leita skjóls við næsta burðarvegg eins og kennt var í hinu háttvirta félagi, en sá sér til mikillar undrunar að enginn virtist kippa sér upp við hörmungarnar sem voru í aðsigi.
Hún var í þann mund að hrópa yfir sig til að vera nemendurna við þegar hún áttaði sig á staðreyndum; drengurinn sem sat á móti henni við lærdómsbásinn hafði verið að slá löppinni ótt og títt í borðið og skapað með því þessa jarðskjálftahrinu
föstudagur, desember 3
Þú verður tannlæknir...
Ferðir mínar til tannlæknis þykja vart frásögufærandi, nema ein sem átti sér stað í mars á þessu ári, þegar undirrituð þjáðist af tannrótarbólgu.
En ég hef þó eina stutta sögu að segja sem gerðist ekki alls fyrir löngu:
Undirrituð sat í stól allra stóla fyrir nokkru og beið eftir að hörmungarnar kæmu hrynjandi yfir hana.
Tannsi hafði skroppið örstutt fram, sagðist koma að vörmu spori.
"Vá ég get ekki beðið"; hugsaði undirrituð full tilhlökkunar.
Þegar tannsi kom aftur hafði hann með sér ungann, kurteisann og myndarlegann tannlæknanema.
Þegar hryðjuverkið hófst, eftir deyfingu runnu tvær grímur á undirritaða.
Tannlæknaneminn, sem áður virtist kurteis og myndarlegur hafði breyst í eitt tannlæknaskrímslið enn, hann virtist finna veikleika minn á sér:
#ofsafengin hræðsla við bora af öllum stærðum og gerðum!
Í hvert sinn sem tannlæknirinn bað nemann um að rétta sér þennan og hinn borinn sagði neminn, með tilhlökkun í rödd;
"þennan?" og þandi borinn af lífs og sálar kröftum áður en hann rétti tannsa hann.
Eftir um 15 mínútur frá helvíti losnaði undirrituð úr stólnum, og er hún stóð upp rétti tannlæknaneminn kurteisislega fram höndina og ætlaði að þakka henni fyrir að leyfa sér að taka þátt í þessu stórvirki..en hún hélt nú ekki og strunsaði út.
Eftir þessa kvöl og pínu er undirrituð ekki söm.
www.hrebbna.tk
-á róandi-
Ferðir mínar til tannlæknis þykja vart frásögufærandi, nema ein sem átti sér stað í mars á þessu ári, þegar undirrituð þjáðist af tannrótarbólgu.
En ég hef þó eina stutta sögu að segja sem gerðist ekki alls fyrir löngu:
Undirrituð sat í stól allra stóla fyrir nokkru og beið eftir að hörmungarnar kæmu hrynjandi yfir hana.
Tannsi hafði skroppið örstutt fram, sagðist koma að vörmu spori.
"Vá ég get ekki beðið"; hugsaði undirrituð full tilhlökkunar.
Þegar tannsi kom aftur hafði hann með sér ungann, kurteisann og myndarlegann tannlæknanema.
Þegar hryðjuverkið hófst, eftir deyfingu runnu tvær grímur á undirritaða.
Tannlæknaneminn, sem áður virtist kurteis og myndarlegur hafði breyst í eitt tannlæknaskrímslið enn, hann virtist finna veikleika minn á sér:
#ofsafengin hræðsla við bora af öllum stærðum og gerðum!
Í hvert sinn sem tannlæknirinn bað nemann um að rétta sér þennan og hinn borinn sagði neminn, með tilhlökkun í rödd;
"þennan?" og þandi borinn af lífs og sálar kröftum áður en hann rétti tannsa hann.
Eftir um 15 mínútur frá helvíti losnaði undirrituð úr stólnum, og er hún stóð upp rétti tannlæknaneminn kurteisislega fram höndina og ætlaði að þakka henni fyrir að leyfa sér að taka þátt í þessu stórvirki..en hún hélt nú ekki og strunsaði út.
Eftir þessa kvöl og pínu er undirrituð ekki söm.
www.hrebbna.tk
-á róandi-
þriðjudagur, nóvember 30
Endurkoma hálkunnar
Ágætur samnemandi benti undirritaðri á að eldra fólki hefði snarlega fækkað í dag og í gær á götum úti.
Þegar hún spurði samnemandann af hverju það gæti verið sagði hann að allt gamla fólkið væri í röð uppi á slysavarðsstofu.
www.hrebbna.tk
-og hálkan-
Ágætur samnemandi benti undirritaðri á að eldra fólki hefði snarlega fækkað í dag og í gær á götum úti.
Þegar hún spurði samnemandann af hverju það gæti verið sagði hann að allt gamla fólkið væri í röð uppi á slysavarðsstofu.
www.hrebbna.tk
-og hálkan-
laugardagur, nóvember 27
Áfallahjálp
Undirrituð óskar eftir manneskju sem telur sig geta sinnt öllum hennar þröfum á meðan á jólaprófum stendur.
Starfið felst m.a. í:
Undirrituð óskar eftir manneskju sem telur sig geta sinnt öllum hennar þröfum á meðan á jólaprófum stendur.
Starfið felst m.a. í:
- Lyfjagjöf(þá helst róandi lyfja)
- Sitja tímunum saman og hlusta á undirritaða í taugakreppu
- Hlýða undirritaðri yfir við próflestur
- og einnig gæti vel verið að heppinn umsækjandi fengi að taka eins og eitt próf fyrir undirritaða.
Áhugasamir umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila umsóknum í kómentakerfið hér að neðan
-mannleg eins og allir hinir-
föstudagur, nóvember 19
Að brjóta saman 103
Kæru lesendur.
Námskeiðið "Að reima skó 103" sló aldeilis í gegn nú á haustdögum og hefur ekki sést manneskja á vegi mínum með illa reimaða skó.
Ég tók því ákvörðun að halda þessu námskeiðahaldi áfram og kem sterk inn með nýtt og ferskt námskeið-"Að brjóta saman 103".
Ástæðan er sú að um þessar mundir er uppfinning að tröllríða öllu á landinu kalda er nefnist "flip&fold".
Undratæki þetta fæst í öllum Hagkaupsverslunum á 1990 kr. en þar sem lesendur mínir eru flestir á framhaldsskólaaldri eins og undirrituð og eiga þar af leiðandi engann aur ákvað ég að kenna fólki að brjóta saman eins og alvöru samanbrjótarar.
1. skref:
Hafið bol við höndina, hvaða tegund sem er.
Leggjið bolinn á sléttann flöt eins og hér sést.
Betra er samt að snúa bolnum við þannig að framhliðin snúi að slétta fletinum.
2.skref:
Takið laust með 2. fingrum um vinstri hliðina á bolnum og færið vinstri hliðina á c.a. miðjuna eða þannig að endinn á vinstri erminni passi við hægri enda hálsmálsins.
3.skref:
Nú endurtökum við 2.skref en framkvæmum það nú á hægri hliðinni.
Þá er eins og áður sagði hægri hliðin færð yfir á c.a. miðjuna, eða þannig að endinn á hægri erminni passi við vinstri enda hálsmálsins.
Þá ætti bolurinn að líta svona út.
4.skref:
Nú fer allt að verða mjög auðvelt, þ.e.a.s. ef nemendur hafa ekki enn fengið taugaáfall af áreynslu.
Í fjórða skrefi brjótum við bolinn saman til helminga og byrjum á neðri partinum og færum hann að efsta partinum eins og hér má sjá, eða þannig að endinn snerti efsta partinn.
5.skref:
Loks er bolnum snúið við á ný og útkoman er fullkomlega samanbrotinn bolur...ekkert flip&fold sem aðstoðaði okkur!
Því næst liggur beinast við að setja bolinn, með stolti, inn í svotilgerðann fataskáp sem ætti nú að finnast á einhverjum heimilum ennþá.
..og til hamingju!
Þú, lesandi góður hefur lokið námskeiðinu "Að brjóta saman 103" og getur haldið stoltur út í lífið.
p.s: námskeiðið "að binda bindishnút 103 er í vinnslu"
Kennarinn vill þakka gott hljóð og biður síðasta mann að loka á eftir sér.
www.hrebbna.tk
-mennt er máttur-
Kæru lesendur.
Námskeiðið "Að reima skó 103" sló aldeilis í gegn nú á haustdögum og hefur ekki sést manneskja á vegi mínum með illa reimaða skó.
Ég tók því ákvörðun að halda þessu námskeiðahaldi áfram og kem sterk inn með nýtt og ferskt námskeið-"Að brjóta saman 103".
Ástæðan er sú að um þessar mundir er uppfinning að tröllríða öllu á landinu kalda er nefnist "flip&fold".
Undratæki þetta fæst í öllum Hagkaupsverslunum á 1990 kr. en þar sem lesendur mínir eru flestir á framhaldsskólaaldri eins og undirrituð og eiga þar af leiðandi engann aur ákvað ég að kenna fólki að brjóta saman eins og alvöru samanbrjótarar.
1. skref:
Hafið bol við höndina, hvaða tegund sem er.
Leggjið bolinn á sléttann flöt eins og hér sést.
Betra er samt að snúa bolnum við þannig að framhliðin snúi að slétta fletinum.
2.skref:
Takið laust með 2. fingrum um vinstri hliðina á bolnum og færið vinstri hliðina á c.a. miðjuna eða þannig að endinn á vinstri erminni passi við hægri enda hálsmálsins.
3.skref:
Nú endurtökum við 2.skref en framkvæmum það nú á hægri hliðinni.
Þá er eins og áður sagði hægri hliðin færð yfir á c.a. miðjuna, eða þannig að endinn á hægri erminni passi við vinstri enda hálsmálsins.
Þá ætti bolurinn að líta svona út.
4.skref:
Nú fer allt að verða mjög auðvelt, þ.e.a.s. ef nemendur hafa ekki enn fengið taugaáfall af áreynslu.
Í fjórða skrefi brjótum við bolinn saman til helminga og byrjum á neðri partinum og færum hann að efsta partinum eins og hér má sjá, eða þannig að endinn snerti efsta partinn.
5.skref:
Loks er bolnum snúið við á ný og útkoman er fullkomlega samanbrotinn bolur...ekkert flip&fold sem aðstoðaði okkur!
Því næst liggur beinast við að setja bolinn, með stolti, inn í svotilgerðann fataskáp sem ætti nú að finnast á einhverjum heimilum ennþá.
..og til hamingju!
Þú, lesandi góður hefur lokið námskeiðinu "Að brjóta saman 103" og getur haldið stoltur út í lífið.
p.s: námskeiðið "að binda bindishnút 103 er í vinnslu"
Kennarinn vill þakka gott hljóð og biður síðasta mann að loka á eftir sér.
www.hrebbna.tk
-mennt er máttur-
Undirrituð auglýsir eftir tímavél, helst notaðri, sem fyrst.
Einnig auglýsi ég, ef fyrrnefnd vél finnst eftir ferðafélögum sem vilja ferðast með mér aftur um tuttugu ár eða svo, til þess eins að upplifa 80´s brjálæðið sem tröllreið heiminum um 1980.
Vegabréf eru ekki skylda, gsm símar bannaðir sem og öll nútímatæki en öll fótanuddtæki eru velkomin.
Hafið 80's samband
www.hrebbna.tk
-80's er inn-
Einnig auglýsi ég, ef fyrrnefnd vél finnst eftir ferðafélögum sem vilja ferðast með mér aftur um tuttugu ár eða svo, til þess eins að upplifa 80´s brjálæðið sem tröllreið heiminum um 1980.
Vegabréf eru ekki skylda, gsm símar bannaðir sem og öll nútímatæki en öll fótanuddtæki eru velkomin.
Hafið 80's samband
www.hrebbna.tk
-80's er inn-
sunnudagur, nóvember 14
Blessuð hálkan..
Allir landsmenn með tölu elska hálkuna, fyrir því hef ég staðfastar heimildir.
Við vöknum að morgni dags, lítum út um gluggann og sjáum kuldann og vosbúðina úti fyrir og segjum með sjálfum okkur; loksins, loksins kom hálkan.
Ég hef oft verið þekkt sem hrakfallabálkur og er tíðni hrakfallanna mest á veturna, eimmitt þegar hálkan lætur sjá sig og hef ég þess vegna ákveðið að læsa mig inni hvern þann dag sem hálkan lætur sjá sig til sparnaðar á mjög háum sjúkrahúsreikningum sem berast um þetta tímabil inn um bréfalúguna.
Þeir sem vilja ná sambandi við mig eru vinsamlegast beðnir um að gera það í gegnum síma, internet eða með hjálp bréfdúfu!
Þar til þiðnar...
Allir landsmenn með tölu elska hálkuna, fyrir því hef ég staðfastar heimildir.
Við vöknum að morgni dags, lítum út um gluggann og sjáum kuldann og vosbúðina úti fyrir og segjum með sjálfum okkur; loksins, loksins kom hálkan.
Ég hef oft verið þekkt sem hrakfallabálkur og er tíðni hrakfallanna mest á veturna, eimmitt þegar hálkan lætur sjá sig og hef ég þess vegna ákveðið að læsa mig inni hvern þann dag sem hálkan lætur sjá sig til sparnaðar á mjög háum sjúkrahúsreikningum sem berast um þetta tímabil inn um bréfalúguna.
Þeir sem vilja ná sambandi við mig eru vinsamlegast beðnir um að gera það í gegnum síma, internet eða með hjálp bréfdúfu!
Þar til þiðnar...
miðvikudagur, nóvember 10
Tilkynning!:
Leiktu Betur- spunakeppni framhaldsskólanna fer fram fimmtudaginn 11.nóv kl 19:00 í Tjarnarbíó(frítt inn!!!)
Fólk er hvatt til að mæta örlítið fyrr, því vanalega er troðfullur salur, enda ekki að undra því hér er á ferðinni einhver skemmtilegasta keppni í sögu keppna!
Ykkur einlæg mun keppa fyrir hönd FG ásamt Önnu Guðný,Lenu og Bryndísi og höfum við staðið í ströngu við undirbúning, m.a. skroppið í æfingarbúðir í Austur-Búlgaríu.
Leiktu Betur- spunakeppni framhaldsskólanna fer fram fimmtudaginn 11.nóv kl 19:00 í Tjarnarbíó(frítt inn!!!)
Fólk er hvatt til að mæta örlítið fyrr, því vanalega er troðfullur salur, enda ekki að undra því hér er á ferðinni einhver skemmtilegasta keppni í sögu keppna!
Ykkur einlæg mun keppa fyrir hönd FG ásamt Önnu Guðný,Lenu og Bryndísi og höfum við staðið í ströngu við undirbúning, m.a. skroppið í æfingarbúðir í Austur-Búlgaríu.
aðdáendaklúbbur www.hrebbna.tk vinsamlegast beðinn um að athuga það að skyldumæting er á staðinn!
-leikur betur-
föstudagur, nóvember 5
Sakamálasaga I
Meðlimir grúbbunnar mættu í skólann á miðvikudaginn síðasta og misstu andlitið í orðsins fyllstu merkingu, og hér verður skýrt frá sakamáli því sem enn er í rannsókn.
Aðsetur grúbbunnar hefur oft gengið undir ýmsum nöfnum, en þekkja flestir það undir nafninu "hornið"-eða "hoddnið" eins og það er borið fram á okkar fagra blandaða tungumáli.
Hingað til höfum við meðlimir þurft að þola ýmislegt, mótmæli frauleininnar,líkþornamannsins, einelti frá 3.hæð og nefnið það..það hefur gerst.
En af einhverjum ástæðum höfum við alltaf þraukað og héldum á tímabili að við værum búnar að sigra fraulein í matsölumálinu svokallaða, en svo reyndist ekki.
Þegar meðlimir grúbbunnar mættu sifjaðir og margir illa fyrir kallaðir í skólann að morgni miðvikudagsins 3. nóvember löbbuðu þeir sem leið lá inn í horn og ætluðu nokkrir að leggjast niður í sófana okkar.. en engir sófar voru á staðnum.
Einn ætlaði að leggja vatnsglasið sitt á borð, en ekkert var borðið.
Þegar enn annar ætlaði í öngum sínum að kveikja á útvarpinu kom hann að engu útvarpi.
Allt okkar hafurtask var horfið og engar útskýringar!
Eftir miklar vangaveltur komumst við að því að hafurtask okkar hafði verið fært upp um eina hæð, allt nema útvarpið sem var okkur mjög kært.
Meðlimir grúbbunnar ærðust sumir, og nokkrir hafa ekki enn náð að jafna sig og eru nú í meðferð í Borgarnesi, en sumir tóku saman höndum og færðu dótið okkar aftur niður í mótmælaskyni.
Undirrituð fór með skjálfandi bein að ræða við fraulein um þetta dularfulla mál, og var hún blíð sem kettlingur og vissi ekkert meira en við.
Þegar leið og beið á daginn og eftir mikla hjálp frá fraulein sem skyndilega vildi allt fyrir okkur gera, fengum við þær fregnir að þetta hafði verið gert af yfirmönnum skólans, einfaldlega vegna þess að á næstu dögum verður skipt út húsgögnum sem eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla rassa enda sófarnir ekki endilega þeir þægilegustu en þeir þjónuði sínum tilgangi.
Þrátt fyrir gleðilega lausn hefur ekkert enn heyrst né frést af útvarpinu okkar og hefur sakamálanefnd www.hrebbna.tk hafið störf við þetta dularfulla hvarf.
Þeir sem hafa orðið varir við útvarpið okkar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða sem fyrst, því þess er sárt saknað.
www.hrebbna.tk
-og fraulein eru eitt-
Meðlimir grúbbunnar mættu í skólann á miðvikudaginn síðasta og misstu andlitið í orðsins fyllstu merkingu, og hér verður skýrt frá sakamáli því sem enn er í rannsókn.
Aðsetur grúbbunnar hefur oft gengið undir ýmsum nöfnum, en þekkja flestir það undir nafninu "hornið"-eða "hoddnið" eins og það er borið fram á okkar fagra blandaða tungumáli.
Hingað til höfum við meðlimir þurft að þola ýmislegt, mótmæli frauleininnar,líkþornamannsins, einelti frá 3.hæð og nefnið það..það hefur gerst.
En af einhverjum ástæðum höfum við alltaf þraukað og héldum á tímabili að við værum búnar að sigra fraulein í matsölumálinu svokallaða, en svo reyndist ekki.
Þegar meðlimir grúbbunnar mættu sifjaðir og margir illa fyrir kallaðir í skólann að morgni miðvikudagsins 3. nóvember löbbuðu þeir sem leið lá inn í horn og ætluðu nokkrir að leggjast niður í sófana okkar.. en engir sófar voru á staðnum.
Einn ætlaði að leggja vatnsglasið sitt á borð, en ekkert var borðið.
Þegar enn annar ætlaði í öngum sínum að kveikja á útvarpinu kom hann að engu útvarpi.
Allt okkar hafurtask var horfið og engar útskýringar!
Eftir miklar vangaveltur komumst við að því að hafurtask okkar hafði verið fært upp um eina hæð, allt nema útvarpið sem var okkur mjög kært.
Meðlimir grúbbunnar ærðust sumir, og nokkrir hafa ekki enn náð að jafna sig og eru nú í meðferð í Borgarnesi, en sumir tóku saman höndum og færðu dótið okkar aftur niður í mótmælaskyni.
Undirrituð fór með skjálfandi bein að ræða við fraulein um þetta dularfulla mál, og var hún blíð sem kettlingur og vissi ekkert meira en við.
Þegar leið og beið á daginn og eftir mikla hjálp frá fraulein sem skyndilega vildi allt fyrir okkur gera, fengum við þær fregnir að þetta hafði verið gert af yfirmönnum skólans, einfaldlega vegna þess að á næstu dögum verður skipt út húsgögnum sem eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla rassa enda sófarnir ekki endilega þeir þægilegustu en þeir þjónuði sínum tilgangi.
Þrátt fyrir gleðilega lausn hefur ekkert enn heyrst né frést af útvarpinu okkar og hefur sakamálanefnd www.hrebbna.tk hafið störf við þetta dularfulla hvarf.
Þeir sem hafa orðið varir við útvarpið okkar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða sem fyrst, því þess er sárt saknað.
www.hrebbna.tk
-og fraulein eru eitt-
þriðjudagur, nóvember 2
Áfall dagsins
Hrebbnan hefur verið undir stöðugu eftirliti sálfræðinga í allan dag vegna atburðar sem átti sér stað síðastliðna nótt.
Atburður þessi átti sér stað meðan hrebbnan svaf á sínu græna, alveg grunlaus um það áfall sem var í vændum.
Hrebbnan var í fastasvefni þegar kattarkvikindi eitt sá einhvern skemmtilegann leik í því að fara inn um gluggann á svefnherbergi hennar, sem er beint fyrir ofan rúm hinnar grunlausu-réttara sagt beint fyrir ofan þar sem andlitið snýr vanalega.
Kötturinn stekkur á hrebbnuna í svefni og lenti eins og fimleikamær á andliti hennar.
Hún vaknar og æpir af sínum lífs og sálarkröftum og kastar kvikindinu í bræði sinni á gólfið þar sem hann mændi á hana saklausum kattaraugum.
Hrebbnan vorkenndi kettinum ekki baun og vísaði honum sömuleið út og hann kom inn.
Eftir þessa hræðilegu vakningu hefur hrebbnan ekki sofnað, og mun að öllum líkindum forðast ketti um hríð.
Frekari fregnir af hrebbnunni er hægt að fá á hrefna_@hotmail.com
www.hrebbna.tk
-mjáw-
Hrebbnan hefur verið undir stöðugu eftirliti sálfræðinga í allan dag vegna atburðar sem átti sér stað síðastliðna nótt.
Atburður þessi átti sér stað meðan hrebbnan svaf á sínu græna, alveg grunlaus um það áfall sem var í vændum.
Hrebbnan var í fastasvefni þegar kattarkvikindi eitt sá einhvern skemmtilegann leik í því að fara inn um gluggann á svefnherbergi hennar, sem er beint fyrir ofan rúm hinnar grunlausu-réttara sagt beint fyrir ofan þar sem andlitið snýr vanalega.
Kötturinn stekkur á hrebbnuna í svefni og lenti eins og fimleikamær á andliti hennar.
Hún vaknar og æpir af sínum lífs og sálarkröftum og kastar kvikindinu í bræði sinni á gólfið þar sem hann mændi á hana saklausum kattaraugum.
Hrebbnan vorkenndi kettinum ekki baun og vísaði honum sömuleið út og hann kom inn.
Eftir þessa hræðilegu vakningu hefur hrebbnan ekki sofnað, og mun að öllum líkindum forðast ketti um hríð.
Frekari fregnir af hrebbnunni er hægt að fá á hrefna_@hotmail.com
www.hrebbna.tk
-mjáw-
miðvikudagur, október 27
Varúð-EFTIRLIT!
Þessa vikuna hefur fólk verið að velta því fyrir sér hvar ég hef verið, þá sérstaklega í skólanum.
Fyrir ykkur kæru vinir kem ég með útskýringu!
Ég,Hrefna Þórarinsdóttir hef læst mig inni á klósetti frá kl. 12:30-13:00 á degi hverjum(sem fyrir þá sem eru ekki í FG er hádegishléið okkar).
Ástæðan fyrir þessu uppátæki mínu er sú að nú geta nemendur FG ekki lengur snætt hádegisverð sinn utan matsalarins nema undir eftirliti gamals karls með líkþorn sem bíður þess eins að geta komist á eftirlaun.
Enginn sleppur lifandi út úr matsalnum ef hann er með eitthvað matarkyns á sér, hvort sem það er í töskunni,munninum eða hendinni því herrann hefur augu allstaðar og hikar ekki við að láta siga hundinum sínum, fraulein á okkur saklausa nemendur sem ætluðum bara að fá okkur smá í gogginn til að lifa langann og strangann daginn af.
Er virkilega svona fyrir okkur komið kæru vinir?
Þurfum við virkilega að hafa eftirlitsmann yfir okkur meðan við borðum hádegismatinn?
Ég hef fengið nóg, það eina sem ég vil er að borða minn hádegismat í friði og ró án þess að þurfa að ganga um með þann hnút í maganum að í þetta sinn verði ég gómuð!
Á morgun, já á morgun segji ég(eða hinn daginn) skal ég sko koma með matinn minn og troða honum í mig fyrir framan þau fyrir utan matsalinn og frussa honum svo framan í þau!
www.hrebbna.tk
-hefur fengið nóg!-
Þessa vikuna hefur fólk verið að velta því fyrir sér hvar ég hef verið, þá sérstaklega í skólanum.
Fyrir ykkur kæru vinir kem ég með útskýringu!
Ég,Hrefna Þórarinsdóttir hef læst mig inni á klósetti frá kl. 12:30-13:00 á degi hverjum(sem fyrir þá sem eru ekki í FG er hádegishléið okkar).
Ástæðan fyrir þessu uppátæki mínu er sú að nú geta nemendur FG ekki lengur snætt hádegisverð sinn utan matsalarins nema undir eftirliti gamals karls með líkþorn sem bíður þess eins að geta komist á eftirlaun.
Enginn sleppur lifandi út úr matsalnum ef hann er með eitthvað matarkyns á sér, hvort sem það er í töskunni,munninum eða hendinni því herrann hefur augu allstaðar og hikar ekki við að láta siga hundinum sínum, fraulein á okkur saklausa nemendur sem ætluðum bara að fá okkur smá í gogginn til að lifa langann og strangann daginn af.
Er virkilega svona fyrir okkur komið kæru vinir?
Þurfum við virkilega að hafa eftirlitsmann yfir okkur meðan við borðum hádegismatinn?
Ég hef fengið nóg, það eina sem ég vil er að borða minn hádegismat í friði og ró án þess að þurfa að ganga um með þann hnút í maganum að í þetta sinn verði ég gómuð!
Á morgun, já á morgun segji ég(eða hinn daginn) skal ég sko koma með matinn minn og troða honum í mig fyrir framan þau fyrir utan matsalinn og frussa honum svo framan í þau!
www.hrebbna.tk
-hefur fengið nóg!-
sunnudagur, október 24
Bingó
.....er skemmtileg íþrótt!
Á föstudaginn var undirrituð ásamt skvísunum Söru og Elísu Hildi aðgerðalaus sem gerist eigi oft. Eftir mikla umhugsun kom hugmyndin að fara á Bingó í Vinabæ upp, og hví ekki að skella sér á eitt slíkt.
Við löbbuðum inn í salinn og lækkuðum meðalaldurinn um svona c.a. 50-60 ár á einni sekúndu.
Við skimuðum eftir sætum, og fundum loks sæti hjá þaulvönum bingóspilara.
Það var alveg greinilegt að við vorum nýgræðingar í bingóspilun því allir þaulvönu bingóspilararnir voru með sérstaka bingópenna,bingóspik,bingórödd og hvað eina...við vorum svolítið útúr.
Dauðaþögn í salnum.
Bingókallarinn kallar upp tölurnar og nýgræðingarnir reyna að fylgjast með, en fá vel þegna hjálp frá þaulvana bingóspilaranum á sama borði.
Skyndilega er kallað bingó og uppi verður fótur og fit í salnum..fólk rífur bingóblöðin sín í ofvæni!
Bingónýgræðingarnir verða skelfingu lostnir en eftir stutt stopp erum við komnar á fullt í leikinn.
Eftir nokkrar umferðir og ekki nema eitt bingó sem Elísa Hildur á heiðurinn af fengum við nóg og yfirgáfum svæðið.
--------
Eftir þetta alltsaman fór ég að spá í það að bingó væri bara alls ekki hættulaus íþrótt.
Gamla fólkið situr þarna með vonirnar bundnar við tölur sem eru á spjaldi í grafarþögn, svo skyndilega er kallað bingó og fólkinu bregður og tilfinningarnar fara á flug....er þetta hollt spyr ég nú bara?
-------
En þrátt fyrir allt vil ég endilega hvetja sem flesta að fara á bingó við tækifæri...alveg fín skemmtun!
www.hrebbna.tk
-spilar bingó-
.....er skemmtileg íþrótt!
Á föstudaginn var undirrituð ásamt skvísunum Söru og Elísu Hildi aðgerðalaus sem gerist eigi oft. Eftir mikla umhugsun kom hugmyndin að fara á Bingó í Vinabæ upp, og hví ekki að skella sér á eitt slíkt.
Við löbbuðum inn í salinn og lækkuðum meðalaldurinn um svona c.a. 50-60 ár á einni sekúndu.
Við skimuðum eftir sætum, og fundum loks sæti hjá þaulvönum bingóspilara.
Það var alveg greinilegt að við vorum nýgræðingar í bingóspilun því allir þaulvönu bingóspilararnir voru með sérstaka bingópenna,bingóspik,bingórödd og hvað eina...við vorum svolítið útúr.
Dauðaþögn í salnum.
Bingókallarinn kallar upp tölurnar og nýgræðingarnir reyna að fylgjast með, en fá vel þegna hjálp frá þaulvana bingóspilaranum á sama borði.
Skyndilega er kallað bingó og uppi verður fótur og fit í salnum..fólk rífur bingóblöðin sín í ofvæni!
Bingónýgræðingarnir verða skelfingu lostnir en eftir stutt stopp erum við komnar á fullt í leikinn.
Eftir nokkrar umferðir og ekki nema eitt bingó sem Elísa Hildur á heiðurinn af fengum við nóg og yfirgáfum svæðið.
--------
Eftir þetta alltsaman fór ég að spá í það að bingó væri bara alls ekki hættulaus íþrótt.
Gamla fólkið situr þarna með vonirnar bundnar við tölur sem eru á spjaldi í grafarþögn, svo skyndilega er kallað bingó og fólkinu bregður og tilfinningarnar fara á flug....er þetta hollt spyr ég nú bara?
-------
En þrátt fyrir allt vil ég endilega hvetja sem flesta að fara á bingó við tækifæri...alveg fín skemmtun!
www.hrebbna.tk
-spilar bingó-
mánudagur, október 18
Bylting á sviði tónlistar!
Kæru lesendur.
Ný hljómsveit er komin á markaðinn og hefur hlotið nafnið :
Júgóslavneska Jarðarfararbandið.
Hljómsveitin var stofnuð í apríl 2004 og hefur legið í dvala frá stofndegi en er nú risin upp frá dauðum og mun tröllríða íslenskum tónlistarmarkaði bráðlega.
Bandið hélt nú á dögunum sína fyrstu tónleika á Arnarhól þar sem tekin voru lög eins og; rúllandi rúllandi og hókípóki og voru m.a. meðlimir freknuverndunarfélagsins og www.hrebbna.tk boðið að fylgjast með þessum stórviðburði.
Hljómsveitin er tilbúin að taka ýmiss verkefni að sér t.d. söng í brúðkaupum,fermingum,affermingum,skírnum,afmælum,meðmælum og á fleiri stöðum þar sem stuð ríkir.
Á döfinni er t.d. frumflutningur slagarans "..ég finn það oní maga" og "hátt upp til hlíða".
Þeir sem hafa áhuga á að bóka Júgóslavneska Jarðarfararbandið er bent á pöntunarþjónustu í gegnum commentin á síðunni www.hrebbna.tk
www.hrebbna.tk
-í bransanum-
Kæru lesendur.
Ný hljómsveit er komin á markaðinn og hefur hlotið nafnið :
Júgóslavneska Jarðarfararbandið.
Hljómsveitin var stofnuð í apríl 2004 og hefur legið í dvala frá stofndegi en er nú risin upp frá dauðum og mun tröllríða íslenskum tónlistarmarkaði bráðlega.
Bandið hélt nú á dögunum sína fyrstu tónleika á Arnarhól þar sem tekin voru lög eins og; rúllandi rúllandi og hókípóki og voru m.a. meðlimir freknuverndunarfélagsins og www.hrebbna.tk boðið að fylgjast með þessum stórviðburði.
Hljómsveitin er tilbúin að taka ýmiss verkefni að sér t.d. söng í brúðkaupum,fermingum,affermingum,skírnum,afmælum,meðmælum og á fleiri stöðum þar sem stuð ríkir.
Á döfinni er t.d. frumflutningur slagarans "..ég finn það oní maga" og "hátt upp til hlíða".
Þeir sem hafa áhuga á að bóka Júgóslavneska Jarðarfararbandið er bent á pöntunarþjónustu í gegnum commentin á síðunni www.hrebbna.tk
www.hrebbna.tk
-í bransanum-
laugardagur, október 16
Eldheit sýning!
Kæru lesendur!
Undanfarna viku hef ég farið alls 4 sinnum í leikhús og hver ferð annari betri, en gærkveldið toppaði allt sem toppa verður.
Ég, saklaus áhorfandi sat í sæti mínu á Svartri Mjólk, nýkomin inn í salinn eftir hlé og beið eftir því að leikhús andinn svifi yfir á ný þegar brunabjallan fór í gangi.
Upp hófst mikið skvaldur og fólk fór að velta fyrir sér hvort það væri nokkuð kviknað.
Skyndilega kom kona inn í salinn og tjáði okkur að allt væri undir kontról, það væri bara plat í brunarvarnarkerfinu og allt væri í fínu lagi.
Eftir eina mínútu kom fyrrnefnd kona aftur í salinn og bað okkur áhorfendur vinsamlegast um að rýma salinn því eldur væri kviknaður í kjallaranum.
Fólk óttaðist um líf sítt, en undirrituð labbaði í hinum mestu rólegheitum.
Um 600 manns voru samankomnir fyrir utan leikhús allra landsmanna og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur Edit Piaf sem var eimmit verið að sýna á stóra sviðinu gerði sér lítið fyrir og byrjaði að syngja á tröppum leikhússins við mikinn fögnuð áhorfenda og loks kom hljómsveit hússins til hennar og byrjaði að spila undir.
Eftir um 30 mín. útiveru og skemmtun var okkur loks óhætt að fara aftur inn og horfa á restina af leikritinu.
Þetta var allavega eins skemmtilegasta brenna sem ég hef farið á, það eitt er víst.
www.hrebbna.tk
-alltaf allstaðar-
Kæru lesendur!
Undanfarna viku hef ég farið alls 4 sinnum í leikhús og hver ferð annari betri, en gærkveldið toppaði allt sem toppa verður.
Ég, saklaus áhorfandi sat í sæti mínu á Svartri Mjólk, nýkomin inn í salinn eftir hlé og beið eftir því að leikhús andinn svifi yfir á ný þegar brunabjallan fór í gangi.
Upp hófst mikið skvaldur og fólk fór að velta fyrir sér hvort það væri nokkuð kviknað.
Skyndilega kom kona inn í salinn og tjáði okkur að allt væri undir kontról, það væri bara plat í brunarvarnarkerfinu og allt væri í fínu lagi.
Eftir eina mínútu kom fyrrnefnd kona aftur í salinn og bað okkur áhorfendur vinsamlegast um að rýma salinn því eldur væri kviknaður í kjallaranum.
Fólk óttaðist um líf sítt, en undirrituð labbaði í hinum mestu rólegheitum.
Um 600 manns voru samankomnir fyrir utan leikhús allra landsmanna og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur Edit Piaf sem var eimmit verið að sýna á stóra sviðinu gerði sér lítið fyrir og byrjaði að syngja á tröppum leikhússins við mikinn fögnuð áhorfenda og loks kom hljómsveit hússins til hennar og byrjaði að spila undir.
Eftir um 30 mín. útiveru og skemmtun var okkur loks óhætt að fara aftur inn og horfa á restina af leikritinu.
Þetta var allavega eins skemmtilegasta brenna sem ég hef farið á, það eitt er víst.
www.hrebbna.tk
-alltaf allstaðar-
föstudagur, október 8
Enn eitt samsærið- hvar endar þetta?
Kæru lesendur
Ég hef komið upp um enn eitt samsærið sem skólayfirvöld bera ábyrgð á.
Samsæri þetta ber það saklausa nafn; vetrarfrí og hljómar frekar skemmtilega fyrir þá sem átta sig ekki á staðreyndunum.
Ég hef nefnilega komist að því að tilgangurinn með þessu vetrarfríi er að láta saklausa framhaldsskólanemendur halda að yfirvöld séu að gera þeim greiða með þessu fríi..en svo er ekki kæru vinir.
Málið er að eftir þetta frí eiga eftir að hellast yfir ykkur verkefni-próf-próf-próf o.s.frv. í tugatali og er fríið einungist til þess gert að hafa ykkur góð.
Þá geta kennarar komið með það svar ef saklaus nemendi kvartar yfir skyndilega miklu álagi að hanns kuli nú ekkert vera að kveina..hann sé nýkominn úr fríi og hafi bara gott af því að læra svolítið í sinn litla haus.
Látum ekki blekkjast lengur og verum viðbúin áfallinu sem skellur á bráðlega....
Uppljóstrarar www.hrebbna.tk
Kæru lesendur
Ég hef komið upp um enn eitt samsærið sem skólayfirvöld bera ábyrgð á.
Samsæri þetta ber það saklausa nafn; vetrarfrí og hljómar frekar skemmtilega fyrir þá sem átta sig ekki á staðreyndunum.
Ég hef nefnilega komist að því að tilgangurinn með þessu vetrarfríi er að láta saklausa framhaldsskólanemendur halda að yfirvöld séu að gera þeim greiða með þessu fríi..en svo er ekki kæru vinir.
Málið er að eftir þetta frí eiga eftir að hellast yfir ykkur verkefni-próf-próf-próf o.s.frv. í tugatali og er fríið einungist til þess gert að hafa ykkur góð.
Þá geta kennarar komið með það svar ef saklaus nemendi kvartar yfir skyndilega miklu álagi að hanns kuli nú ekkert vera að kveina..hann sé nýkominn úr fríi og hafi bara gott af því að læra svolítið í sinn litla haus.
Látum ekki blekkjast lengur og verum viðbúin áfallinu sem skellur á bráðlega....
Uppljóstrarar www.hrebbna.tk
mánudagur, október 4
Gone with the wind...
Kæru lesendur
Rétt áðan sá ég kött nágrannans fljúga fram hjá glugga mínum, og fylgdi nágranninn á eftir stuttu síðar.
Fyrir um klukkustund hvarf reiðhjól mitt sem ég hef átt í háa herrans tíð út í buskan og verður þess saknað sárt.
Rokið er svo mikið hér á Álftanesinu að enginn er óhultur, hvorki menn,kettir eða reiðhjól.
Ef veðrir heldur svona áfram í nótt gæti vel verið að ég vakni bara í Færeyjum í fyrramálið
Fylgist með..
Veðurfregnadeild www.hrebbna.tk
Kæru lesendur
Rétt áðan sá ég kött nágrannans fljúga fram hjá glugga mínum, og fylgdi nágranninn á eftir stuttu síðar.
Fyrir um klukkustund hvarf reiðhjól mitt sem ég hef átt í háa herrans tíð út í buskan og verður þess saknað sárt.
Rokið er svo mikið hér á Álftanesinu að enginn er óhultur, hvorki menn,kettir eða reiðhjól.
Ef veðrir heldur svona áfram í nótt gæti vel verið að ég vakni bara í Færeyjum í fyrramálið
Fylgist með..
Veðurfregnadeild www.hrebbna.tk
sunnudagur, október 3
Áttu við vandamál að stríða?
Hér á síðunni hefur allsherjar ráðgjafi hafið störf, og tími til kominn.
Ráðgjafinn hefur hlotið nafnið Bobby Sue og bið ég lesendur að koma með nokkur vandamál sem þeir glíma við í einrúmi og athuga hvort hann Bobby okkar geti ekki gefið ykkur nokkur góð og gild ráð.
Vandamálin mega berast á tölvupóstformi(hrefna_@hotmail.com, í commentunum eða einfaldlega í gegnum telefón.
101% nafnleynd er lofað og vonar undirrituð að lesendur grípi gæsina meðan hún gefst.
Með kveðju
Nýjungadeild www.hrebbna.tk
Hér á síðunni hefur allsherjar ráðgjafi hafið störf, og tími til kominn.
Ráðgjafinn hefur hlotið nafnið Bobby Sue og bið ég lesendur að koma með nokkur vandamál sem þeir glíma við í einrúmi og athuga hvort hann Bobby okkar geti ekki gefið ykkur nokkur góð og gild ráð.
Vandamálin mega berast á tölvupóstformi(hrefna_@hotmail.com, í commentunum eða einfaldlega í gegnum telefón.
101% nafnleynd er lofað og vonar undirrituð að lesendur grípi gæsina meðan hún gefst.
Með kveðju
Nýjungadeild www.hrebbna.tk
miðvikudagur, september 22
Tilraun til menntunar:
Stundum geta einföldustu hlutir vafist fyrir manni, eins og að lesa á klukku eða reima skó.
Starfsmenn www.hrebbna.tk vilja láta sitt eftir liggja og tóku þá ákvörðun í vikunni að reyna að leysa svona minniháttar vandamál.
Hér á eftir geri ég tilraun að kenna þeim fáfróðu að reima skó með vonandi góðum árangri.
Að reima skó 103- kennari Hrefna Þórarinsdóttir
Ágætu nemendur.
Þið eruð hér komin til þess að reyna í eitt skipti fyrir öll að reima skóna ykkar.
Byrjum á byrjuninni....
Þetta er fótur, hann er mikilvægur þáttur í áfanganum.
Þetta er skór, einnig mikilvægur þáttur í áfanganum.
Við byrjum á því að finna skó við okkar hæfi, skó með reimum.
Fóturinn(í þessu tilfelli hægri) er settur í hægri skó.
Varúð: oft vill til að byrjendur lendi í svokallaðri "krummafótakrísu" eða "krummofotocrisio" á fræðimáli. Ekki örvænta því hana má leysa einfaldlega með því að taka skóinn af þeim fæti sem hann á ekki heima á.
Þegar fóturinn er kominn í skóinn er hafist handa. Leggið reimarnar til hliðar við skóinn eins og sjá má hér þannig að engin flækja sé á þeim.
Takið síðan reimarnar í sitthvora höndina og gerið venjulegan hnút.
Hér ætti að staldra aðeins við og anda nokkrum sinnum inn og út(að læknisráði) .
Þegar hnúturinn hefur verið búinn til skal taka þá skóreim sem er á vinstri hönd og mynda með henni einskonar lykkju. Því næst má taka þá skóreim sem er á hægri hönd og vefja henni utan um "lykkjuna" lauslega eins og hér má sjá.
Því næst skulum við endurtaka öndunarferlið...inn út, inn inn út.
Nú er komið að erfiða hlutanum. Við tökum þá skóreim sem vafin var utan um "lykkjuna" í gegnum gat sem undir venjulegum kringumstæðum myndast við gerð lykkjunnar og myndum með henni aðra lykkju, og herðum fast.
Út fáum við slaufu.
Endurtakið síðan þetta ferli á hinum fætinum og útkoman ætti að vera rétt reimaðir skór á báðum fótum.
Einnig er hægt að mynda tvöfalda slaufu með reimunum, en það er einungis fyrir lengra komna og er ekki mælt með að nýnemar í skóreimingum ættu að reyna það án eftirlits.
Árangurinn er augljós; ekki lengur lausar skóreimar og þið getið gengið um göturnar stolt, því þið reimuðuð jú skónna ykkar sjálf.
Áfanganum Að reima skó 103 er lokið
Kennarinn þakkar gott hljóð og biður síðasta mann um að loka á eftir sér á leiðinni út.
Stundum geta einföldustu hlutir vafist fyrir manni, eins og að lesa á klukku eða reima skó.
Starfsmenn www.hrebbna.tk vilja láta sitt eftir liggja og tóku þá ákvörðun í vikunni að reyna að leysa svona minniháttar vandamál.
Hér á eftir geri ég tilraun að kenna þeim fáfróðu að reima skó með vonandi góðum árangri.
Að reima skó 103- kennari Hrefna Þórarinsdóttir
Ágætu nemendur.
Þið eruð hér komin til þess að reyna í eitt skipti fyrir öll að reima skóna ykkar.
Byrjum á byrjuninni....
Þetta er fótur, hann er mikilvægur þáttur í áfanganum.
Þetta er skór, einnig mikilvægur þáttur í áfanganum.
Við byrjum á því að finna skó við okkar hæfi, skó með reimum.
Fóturinn(í þessu tilfelli hægri) er settur í hægri skó.
Varúð: oft vill til að byrjendur lendi í svokallaðri "krummafótakrísu" eða "krummofotocrisio" á fræðimáli. Ekki örvænta því hana má leysa einfaldlega með því að taka skóinn af þeim fæti sem hann á ekki heima á.
Þegar fóturinn er kominn í skóinn er hafist handa. Leggið reimarnar til hliðar við skóinn eins og sjá má hér þannig að engin flækja sé á þeim.
Takið síðan reimarnar í sitthvora höndina og gerið venjulegan hnút.
Hér ætti að staldra aðeins við og anda nokkrum sinnum inn og út(að læknisráði) .
Þegar hnúturinn hefur verið búinn til skal taka þá skóreim sem er á vinstri hönd og mynda með henni einskonar lykkju. Því næst má taka þá skóreim sem er á hægri hönd og vefja henni utan um "lykkjuna" lauslega eins og hér má sjá.
Því næst skulum við endurtaka öndunarferlið...inn út, inn inn út.
Nú er komið að erfiða hlutanum. Við tökum þá skóreim sem vafin var utan um "lykkjuna" í gegnum gat sem undir venjulegum kringumstæðum myndast við gerð lykkjunnar og myndum með henni aðra lykkju, og herðum fast.
Út fáum við slaufu.
Endurtakið síðan þetta ferli á hinum fætinum og útkoman ætti að vera rétt reimaðir skór á báðum fótum.
Einnig er hægt að mynda tvöfalda slaufu með reimunum, en það er einungis fyrir lengra komna og er ekki mælt með að nýnemar í skóreimingum ættu að reyna það án eftirlits.
Árangurinn er augljós; ekki lengur lausar skóreimar og þið getið gengið um göturnar stolt, því þið reimuðuð jú skónna ykkar sjálf.
Áfanganum Að reima skó 103 er lokið
Kennarinn þakkar gott hljóð og biður síðasta mann um að loka á eftir sér á leiðinni út.
laugardagur, september 18
Lottó
Alveg frá því að ég var barn í pampers bleyju hef ég velt því fyrir mér hvernig þessi blessaða vél virkar sem velur lottótölur kvöldsins fyrir landsmenn.
Fyrir mér er þessi vél mjög framandi, og eflaust er hún það líka fyrir ykkur hin.
Aldrei hef ég berum augum litið þessa vél, og hefði ekkert á móti því að skoða hana örlítið.
Svo fór ég að velta fyrir mér:
Ætli vélin sé geymd einhversstaðar á leynilegum stað, og er hún ein af sinni tegund?
Ætli það sé öryggisvörður sem hefur það eitt verk að passa vélina?
Er vélin til??
Ef einhver hefur svar við þessum spurningum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband
Vangaveltudeild www.hrebbna.tk
Alveg frá því að ég var barn í pampers bleyju hef ég velt því fyrir mér hvernig þessi blessaða vél virkar sem velur lottótölur kvöldsins fyrir landsmenn.
Fyrir mér er þessi vél mjög framandi, og eflaust er hún það líka fyrir ykkur hin.
Aldrei hef ég berum augum litið þessa vél, og hefði ekkert á móti því að skoða hana örlítið.
Svo fór ég að velta fyrir mér:
Ætli vélin sé geymd einhversstaðar á leynilegum stað, og er hún ein af sinni tegund?
Ætli það sé öryggisvörður sem hefur það eitt verk að passa vélina?
Er vélin til??
Ef einhver hefur svar við þessum spurningum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband
Vangaveltudeild www.hrebbna.tk
þriðjudagur, september 14
Tilkynning:
Dyggir lesendur síðunnar muna eflaust eftir hressu píunum í freknuverndarafélaginu sem birtu eitt sinn pistil á þessari fögru síðu við mikinn fögnuð almennings.
Þeir sem héldu að félagið væri dautt úr öllum æðum höfðu rangt fyrir sér, því þær stöllur Elísa Hildur og Kristín, formenn og einu meðlimir félagsins hafa komið sér upp heimasíðu sem vonandi mun vaxa og dafna með tímanum.
www.hrebbna.tk er klökk vegna ummæla í hennar garð á síðu þessari og ánægð með gott samstarf sem er nú á enda.
Freknur lengi lifi
Fréttamenn www.hrebbna.tk
Dyggir lesendur síðunnar muna eflaust eftir hressu píunum í freknuverndarafélaginu sem birtu eitt sinn pistil á þessari fögru síðu við mikinn fögnuð almennings.
Þeir sem héldu að félagið væri dautt úr öllum æðum höfðu rangt fyrir sér, því þær stöllur Elísa Hildur og Kristín, formenn og einu meðlimir félagsins hafa komið sér upp heimasíðu sem vonandi mun vaxa og dafna með tímanum.
www.hrebbna.tk er klökk vegna ummæla í hennar garð á síðu þessari og ánægð með gott samstarf sem er nú á enda.
Freknur lengi lifi
Fréttamenn www.hrebbna.tk
mánudagur, september 13
Ég var stödd í messu fyrir nokkru sem gerist ekki oft.
Ástæðan, jú það var verið að skíra lítinn frænda minn, auðvitað verður barnið nú að heita eitthvað.
Ég sat prúð ásamt fjölskyldumeðlimum mínum, hlýddi á prestinn lofa drottinn og hans gengi og söng sálma af fullum hálsi.
Þegar leið á messuna tók ég eftir aldraðri konu er sat fyrir aftan mig. Sú hafði ekki fagra söngrödd skal ég segja, en notaði hana þó óspart alla messuna.
Eftir mjög góða æfingu að bæla niður hlátur minn fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og gat ég ekki bælt hláturinn niður lengur er presturinn sagði ;" ég trúi á heilagann andra, heilaga almenna kirkju..."
Eftir messuna fór ég að velta þessu fyrir mér; hver er þessi Andri?
Höfum við lifað í misskilningi öll þessi ár?
Heitir maðurinn sem við þekkjum sem Jesú eða Guð í raun og veru Andri?
Ég er allavega farin að trúa á hinn heilaga Andra og bið ykkur kæru lesendur að trúa á hinn sama.
Amen fyrir Andra
Ástæðan, jú það var verið að skíra lítinn frænda minn, auðvitað verður barnið nú að heita eitthvað.
Ég sat prúð ásamt fjölskyldumeðlimum mínum, hlýddi á prestinn lofa drottinn og hans gengi og söng sálma af fullum hálsi.
Þegar leið á messuna tók ég eftir aldraðri konu er sat fyrir aftan mig. Sú hafði ekki fagra söngrödd skal ég segja, en notaði hana þó óspart alla messuna.
Eftir mjög góða æfingu að bæla niður hlátur minn fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og gat ég ekki bælt hláturinn niður lengur er presturinn sagði ;" ég trúi á heilagann andra, heilaga almenna kirkju..."
Eftir messuna fór ég að velta þessu fyrir mér; hver er þessi Andri?
Höfum við lifað í misskilningi öll þessi ár?
Heitir maðurinn sem við þekkjum sem Jesú eða Guð í raun og veru Andri?
Ég er allavega farin að trúa á hinn heilaga Andra og bið ykkur kæru lesendur að trúa á hinn sama.
Amen fyrir Andra
laugardagur, september 4
Stríðið endalausa
Oft hefur undirrituð bloggað um hið eilífa stríð sem var í gangi á milli fraulein matsölu, hinnar háttvirtu menntastofnunar og nemenda.
Eftir að fraulein matsala hafði veifað friðarflagginu fögnuðu nemendur ærlega, en við vorum ekki lengi í paradís.
Nú hefur svarti sauðurinn ....tja, köllum hana bara fraulein.
Nú hefur fraulein tekið völdið og ætlar sér aldeilis að nýta þau.
Nemendur fela sig inni á salernum, sitja sem fastast og bíða eftir næsta tíma og telja flísarnar á gólfinu þegar frauleinin labbar fram hjá, einungis vegna hræðslu og ótta við hana.
Ónefndur grúbbumeðlimur lenti allsvakalega í frauleininni fyrir nokkru er hún svaf á sínu græna eyra í hinni háttvirtu menntastofnun.
Frauleinin tjáði henni að nú skyldi hún opna augun, því það væri bannað að sofa í stofnuninni..(síðan hvenær?)
Saklaus framhaldsskólanemi þreyttur eftir kvöldið áður og ákvað að leggja sig í eyðu, hélt augum sínum opnum fyrir frauleinina og hefur vart sofið síðan.
Einnig hefur hún hafið herferð í skólanum að þar megi aðeins snæða sinn verð í svotilgerðum matsal, sem rúmar c.a. 100 nemendur í mestalagi sem er fáránlegt því skólinn er 600 manna. Þetta hefur leitt til þess að helmingur nemenda í skólanum sveltur langt fram eftir degi, lærir ekkert í kennslustundum vegna hungurverkja sem bitnar að á endanum á lokaprófunum..keðjuverkun þið skiljið.
En hingað og ekki lengra fraulein..við munum koma aftan að þér
Kveðja
Oft hefur undirrituð bloggað um hið eilífa stríð sem var í gangi á milli fraulein matsölu, hinnar háttvirtu menntastofnunar og nemenda.
Eftir að fraulein matsala hafði veifað friðarflagginu fögnuðu nemendur ærlega, en við vorum ekki lengi í paradís.
Nú hefur svarti sauðurinn ....tja, köllum hana bara fraulein.
Nú hefur fraulein tekið völdið og ætlar sér aldeilis að nýta þau.
Nemendur fela sig inni á salernum, sitja sem fastast og bíða eftir næsta tíma og telja flísarnar á gólfinu þegar frauleinin labbar fram hjá, einungis vegna hræðslu og ótta við hana.
Ónefndur grúbbumeðlimur lenti allsvakalega í frauleininni fyrir nokkru er hún svaf á sínu græna eyra í hinni háttvirtu menntastofnun.
Frauleinin tjáði henni að nú skyldi hún opna augun, því það væri bannað að sofa í stofnuninni..(síðan hvenær?)
Saklaus framhaldsskólanemi þreyttur eftir kvöldið áður og ákvað að leggja sig í eyðu, hélt augum sínum opnum fyrir frauleinina og hefur vart sofið síðan.
Einnig hefur hún hafið herferð í skólanum að þar megi aðeins snæða sinn verð í svotilgerðum matsal, sem rúmar c.a. 100 nemendur í mestalagi sem er fáránlegt því skólinn er 600 manna. Þetta hefur leitt til þess að helmingur nemenda í skólanum sveltur langt fram eftir degi, lærir ekkert í kennslustundum vegna hungurverkja sem bitnar að á endanum á lokaprófunum..keðjuverkun þið skiljið.
En hingað og ekki lengra fraulein..við munum koma aftan að þér
Kveðja
sunnudagur, ágúst 29
fimmtudagur, ágúst 26
Fréttir:
Myndir frá Busavíglsu FG eru komnar inn á síðuna, og þær má nálgast hér!
Njótið
Ljósmyndarar www.hrebbna.tk
Myndir frá Busavíglsu FG eru komnar inn á síðuna, og þær má nálgast hér!
Njótið
Ljósmyndarar www.hrebbna.tk
þriðjudagur, ágúst 24
Undir áhrifum
Eitt finnst undirritaðri mjög merkilegt og það er hvernig hinir ýmsu hlutir geta haft áhrif á mann.
Maður er ef til vill að keyra einn í bíl, heyrir eitthvað lag sem hefur svo mikil áhrif á mann að maður er að springa úr tilfinningum, góðum eða slæmum.
Undirrituð var t.d. að koma af myndinni Dirty Dancing 2(sem starfsmenn síðunnar mæla hiklaust með) og það eina sem henni langar að gera er að spranga um götur höfuðborgarinnar, dansandi suðræna og seiðandi dansa með blóm í hárinu og fagran pilt til að dansa við...
er einhver sjálfboðaliði til í fjörið?
Eitt finnst undirritaðri mjög merkilegt og það er hvernig hinir ýmsu hlutir geta haft áhrif á mann.
Maður er ef til vill að keyra einn í bíl, heyrir eitthvað lag sem hefur svo mikil áhrif á mann að maður er að springa úr tilfinningum, góðum eða slæmum.
Undirrituð var t.d. að koma af myndinni Dirty Dancing 2(sem starfsmenn síðunnar mæla hiklaust með) og það eina sem henni langar að gera er að spranga um götur höfuðborgarinnar, dansandi suðræna og seiðandi dansa með blóm í hárinu og fagran pilt til að dansa við...
er einhver sjálfboðaliði til í fjörið?
sunnudagur, ágúst 22
Portúgal- part2
Laugardagurinn 7.ágúst:
Dagurinn var frekar súr.
Undirrituð,Elísa,Sara,Stjáni,Erna og Adam fórum saman í mollið meðan Elísa Hildur hjúkraði Lísu í þynkunni.
Ekkert fór eins og við vildum. Það var allt allt allt of heitt til að versla og allir þunnir og vitlausir, og eftir áfengiskaup í stórmarkaðinum var haldið heim á leið.
Um kvöldið var svo hitað upp á svölunum eins og vanalega, og síðan var skundað á Matt´s bar eins og vanalega.
Þar hittum við Norsarana síkátu og Elísa kynntist hinum undurfagra Stiani enn betur.
Ég,Kolla,Elísa Hildur og Lísa fórum siðan í heimsókn á Forte De Oura þar sem norsararnir dvöldu og Lísa fékk sér sundsprett(svona til að láta renna af sér) meðan við spjölluðum við einhverja mishressa Hollendinga.
Þegar okkur loks tókst að fá Lísu upp úr lauginni var haldið heim á leið.
Sunnudagurinn 8.ágúst:
Ég,Elísa Hildur og Erna héldum í verslunarleiðangur á The Strip eftir sólbað, þ.e. seinnipartinn meðan aðrir ferðalangar sváfu á sínu græna eyra.
Um kl 7 var svo haldið heim á leið til að sjæna sig því planið var að fara á froðudiskótek á Kadoc um kvöldið.
Eftir mikla drykkju á svölunum var haldið á Matt´s bar og dvöldum við þar með norsurum og fleiri útlendingum þar til um 3. leytið.
Þá settist hópurinn á hringtorg neðst á The Strip þar sem rúta átti að sækja okkur til að fara að fyrrnefnt froðudiskó.
Eftir um 40 min. bið og fjölmörg íslensk sönglög gáfust nokkrir upp og vildu halda djamminu áfram í stað þess að bíða.
Þegar við loks gerðum okkur grein fyrir því að rútan væri ekkert á leiðinni gáfust Lísa,Elísa Hildur og Elísa upp og fóru aftur á djammið.
Eftir voru sem sagt Ég,Sara og Stjáni ásamt þónokkrum íslendingum og var ákvörðun tekin um að taka leigubíl, því ekki vildum við missa af froðufjörinu.
Eftir bílferð sem aldrei mun gleymast(við vorum hætt komin vegna ofsaaksturs leigubílstjórans) komum við loks á Kadoc.
Staðurinn var fáránlega stór..3 hæðir og 5000 manna.
Froðan var alveg mögnuð...þrátt fyrir of ágenga pilta á dansgólfinu.
Ég týndi krökkunum á gólfinu, ekki furða því froðan náði upp fyrir höfuð og allir litu út eins og snjókarlar..en sem betur fer fann ég þau eftir stutta stund.
Blaut, en sátt tókum við svo leigubíl heim og fórum í háttinn.
Mánudagurinn 9.ágúst:
Við stelpurnar fórum saman í mollið, en Elísa var heima.
Kvöldið fór svo í djamm á Matt´s bar(minnir mig) og endaði niðri á strönd þar sem gítarinn var óspart notaður.
Þriðjudagurinn 10.ágúst:
Dagurinn er allir í móðu..ekkert spes hefur gerst...
Um kvöldið var haldið á Bar Crawl, eða Pöbbarölt sem Bretinn hann Sean plataði okkur á.
Bar Crawl, svo ég útskýri það nánar var hópferð(200 manns)milli staða og á hverjum stað voru drykkjuleikir og frí skot á liðið og rúsínan í pylsuendanum var ferð á næturklúbbinn Kiss.
Á Crawlinu hittum við margan landann, Fatou og vinkonur hennar ásamt strákum úr Hafnarfirði(Hákon,Egill,Elli ofl.).
Við stelpurnar gáfumst samt upp á þessu og fórum í næstu áfengisverslun og drukkum okkur hressar og fórum svo upp á hótel, nánar tiltekið á svalirnar þar sem við slógum upp partý fyrir okkur og norsarana.
Eitthvað var Amor að boðflennast á svæðinu og skaut Elísu Hildi okkar beint í hjartastað en hún fann rómantíkina hjá Vegari hinum norska. Við sem fengum nóg af rómatíkinni hjá Elísunum fórum beinustu leið upp á Matt´s bar og gerðum gott úr kveldinu, en þær stöllur enduðu víst niðri á strönd með Stian og Vegari.
Miðvikudagurinn 11.ágúst:
Okkur tókst loksins að vakna á temmilegum tíma, eða um hádegi og sleiktum sólina mestan part af deginum.
Elísurnar fóru á rómantískt stefnumót á ströndinni allan daginn..en seinnipartinn fóru Ég,Erna,Sara,Stjáni,Lísa og Adam niður í gamla bæ og kíktum á stemninguna þar.
Um kvöldið fórum við svo allar stelpurnar út að borða með Norsurunum og flestar enduðu í fyrirpartý hjá þeim, en ég og sara höfðum það kósý uppi á svölum á okkar hóteli, og Stjáni kíkti í heimsókn á elskuna sína(Söru)en þau náðu vel saman í ferðinni. Við hittum krakkana loks uppi á Matt´s bar þar sem kvöldinu var eytt.
Fimmtudagurinn 12.ágúst:
Dagurinn fór að öllum líkindum í sólbað og djamm...
Föstudagurinn 13.ágúst:
Deginum var eytt í sundlaugargarðinum þar sem ég og Sara smökkuðum Sangríu í fyrsta sinn og drukkum mestallan daginn.
Erna,Adam og Hlynur veittu okkur félagsskap en restin af stelpunum var á ströndinni með norsurunum.
Um kvöldið fór allur hópurinn(+norsrarar og +3 íslendingar) á Michael Jackson show á Cocanut´s bar sem átti víst að vera alveg hreint magnað. Ekkert fannst mér það spes..gaurinn var ekkert líkur M.J...hann mæmaði allan tímann og tók bara börn upp á svið.
Eftir það var haldið á 60´s bar, mjög skemmtilegann bar þar sem við stelpurnar tókum nokkur lög í karókí og dönsuðum fyrir gesti og gangandi.
Loks var haldið á Matt´s bar..til að viðhalda hefðinni.
Laugardagurinn 14.ágúst:
Eyddum deginum í sólbað..norsarar kíktu í heimsókn á sundlaugarbakkann og við kynntumst nokkrum hressum Íslendingum á hótelinu.
Um kvöldið kíktum við stelpurnar, og Stjáni og Kolla, upp á hótel til norsarana í smá partý sem var alveg ágætis afþreyjing.
Sara,ég ,Stjáni og Kolla fórum þó fyrr en hinir á Matt´s bar..en kvöldið endaði í einu stóru drama....ekkert nánar farið út í það hér.
Sunnudagurinn 15.ágúst:
Ég,Lísa,Elísa og Sara fórum í dýragarðinn Crazy Zoo meðan Elísa Hildur eyddi deginum með Vegari.
Við sáum ófá dýrin, snáka,kameldýr,bamba ofl.ofl.(sjá myndaalbúm).
Um kvöldið var svo djammað eins og vanalega á Matt´s..og fleiri stöðum.
Mánudagurinn 16.ágúst:
Ég,Erna og Lísa vöknuðum snemma og fórum út í sólbað í síðasta sinn, og loks bættist restin af hópnum við.
Síðan var haldið niður á strönd að hitta norsarana og Rakel, litlu horn-dúlluna okkar..en undirrituð fór snemma heim vegna bruna á öxlum.
Loks sameinuðumst ég,Rakel,Lísa og Elísa Hildur í búðarrápi í síðasta sinn og síðan hélt hver til síns heima í sturtu eftir sandbaðið á ströndinni.
Hittumst svo öll(stelpurnar,norsarar og Rakel) á hryllilegasta veitingastað sem ég hef stigið fæti inn á.
Við byrjuðum á því að sitja úti..en maurar gerðust boðflennur á borðinu okkar og færðum við okkur því inn.
Þjónustan var léleg,starfsfólk ókurteist og staðurinn frekar óskemmtilegur...við flýttum okkur því að borða og fórum svo sem leið lá upp á bar Rá í karóki.
Loks var haldið á Matt´s bar í síðasta sinn..barinn sem reddaði ferðinni fyrir okkur!!
Nokkrir héldu snemma heim til að pakka niður(ölvaðir að sjálfsögðu) og gekk það betur en á horfðist, en aðrir eyddu síðustu kvöldstundinni með norsurunum.
Adam kom upp í íbúð til mín og Ernu með morgunpartýgesti í eftirdragi(Júlla og Hákon) og var það hin hreinasta skemmtun.
Þriðjudagurinn 17.ágúst:
Vorum komin úr íbúðunum kl 10..sumir í frekar annarlegu ástandi en það reddaðist á endanum.
Kvöddum norsarana og mikið var grátið í rútunni upp á flugvöll, enda frekar erfitt fyrir Elísurnar að kveðja sumarástina frá Noregi.
Lentum hálf þunglyndar á Íslandi um fimmleytið og söknuðum Portúgal strax.
Í heildina var þessi ferð ógleymanleg..og vil ég þakka öllum sem að henni komu innilega fyrir, þetta hefði ekki verið sama ferðin án stelpnanna,drykkjunnar,rifrildanna,pirringsins,strákanna,misskilningsins,brandaranna,þeirra sem voru of kynþokkafullir,útlendinganna sem við töluðum við á hverju kvöldi, og okkar ástsæla Matt´s bar!
Hér hafiði það kæru lesendur..þetta er í eitt af þeim fáu skiptum sem hrebbnan bloggar í dagbókarformi, svo ekki hneykslast á skrifum þessum.
Yfir og út
Laugardagurinn 7.ágúst:
Dagurinn var frekar súr.
Undirrituð,Elísa,Sara,Stjáni,Erna og Adam fórum saman í mollið meðan Elísa Hildur hjúkraði Lísu í þynkunni.
Ekkert fór eins og við vildum. Það var allt allt allt of heitt til að versla og allir þunnir og vitlausir, og eftir áfengiskaup í stórmarkaðinum var haldið heim á leið.
Um kvöldið var svo hitað upp á svölunum eins og vanalega, og síðan var skundað á Matt´s bar eins og vanalega.
Þar hittum við Norsarana síkátu og Elísa kynntist hinum undurfagra Stiani enn betur.
Ég,Kolla,Elísa Hildur og Lísa fórum siðan í heimsókn á Forte De Oura þar sem norsararnir dvöldu og Lísa fékk sér sundsprett(svona til að láta renna af sér) meðan við spjölluðum við einhverja mishressa Hollendinga.
Þegar okkur loks tókst að fá Lísu upp úr lauginni var haldið heim á leið.
Sunnudagurinn 8.ágúst:
Ég,Elísa Hildur og Erna héldum í verslunarleiðangur á The Strip eftir sólbað, þ.e. seinnipartinn meðan aðrir ferðalangar sváfu á sínu græna eyra.
Um kl 7 var svo haldið heim á leið til að sjæna sig því planið var að fara á froðudiskótek á Kadoc um kvöldið.
Eftir mikla drykkju á svölunum var haldið á Matt´s bar og dvöldum við þar með norsurum og fleiri útlendingum þar til um 3. leytið.
Þá settist hópurinn á hringtorg neðst á The Strip þar sem rúta átti að sækja okkur til að fara að fyrrnefnt froðudiskó.
Eftir um 40 min. bið og fjölmörg íslensk sönglög gáfust nokkrir upp og vildu halda djamminu áfram í stað þess að bíða.
Þegar við loks gerðum okkur grein fyrir því að rútan væri ekkert á leiðinni gáfust Lísa,Elísa Hildur og Elísa upp og fóru aftur á djammið.
Eftir voru sem sagt Ég,Sara og Stjáni ásamt þónokkrum íslendingum og var ákvörðun tekin um að taka leigubíl, því ekki vildum við missa af froðufjörinu.
Eftir bílferð sem aldrei mun gleymast(við vorum hætt komin vegna ofsaaksturs leigubílstjórans) komum við loks á Kadoc.
Staðurinn var fáránlega stór..3 hæðir og 5000 manna.
Froðan var alveg mögnuð...þrátt fyrir of ágenga pilta á dansgólfinu.
Ég týndi krökkunum á gólfinu, ekki furða því froðan náði upp fyrir höfuð og allir litu út eins og snjókarlar..en sem betur fer fann ég þau eftir stutta stund.
Blaut, en sátt tókum við svo leigubíl heim og fórum í háttinn.
Mánudagurinn 9.ágúst:
Við stelpurnar fórum saman í mollið, en Elísa var heima.
Kvöldið fór svo í djamm á Matt´s bar(minnir mig) og endaði niðri á strönd þar sem gítarinn var óspart notaður.
Þriðjudagurinn 10.ágúst:
Dagurinn er allir í móðu..ekkert spes hefur gerst...
Um kvöldið var haldið á Bar Crawl, eða Pöbbarölt sem Bretinn hann Sean plataði okkur á.
Bar Crawl, svo ég útskýri það nánar var hópferð(200 manns)milli staða og á hverjum stað voru drykkjuleikir og frí skot á liðið og rúsínan í pylsuendanum var ferð á næturklúbbinn Kiss.
Á Crawlinu hittum við margan landann, Fatou og vinkonur hennar ásamt strákum úr Hafnarfirði(Hákon,Egill,Elli ofl.).
Við stelpurnar gáfumst samt upp á þessu og fórum í næstu áfengisverslun og drukkum okkur hressar og fórum svo upp á hótel, nánar tiltekið á svalirnar þar sem við slógum upp partý fyrir okkur og norsarana.
Eitthvað var Amor að boðflennast á svæðinu og skaut Elísu Hildi okkar beint í hjartastað en hún fann rómantíkina hjá Vegari hinum norska. Við sem fengum nóg af rómatíkinni hjá Elísunum fórum beinustu leið upp á Matt´s bar og gerðum gott úr kveldinu, en þær stöllur enduðu víst niðri á strönd með Stian og Vegari.
Miðvikudagurinn 11.ágúst:
Okkur tókst loksins að vakna á temmilegum tíma, eða um hádegi og sleiktum sólina mestan part af deginum.
Elísurnar fóru á rómantískt stefnumót á ströndinni allan daginn..en seinnipartinn fóru Ég,Erna,Sara,Stjáni,Lísa og Adam niður í gamla bæ og kíktum á stemninguna þar.
Um kvöldið fórum við svo allar stelpurnar út að borða með Norsurunum og flestar enduðu í fyrirpartý hjá þeim, en ég og sara höfðum það kósý uppi á svölum á okkar hóteli, og Stjáni kíkti í heimsókn á elskuna sína(Söru)en þau náðu vel saman í ferðinni. Við hittum krakkana loks uppi á Matt´s bar þar sem kvöldinu var eytt.
Fimmtudagurinn 12.ágúst:
Dagurinn fór að öllum líkindum í sólbað og djamm...
Föstudagurinn 13.ágúst:
Deginum var eytt í sundlaugargarðinum þar sem ég og Sara smökkuðum Sangríu í fyrsta sinn og drukkum mestallan daginn.
Erna,Adam og Hlynur veittu okkur félagsskap en restin af stelpunum var á ströndinni með norsurunum.
Um kvöldið fór allur hópurinn(+norsrarar og +3 íslendingar) á Michael Jackson show á Cocanut´s bar sem átti víst að vera alveg hreint magnað. Ekkert fannst mér það spes..gaurinn var ekkert líkur M.J...hann mæmaði allan tímann og tók bara börn upp á svið.
Eftir það var haldið á 60´s bar, mjög skemmtilegann bar þar sem við stelpurnar tókum nokkur lög í karókí og dönsuðum fyrir gesti og gangandi.
Loks var haldið á Matt´s bar..til að viðhalda hefðinni.
Laugardagurinn 14.ágúst:
Eyddum deginum í sólbað..norsarar kíktu í heimsókn á sundlaugarbakkann og við kynntumst nokkrum hressum Íslendingum á hótelinu.
Um kvöldið kíktum við stelpurnar, og Stjáni og Kolla, upp á hótel til norsarana í smá partý sem var alveg ágætis afþreyjing.
Sara,ég ,Stjáni og Kolla fórum þó fyrr en hinir á Matt´s bar..en kvöldið endaði í einu stóru drama....ekkert nánar farið út í það hér.
Sunnudagurinn 15.ágúst:
Ég,Lísa,Elísa og Sara fórum í dýragarðinn Crazy Zoo meðan Elísa Hildur eyddi deginum með Vegari.
Við sáum ófá dýrin, snáka,kameldýr,bamba ofl.ofl.(sjá myndaalbúm).
Um kvöldið var svo djammað eins og vanalega á Matt´s..og fleiri stöðum.
Mánudagurinn 16.ágúst:
Ég,Erna og Lísa vöknuðum snemma og fórum út í sólbað í síðasta sinn, og loks bættist restin af hópnum við.
Síðan var haldið niður á strönd að hitta norsarana og Rakel, litlu horn-dúlluna okkar..en undirrituð fór snemma heim vegna bruna á öxlum.
Loks sameinuðumst ég,Rakel,Lísa og Elísa Hildur í búðarrápi í síðasta sinn og síðan hélt hver til síns heima í sturtu eftir sandbaðið á ströndinni.
Hittumst svo öll(stelpurnar,norsarar og Rakel) á hryllilegasta veitingastað sem ég hef stigið fæti inn á.
Við byrjuðum á því að sitja úti..en maurar gerðust boðflennur á borðinu okkar og færðum við okkur því inn.
Þjónustan var léleg,starfsfólk ókurteist og staðurinn frekar óskemmtilegur...við flýttum okkur því að borða og fórum svo sem leið lá upp á bar Rá í karóki.
Loks var haldið á Matt´s bar í síðasta sinn..barinn sem reddaði ferðinni fyrir okkur!!
Nokkrir héldu snemma heim til að pakka niður(ölvaðir að sjálfsögðu) og gekk það betur en á horfðist, en aðrir eyddu síðustu kvöldstundinni með norsurunum.
Adam kom upp í íbúð til mín og Ernu með morgunpartýgesti í eftirdragi(Júlla og Hákon) og var það hin hreinasta skemmtun.
Þriðjudagurinn 17.ágúst:
Vorum komin úr íbúðunum kl 10..sumir í frekar annarlegu ástandi en það reddaðist á endanum.
Kvöddum norsarana og mikið var grátið í rútunni upp á flugvöll, enda frekar erfitt fyrir Elísurnar að kveðja sumarástina frá Noregi.
Lentum hálf þunglyndar á Íslandi um fimmleytið og söknuðum Portúgal strax.
Í heildina var þessi ferð ógleymanleg..og vil ég þakka öllum sem að henni komu innilega fyrir, þetta hefði ekki verið sama ferðin án stelpnanna,drykkjunnar,rifrildanna,pirringsins,strákanna,misskilningsins,brandaranna,þeirra sem voru of kynþokkafullir,útlendinganna sem við töluðum við á hverju kvöldi, og okkar ástsæla Matt´s bar!
Hér hafiði það kæru lesendur..þetta er í eitt af þeim fáu skiptum sem hrebbnan bloggar í dagbókarformi, svo ekki hneykslast á skrifum þessum.
Yfir og út
laugardagur, ágúst 21
Gleðiskammtur 1
Já, fyrsti skammturinn af myndunum frá Portúgal er kominn inn á netið og hann má nálgast hér!
Vinsamlegast athugið að myndirnar eru allar í vitlausri tímaröð en það mun lagast fljótlega eftir helgi um leið og fleiri myndir streyma inn.
Njótið
starfsmenn www.hrebbna.tk
Já, fyrsti skammturinn af myndunum frá Portúgal er kominn inn á netið og hann má nálgast hér!
Vinsamlegast athugið að myndirnar eru allar í vitlausri tímaröð en það mun lagast fljótlega eftir helgi um leið og fleiri myndir streyma inn.
Njótið
starfsmenn www.hrebbna.tk
föstudagur, ágúst 20
Portúgal- skammtur 1.
Þriðjudagurinn 3.ágúst:
Það var fríður hópur sem hittist í Leifsstöð um fimm að morgni þann 3.ágúst.
Flogið var kl 07:30 frá Keflavík og áttum við að lenda á flugvellinum í Faro rúmum 4 tímum síðar.
Þegar komið var upp á hótelið, Sol Doiro var byrjað á því að fá lyklana að íbúðunum tveim sem áttu eftir að vera heimili okkar næstu vikurnar.
Við fengum íbúðir 86(Elísa,Lísa,Elísa Hildur,Sara(og héraðsstubbur)) og 87(Hrefna,Erna og Adam), á næstefstu og efstu hæðinni.
Við vorum ekki lengi að hoppa í bikini og beint niður á strönd þar sem við sóluðum okkur í smá tíma. Elísa gat ekki haldið lengur í sér og fékk sér fyrsta kokteil ferðarinnar í leiðinni.
Síðan var farið beinustu leið upp á hótel til að sjæna sig fyrir kvöldið, en planið var að hitta skvísurnar(Birnu,Hrönn og Agnesi) sem voru að fara heim daginn eftir.
Við fórum með þeim á Ítalskan stað, alveg prima og síðan fór hver til síns heima en ákveðið var að hittast síðar um kvöldið.
Við stelpurnar vorum ekki lengi að búa til ágætis svalarpartý til að hita upp fyrir djammið.
Frekar snemma, eða um 10 leytið þrammaði hópurinn á Laugaveginn, eða "The Strip" þar sem aðalfjörið er.
Við fórum frá einu bar til annars, tókum hvert skotið á fætur öðru og dönsuðum af okkur allt vit.
Erna og Adam fóru snemma heim, en við stelpurnar heimsóttum alla aðalstaðina; Matt´s, La Bamba,Paradise og Café Del Mar.
Um fjögurleytið var svo haldið heim, enda flestar af okkur frekar þreyttar eftir daginn.
Miðvikudagurinn 4.ágúst:
Ljóst var að eftir annasama nótt þurftum við á værum blundi að halda, og því var sofið út.
Fórum í hádeginu og fengum okkur í svanginn og því næst var haldið niður á strönd þar sem við eyddum deginum í sól- og-sjóböð. Karlmaðurinn í hópnum leigði sér Jet-Ski meðan við stelpurnar sleiktum sólina og drukkum bjór.
Ákveðið var að fara á kínverskan stað um kvöldið, en þar sem Elísa Hildur og Sara voru ekkert spenntar fyrir því fóru þær tvær á rómatískt stefnumót á pizzastaðnum Frog´s.
Eftir að allir voru búnir að fá sig fullsadda af mat var haldið upp á hótel og slegið upp svalarpartýi sem var eitt það svaðalegasta í ferðinni.
Stjáni, vinur Elísu bættist svo í hópinn þegar leið á kvöldið sem gerði gleðina enn meiri.
Þegar við loks fórum niður í bæ týndu allir öllum.
Ég,Elísa,Sara og Stjáni týndum Ernu,Lísu og Elísu Hildi á La Bamba en fundum þær til allrar hamingju efst upp á Laugarveginum þar sem þær voru að spjalla við einhverja Norsara.
Eftir spjall um Ísland,Noreg, Njálu og fleira komu norsararnir Stian,Joakim,Veigar og Magnus með okkur á Café Del Mar þar sem tveir af þeim urðu frekar nánir á dansgólfinu með tveim stúlkum sem verða ekki nafngreindar hér.
Fimmtudagurinn 5.ágúst:
Dagurinn byrjaði ekki vel.
Í íbúð 86 var bankað frekar snemma, eða um 10 leytið og í hurðinni var farastjórinn.
Elísa Hildur,Sara og Lísa voru nývaknaðar og vildu ekki hleypa honum inn þannig að þær hittu hann niðri í lobbýi stuttu síðar. Þeim var tjáð að kvartað hefði verið undan þeim vegna hávaða eftir 12..en það má víst ekki heyrast múkk eftir tólf á kvöldin.
Fararstjórinn sagði að ef þetta héldi svona áfram yrðu þær reknar af hótelinu..góð byrjun á deginum.
Í frekar skrýtnu skapi sátum við við sundlaugarbakkann nokkra stund
Stjáni og systir hans, Kolla bættust í hópinn. Seinni partinn var ákveðið að halda í Modello, litla verslunarmiðstöð örstutt frá hótelinu. Allir voru frekar þreyttir og því voru engin alvarleg innkaup gerð, nema í áfengisdeildinni.
Loks var haldið upp á hótel þar sem Lísa matreiddi fyrir mig og Elísu Hildi gómsætt spagetti.
Aðrir fóru á Frog´s að ég held.
Erna og Adam skelltu sér á nautaat um kvöldið meðan við hinir drukkum og sungum á svölunum.
Við pössuðum okkur þó að hafa lætin í lágmarki og fórum á slaginu tólf niður á Matt´s.
Sumir voru frekar vel við skál(Elísa Hildur) og fóru því frekar snemma heim í háttinn.
Við enduðum á karoki barnum Paradise þar sem Elísa og Lísa sýndu sína bestu takta hingað til með laginu Hit Me Baby One More Time með frú Britney.
Þegar fólk fór að halda heim ákváðum ég og Lísa að labba smá því að við vorum í góðum gír.
Skyndilega varð laugarvegurinn tómur og fórum við því niður á hótel þar sem við hittum íslenskan strák, Steina og Portúgala sem var með honum í för. Við fórum með þeim upp á herbergi í smá partý en flúðum eftir að Portúgalinn hóf að sleikja aðra okkar(undirritaða) á hálsi og höndum..
Föstudagurinn 6.ágúst:
Afmælisdagur undirritaðrar..18 ára stúlkan.
Dagurinn var tekinn rólega..fórum í labbitúr upp og niður Laugaveginn og kíktum í búðir.
Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins, en þjónustan á staðnum var ekki til að hrópa húrra fyrir.
Fyrirpartý á svölunum sveik engann og svo var haldið á Bar Rá(hótelbarinn) í smá karoki.
Stelpurnar tóku lagið fyrir mig(Lady Marmalade) og Al sem sá um karokiið stjórnaði Happy Birthday hópsöng og barþjónninn gaf mér kokteil í boði hússins.
Trölluðum síðan á Matt´s bar þar sem við hittum Norsarana aftur.
Einnig mætti Regína á svæðið og fór með mig,Elísu Hildi,Stjána og Söru á High Class strippklúbb(eða þannig) sem var ekkert spes að mínu mati.
Um fjögurleytið var haldið niður á strönd með nokkra Íslenska og Norska stráka í eftirdragi og Elísa kynntist norsaranum Stian aðeins nánar.
Ég áttaði mig skyndilega á því að ég sat ein meðan Elísa og Stian kynntust,Sara og Stjáni kynntust og fleiri voru að kynnast. Ég tók þá upp góðvin minn, Mr. Carlsberg og við tvö fórum saman í moonbathing(andstætt við sólbað) og það var mjög fínt. Um sex leytið var svo haldið heim í háttinn.
Þriðjudagurinn 3.ágúst:
Það var fríður hópur sem hittist í Leifsstöð um fimm að morgni þann 3.ágúst.
Flogið var kl 07:30 frá Keflavík og áttum við að lenda á flugvellinum í Faro rúmum 4 tímum síðar.
Þegar komið var upp á hótelið, Sol Doiro var byrjað á því að fá lyklana að íbúðunum tveim sem áttu eftir að vera heimili okkar næstu vikurnar.
Við fengum íbúðir 86(Elísa,Lísa,Elísa Hildur,Sara(og héraðsstubbur)) og 87(Hrefna,Erna og Adam), á næstefstu og efstu hæðinni.
Við vorum ekki lengi að hoppa í bikini og beint niður á strönd þar sem við sóluðum okkur í smá tíma. Elísa gat ekki haldið lengur í sér og fékk sér fyrsta kokteil ferðarinnar í leiðinni.
Síðan var farið beinustu leið upp á hótel til að sjæna sig fyrir kvöldið, en planið var að hitta skvísurnar(Birnu,Hrönn og Agnesi) sem voru að fara heim daginn eftir.
Við fórum með þeim á Ítalskan stað, alveg prima og síðan fór hver til síns heima en ákveðið var að hittast síðar um kvöldið.
Við stelpurnar vorum ekki lengi að búa til ágætis svalarpartý til að hita upp fyrir djammið.
Frekar snemma, eða um 10 leytið þrammaði hópurinn á Laugaveginn, eða "The Strip" þar sem aðalfjörið er.
Við fórum frá einu bar til annars, tókum hvert skotið á fætur öðru og dönsuðum af okkur allt vit.
Erna og Adam fóru snemma heim, en við stelpurnar heimsóttum alla aðalstaðina; Matt´s, La Bamba,Paradise og Café Del Mar.
Um fjögurleytið var svo haldið heim, enda flestar af okkur frekar þreyttar eftir daginn.
Miðvikudagurinn 4.ágúst:
Ljóst var að eftir annasama nótt þurftum við á værum blundi að halda, og því var sofið út.
Fórum í hádeginu og fengum okkur í svanginn og því næst var haldið niður á strönd þar sem við eyddum deginum í sól- og-sjóböð. Karlmaðurinn í hópnum leigði sér Jet-Ski meðan við stelpurnar sleiktum sólina og drukkum bjór.
Ákveðið var að fara á kínverskan stað um kvöldið, en þar sem Elísa Hildur og Sara voru ekkert spenntar fyrir því fóru þær tvær á rómatískt stefnumót á pizzastaðnum Frog´s.
Eftir að allir voru búnir að fá sig fullsadda af mat var haldið upp á hótel og slegið upp svalarpartýi sem var eitt það svaðalegasta í ferðinni.
Stjáni, vinur Elísu bættist svo í hópinn þegar leið á kvöldið sem gerði gleðina enn meiri.
Þegar við loks fórum niður í bæ týndu allir öllum.
Ég,Elísa,Sara og Stjáni týndum Ernu,Lísu og Elísu Hildi á La Bamba en fundum þær til allrar hamingju efst upp á Laugarveginum þar sem þær voru að spjalla við einhverja Norsara.
Eftir spjall um Ísland,Noreg, Njálu og fleira komu norsararnir Stian,Joakim,Veigar og Magnus með okkur á Café Del Mar þar sem tveir af þeim urðu frekar nánir á dansgólfinu með tveim stúlkum sem verða ekki nafngreindar hér.
Fimmtudagurinn 5.ágúst:
Dagurinn byrjaði ekki vel.
Í íbúð 86 var bankað frekar snemma, eða um 10 leytið og í hurðinni var farastjórinn.
Elísa Hildur,Sara og Lísa voru nývaknaðar og vildu ekki hleypa honum inn þannig að þær hittu hann niðri í lobbýi stuttu síðar. Þeim var tjáð að kvartað hefði verið undan þeim vegna hávaða eftir 12..en það má víst ekki heyrast múkk eftir tólf á kvöldin.
Fararstjórinn sagði að ef þetta héldi svona áfram yrðu þær reknar af hótelinu..góð byrjun á deginum.
Í frekar skrýtnu skapi sátum við við sundlaugarbakkann nokkra stund
Stjáni og systir hans, Kolla bættust í hópinn. Seinni partinn var ákveðið að halda í Modello, litla verslunarmiðstöð örstutt frá hótelinu. Allir voru frekar þreyttir og því voru engin alvarleg innkaup gerð, nema í áfengisdeildinni.
Loks var haldið upp á hótel þar sem Lísa matreiddi fyrir mig og Elísu Hildi gómsætt spagetti.
Aðrir fóru á Frog´s að ég held.
Erna og Adam skelltu sér á nautaat um kvöldið meðan við hinir drukkum og sungum á svölunum.
Við pössuðum okkur þó að hafa lætin í lágmarki og fórum á slaginu tólf niður á Matt´s.
Sumir voru frekar vel við skál(Elísa Hildur) og fóru því frekar snemma heim í háttinn.
Við enduðum á karoki barnum Paradise þar sem Elísa og Lísa sýndu sína bestu takta hingað til með laginu Hit Me Baby One More Time með frú Britney.
Þegar fólk fór að halda heim ákváðum ég og Lísa að labba smá því að við vorum í góðum gír.
Skyndilega varð laugarvegurinn tómur og fórum við því niður á hótel þar sem við hittum íslenskan strák, Steina og Portúgala sem var með honum í för. Við fórum með þeim upp á herbergi í smá partý en flúðum eftir að Portúgalinn hóf að sleikja aðra okkar(undirritaða) á hálsi og höndum..
Föstudagurinn 6.ágúst:
Afmælisdagur undirritaðrar..18 ára stúlkan.
Dagurinn var tekinn rólega..fórum í labbitúr upp og niður Laugaveginn og kíktum í búðir.
Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins, en þjónustan á staðnum var ekki til að hrópa húrra fyrir.
Fyrirpartý á svölunum sveik engann og svo var haldið á Bar Rá(hótelbarinn) í smá karoki.
Stelpurnar tóku lagið fyrir mig(Lady Marmalade) og Al sem sá um karokiið stjórnaði Happy Birthday hópsöng og barþjónninn gaf mér kokteil í boði hússins.
Trölluðum síðan á Matt´s bar þar sem við hittum Norsarana aftur.
Einnig mætti Regína á svæðið og fór með mig,Elísu Hildi,Stjána og Söru á High Class strippklúbb(eða þannig) sem var ekkert spes að mínu mati.
Um fjögurleytið var haldið niður á strönd með nokkra Íslenska og Norska stráka í eftirdragi og Elísa kynntist norsaranum Stian aðeins nánar.
Ég áttaði mig skyndilega á því að ég sat ein meðan Elísa og Stian kynntust,Sara og Stjáni kynntust og fleiri voru að kynnast. Ég tók þá upp góðvin minn, Mr. Carlsberg og við tvö fórum saman í moonbathing(andstætt við sólbað) og það var mjög fínt. Um sex leytið var svo haldið heim í háttinn.
fimmtudagur, ágúst 5
I´m in heaven
Ja eg segji og skrifa thad ad eg se i himnariki.
Eftir adeins thriggja daga dvol hofum vid stollurnar og adam aldeilis slegid i gegn skal eg segja ykkur.
Ferdin byrjadi a mikilli tof i flugvelinni..velin for 40 min of seint a loft og allir ad deyja ur hita..en vid lentum a endanum i Portugal sem var audvitad tilgangurinn med thessu ollu saman.
Vid komum upp a hotel, kiktum a herbergin og forum beint ut i bud ad kaupa thetta allra naudsynlegasta..mat,bjor,bjor....osfrv.
Sidan var stefnan tekin a sundlaugina, en thar voru allir bekkir uppteknir thannig ad vid drifum okkur bara nidur a strond i flyti..sem var bara gaman.
Um kvoldid var svo djammad og djusad, og motto kvoldsins var ad profa sem flesta koteila, sem gekk alveg agaetlega ef eg a ad segja eins og er!
Daginn eftir voknudu allir frekar seint..eda um 3 klukkutimum eftir ad vid aetludum ad vakna, en vid letum thad ekki a okkur fa og forum hress i solbad, sem var eiginlega allt thad sem vid gerdum thann daginn. Um kvoldid var svo djammad feitt..og mikid drama var i gangi..
Eg,lisa,elisa og stjani(islendingur sem vid kynntumst) tyndum restinni af hopnum (ernu,elisu h,soru og adam) i ruma tvo tima..og vorum vid ordnar frekar ahyggjufullar og fullar ad sjalfsogdu..vid forum inn a nokkra stadi og leitudum og tokum nokkur spor a dansgolfinu..en ekkert boladi a theim.
Loks fundum vid thau a spjalli vid Norsara sem voru frekar mikid hressir ef eg a ad segja eins og er.
Med theim skundudum vid a nokkra bari, og sumir voru mjog nanir en vid forum ekkert nanar ut i tad her..(siminn er 8660980 ef thid viljid heyra sludrid).
Sidar, eda um 5 leytid var svo trallad upp a hotel, thar sem vid bjuggum til brjalad svalaparty..og hopur af frokkum elti okkur upp a hotel..en vid hleyptum theim ekki inn sem betur fer..tha hefdi nu farid i verra!!!
I morgun var svo vaknad, farid i solbad..kikt i mini mollid Modello og nuna er madur bara a leidinni a djammid!!!
Eitt vekur samt athygli okkar..hversu mikinn ahuga portugalskir strakar syna ollum kvenkyns utlendingum...tetta er ekki edlilegt!!!
En eg er farin, bjorinn kallar!!
Fylgist med a www.hrebbna.tk
Ja eg segji og skrifa thad ad eg se i himnariki.
Eftir adeins thriggja daga dvol hofum vid stollurnar og adam aldeilis slegid i gegn skal eg segja ykkur.
Ferdin byrjadi a mikilli tof i flugvelinni..velin for 40 min of seint a loft og allir ad deyja ur hita..en vid lentum a endanum i Portugal sem var audvitad tilgangurinn med thessu ollu saman.
Vid komum upp a hotel, kiktum a herbergin og forum beint ut i bud ad kaupa thetta allra naudsynlegasta..mat,bjor,bjor....osfrv.
Sidan var stefnan tekin a sundlaugina, en thar voru allir bekkir uppteknir thannig ad vid drifum okkur bara nidur a strond i flyti..sem var bara gaman.
Um kvoldid var svo djammad og djusad, og motto kvoldsins var ad profa sem flesta koteila, sem gekk alveg agaetlega ef eg a ad segja eins og er!
Daginn eftir voknudu allir frekar seint..eda um 3 klukkutimum eftir ad vid aetludum ad vakna, en vid letum thad ekki a okkur fa og forum hress i solbad, sem var eiginlega allt thad sem vid gerdum thann daginn. Um kvoldid var svo djammad feitt..og mikid drama var i gangi..
Eg,lisa,elisa og stjani(islendingur sem vid kynntumst) tyndum restinni af hopnum (ernu,elisu h,soru og adam) i ruma tvo tima..og vorum vid ordnar frekar ahyggjufullar og fullar ad sjalfsogdu..vid forum inn a nokkra stadi og leitudum og tokum nokkur spor a dansgolfinu..en ekkert boladi a theim.
Loks fundum vid thau a spjalli vid Norsara sem voru frekar mikid hressir ef eg a ad segja eins og er.
Med theim skundudum vid a nokkra bari, og sumir voru mjog nanir en vid forum ekkert nanar ut i tad her..(siminn er 8660980 ef thid viljid heyra sludrid).
Sidar, eda um 5 leytid var svo trallad upp a hotel, thar sem vid bjuggum til brjalad svalaparty..og hopur af frokkum elti okkur upp a hotel..en vid hleyptum theim ekki inn sem betur fer..tha hefdi nu farid i verra!!!
I morgun var svo vaknad, farid i solbad..kikt i mini mollid Modello og nuna er madur bara a leidinni a djammid!!!
Eitt vekur samt athygli okkar..hversu mikinn ahuga portugalskir strakar syna ollum kvenkyns utlendingum...tetta er ekki edlilegt!!!
En eg er farin, bjorinn kallar!!
Fylgist med a www.hrebbna.tk
mánudagur, ágúst 2
Loksins!
Þegar þessi færsla er rituð eru aðeins 16 klukkutímar þangað til að 6 skvísur og einn peyji skundi upp á Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna í Portúgal.
Mikil spenna virðist vera í hópnum sem hefur undanfarnar vikur hlýjað sér við tilhugsunina um sól,strendur,kokteila og endalausa skemmtun.
Hópurinn mun blogga hér meðan á dvölinni stendur og auðvitað á ykkur ástsælu síðu www.hrebbna.tk . Einnig mun ljósmyndari síðunnar vera með myndavélina á lofti og þær koma inn um leið og hópurinn heldur heim.
Með sólarkveðju
Hrebbbna Rodrigez
Þegar þessi færsla er rituð eru aðeins 16 klukkutímar þangað til að 6 skvísur og einn peyji skundi upp á Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna í Portúgal.
Mikil spenna virðist vera í hópnum sem hefur undanfarnar vikur hlýjað sér við tilhugsunina um sól,strendur,kokteila og endalausa skemmtun.
Hópurinn mun blogga hér meðan á dvölinni stendur og auðvitað á ykkur ástsælu síðu www.hrebbna.tk . Einnig mun ljósmyndari síðunnar vera með myndavélina á lofti og þær koma inn um leið og hópurinn heldur heim.
Með sólarkveðju
Hrebbbna Rodrigez
föstudagur, júlí 30
Sessunautar
Ég fór í bíó fyrir þónokkru síðan sem er vart frásögu færandi.
Þessi bíóferð hefði farið í hóp þeirra bíóferða sem gleymast á endandum ef ekki hefði verið fyrir manninn sem við hliðana á mér sat.
Áður en myndin hófst talaði maðurinn óvenju hátt í farsímann sinn, sem var að vísu ekkert að pirra mig. Í auglýsingunum var hann farinn að hrjóta hátt og snjallt og vaknaði ekki fyrr en maðurinn sem var jafn óheppinn og ég að sitja við hlið hans vakti hann og sagði honum að myndin væri að byrja.
Ég setti mig í stellingar og var tilbúin að horfa á ævintýrin sem áttu eftir að birtast mér á hvíta tjaldinu, en varð fyrir truflun þegar síminn hans hringdi aftur.
Maðurinn svaraði í símann, og aðilinn á hinni línunni hefur greinilega spurt hvort hann væri að trufla og maðurinn svaraði neitandi, hann væri bara í bíó..ekkert að trufla hvað?
Eftir 5 min. símtal skellti maðurinn loks á.
Þegar vel var liðið á myndina gýs upp þessi líka hræðilega fýla allt í einu. Mér var litið á manninn og hann sagði; "afsakið" og brosti út í annað.
Síminn hringdi enn einu sinni og stóð það samtal í þónokkra stund.
Eftir símtalið fór maðurinn að bylta sér óskaplega og spurði mig hvort ég gæti nokkuð fært hönd mína af arminum, hann þyrfti pláss fyrir veika olnbogann sinn, sem ég og gerði.
Loksins kom hléið.
Fólkið sem ég var með spurði hvernig mér líkaði myndin, og þá áttaði ég mig skyndilega á því að ég hafði varla einbeitt mér að myndinni, maðurinn fór svo rosalega í taugarnar á mér.
Hléinu lauk og fólk streymdi aftur inn í salinn og ég hugsaði hvort ég ætti nú ekki bara að færa mig aðeins neðar, sem ég gerði.
Fjórum sætaröðum neðar seig ég niður í sætið mitt, og beið spennt eftir að myndin byrjaði á ný.
Myndin var komin vel á veg þegar ég heyrði í ungri móður sem sat einni röð fyrir neðan mig útskýra fyrir ungum syni sínum hvað væri að gerast. Sonurinn spurði í sífellu hvað hver og einn væri að segja, og móðirinn þýddi af einstakri prýði ensku orðin fyrir hann.
Eitthvað varð syninum bilt við og grátur hans ómaði um allan bíósalinn.
Aumingjans móðirinn fór afsíðis með soninn og kom ekki aftur.
Nálægt mér hringdi enn annar síminn, og fleiri bættust í hóp pirrandi bíógesta.
Beint fyrir framan mig stóð hávaxinn maður upp, og stóð í dágóðann tíma og var að reyna að fá unga dóttur sína á klósettið.
Myndinni lauk og bíógestir streymdu úr salnum.
Vinir mínir fóru yfir myndina, skemmtilegustu atriðin og þau leiðinlegustu.
Ég áttaði mig á því að ég hafði misst af öllum stóru og mest spennandi atriðunum út af fólkinu sem nálægt mér sat.
Ég held ég verði bara heima næst þegar vinir mínir fara í bíó.
Ég fór í bíó fyrir þónokkru síðan sem er vart frásögu færandi.
Þessi bíóferð hefði farið í hóp þeirra bíóferða sem gleymast á endandum ef ekki hefði verið fyrir manninn sem við hliðana á mér sat.
Áður en myndin hófst talaði maðurinn óvenju hátt í farsímann sinn, sem var að vísu ekkert að pirra mig. Í auglýsingunum var hann farinn að hrjóta hátt og snjallt og vaknaði ekki fyrr en maðurinn sem var jafn óheppinn og ég að sitja við hlið hans vakti hann og sagði honum að myndin væri að byrja.
Ég setti mig í stellingar og var tilbúin að horfa á ævintýrin sem áttu eftir að birtast mér á hvíta tjaldinu, en varð fyrir truflun þegar síminn hans hringdi aftur.
Maðurinn svaraði í símann, og aðilinn á hinni línunni hefur greinilega spurt hvort hann væri að trufla og maðurinn svaraði neitandi, hann væri bara í bíó..ekkert að trufla hvað?
Eftir 5 min. símtal skellti maðurinn loks á.
Þegar vel var liðið á myndina gýs upp þessi líka hræðilega fýla allt í einu. Mér var litið á manninn og hann sagði; "afsakið" og brosti út í annað.
Síminn hringdi enn einu sinni og stóð það samtal í þónokkra stund.
Eftir símtalið fór maðurinn að bylta sér óskaplega og spurði mig hvort ég gæti nokkuð fært hönd mína af arminum, hann þyrfti pláss fyrir veika olnbogann sinn, sem ég og gerði.
Loksins kom hléið.
Fólkið sem ég var með spurði hvernig mér líkaði myndin, og þá áttaði ég mig skyndilega á því að ég hafði varla einbeitt mér að myndinni, maðurinn fór svo rosalega í taugarnar á mér.
Hléinu lauk og fólk streymdi aftur inn í salinn og ég hugsaði hvort ég ætti nú ekki bara að færa mig aðeins neðar, sem ég gerði.
Fjórum sætaröðum neðar seig ég niður í sætið mitt, og beið spennt eftir að myndin byrjaði á ný.
Myndin var komin vel á veg þegar ég heyrði í ungri móður sem sat einni röð fyrir neðan mig útskýra fyrir ungum syni sínum hvað væri að gerast. Sonurinn spurði í sífellu hvað hver og einn væri að segja, og móðirinn þýddi af einstakri prýði ensku orðin fyrir hann.
Eitthvað varð syninum bilt við og grátur hans ómaði um allan bíósalinn.
Aumingjans móðirinn fór afsíðis með soninn og kom ekki aftur.
Nálægt mér hringdi enn annar síminn, og fleiri bættust í hóp pirrandi bíógesta.
Beint fyrir framan mig stóð hávaxinn maður upp, og stóð í dágóðann tíma og var að reyna að fá unga dóttur sína á klósettið.
Myndinni lauk og bíógestir streymdu úr salnum.
Vinir mínir fóru yfir myndina, skemmtilegustu atriðin og þau leiðinlegustu.
Ég áttaði mig á því að ég hafði misst af öllum stóru og mest spennandi atriðunum út af fólkinu sem nálægt mér sat.
Ég held ég verði bara heima næst þegar vinir mínir fara í bíó.
þriðjudagur, júlí 27
Enn af ferðum til tannlæknis
Undirrituð hefur áður bloggað um ferðir til tannlæknis, sbr. blogg síðan um miðjan mars þegar hún var sárþjáð af tannrótarbólgu.
Enn var hún plötuð í stólinn hræðilega og með hroðalegum afleiðingum í þetta skiptið.
Grunlaus sat hún og hélt í heimsku sinni að aðeins þyrfti að gera við eina litla tönn þegar tannlæknirinn tjáði henni að nú þyrfti aldeilis að bretta upp ermarnar, það þyrfti að fylla upp í hér og hvar og styðja við þessa og hina tönnina og loks fjarlægja heila tönn því eitthvað fór hún í taugarnar á doktornum.
Meðan ég upplifði mestu kvalir sem ég hef kynnst flautaði doktorinn glaður í bragði lagið sem kætir hvers manns lund ; don´t worry,be happy.
Ég hata tannlækna, þeir ættu ekki að fjölga sér!
Undirrituð hefur áður bloggað um ferðir til tannlæknis, sbr. blogg síðan um miðjan mars þegar hún var sárþjáð af tannrótarbólgu.
Enn var hún plötuð í stólinn hræðilega og með hroðalegum afleiðingum í þetta skiptið.
Grunlaus sat hún og hélt í heimsku sinni að aðeins þyrfti að gera við eina litla tönn þegar tannlæknirinn tjáði henni að nú þyrfti aldeilis að bretta upp ermarnar, það þyrfti að fylla upp í hér og hvar og styðja við þessa og hina tönnina og loks fjarlægja heila tönn því eitthvað fór hún í taugarnar á doktornum.
Meðan ég upplifði mestu kvalir sem ég hef kynnst flautaði doktorinn glaður í bragði lagið sem kætir hvers manns lund ; don´t worry,be happy.
Ég hata tannlækna, þeir ættu ekki að fjölga sér!
mánudagur, júlí 19
Ung var ég forðum...
og svo ólánsamlega vildi til að ég hafði ekki þær gáfur sem ég hef í dag.
Ég hélt til dæmis að:
og svo ólánsamlega vildi til að ég hafði ekki þær gáfur sem ég hef í dag.
Ég hélt til dæmis að:
- ...þegar ringdi væri guð að gráta
- ...það væri í alvöru hægt að heyra grasið gróa, hárið vaxa og neglurnar lengjast eins og segir svo skemmtilega í laginu
- ...ef maður kláraði ekki allan matinn sinn yrði maður aldrei stór. (Alltaf þegar ég sá dverg hugsaði ég; "þessi hefði heldur betur átt að klára matinn sinn")
- ...að jólasveinninn væri til
Mikið var maður mikill kjáni í den tid.
mánudagur, júlí 12
Í gær
..hélt ég bókstaflega að lífi mínu væri lokið.
Ég fékk þennan líka rosalega hiksta að ég hélt að himinn og jörð væru að farast og ég lagðist á bakið og beið dánarstundarinar.
Ég prófaði flest ráð sem mér hafa verið kennd, stóð á höndum tveim, hoppaði upp og niður, lét nærstandandi mann bregða mér og át sykurmola.
Þessi hiksti stóð í rúmar 10 mínútur.
Það var eins og þungu fargi væri létt af mér þegar hikstinn tók loks enda, en svo virðist sem móðir mín blessunin hafi gripið hikstann glóðvolgann því skömmu síðar byrjaði hún að hiksta og strax á eftir henni tók faðir minn að hiksta.
Svo virðist sem að hikstafaraldur sé að ganga.
Verið varkár.
..hélt ég bókstaflega að lífi mínu væri lokið.
Ég fékk þennan líka rosalega hiksta að ég hélt að himinn og jörð væru að farast og ég lagðist á bakið og beið dánarstundarinar.
Ég prófaði flest ráð sem mér hafa verið kennd, stóð á höndum tveim, hoppaði upp og niður, lét nærstandandi mann bregða mér og át sykurmola.
Þessi hiksti stóð í rúmar 10 mínútur.
Það var eins og þungu fargi væri létt af mér þegar hikstinn tók loks enda, en svo virðist sem móðir mín blessunin hafi gripið hikstann glóðvolgann því skömmu síðar byrjaði hún að hiksta og strax á eftir henni tók faðir minn að hiksta.
Svo virðist sem að hikstafaraldur sé að ganga.
Verið varkár.
laugardagur, júlí 10
Dálítið gerðist í vinnunni minni um daginn sem ég verð að deila með ykkur kæru lesendur.
Undirrituð var að vinna á þjónustuborðinuog var dauða nærri vegna aðgerðaleysiss.
En skyndilega varð breyting þar á þegar ung stúlka, ekki eldri en 4 vetra kom til mín með tárin á vöngunum og spurði mig hvort ég vissi um mömmu hennar. Auðvitað vissi ég ekki hvar móðir hennar var niðurkomin, og eina ráðið var að kalla mömmu hennar upp, en þá vissi grey stúlkan ekki hvað nafn móður sinnar væri. Ég tók þá tuil minna ráða og kallaði upp að í búðinni væri týnd stúlka og sagði nafn hennar.
Tíminn leið og ekkert gerðist.
Aftur kallaði ég.
Enn meiri tími leið og ekkert gerðist.
35 mín síðar kom faðir stúlkunnar að vitja hennar. Hann tjáði mér það að hann hefði nú bara verið staddur inni í skódeild að skoða, og vissi bara af dótturinni þarna hjá mér og ákvað að hafa engar áhyggjur, hún væri inni í búðinni og það væri nóg.
Maðurinn sá greinilegar fyrirlitningarsvipinn sem ég setti upp og hraðaði sér út úr búðinni.
Svona fólk á ekki að eiga börn!
Að skilja barn sitt eftir á víðavangi, vitandi að það eru 95% líkur á því að það sé að kafna vegna ekkasoga og drukkna í sínum eigin tárum.
Ég man eftir því þegar ég týndist í Fjarðarkaupum fyrir mörgum árum, þá leið mér eins og ég væri ein í heiminum og tárin sem runnu af kinnum mínum hefðu geta fyllt heila sundlaug.
Ég bið og vona að þessir foreldrar eigi eftir að hugsa sinn gang!
mánudagur, júlí 5
Aðför
Ég hef ákveðið að plana aðför að blaðberanum í götunni minni.
Blaðberinn, sem ber út einhverja auglýsingabæklinga virðist ekki sjá sér fært um að setja ruslpóstinn alla leið í bréfalúguna og skilur hann oftast eftir einhversstaðar í innkeyrslunni eða undir gluggum. Eitt sinn vaknaði ég með auglýsingabækling á sænginni hjá mér, og svo leit ég undir gluggann minn úti við og við mér blasti nokkrir aðrir bæklingar.
Eitt sem vekur mikla furðu mína er að það virðist enginn annar í götunni eiga við sama vandamál að stríða, allir fá sinn ruslpóst.
Við höfum nokkrum sinnum talað við kauða og kvartað en ekkert skánar ástandið.
Fjölskyldumeðlimir eru orðnir frekar pirraðir á þessum uppátækjum og vil ég því biðja ykkur,lesendur góðir að ráðleggja mér hvað ég eigi að gera í þessum máli.
Komið með ferskar hugmyndir!
Ég hef ákveðið að plana aðför að blaðberanum í götunni minni.
Blaðberinn, sem ber út einhverja auglýsingabæklinga virðist ekki sjá sér fært um að setja ruslpóstinn alla leið í bréfalúguna og skilur hann oftast eftir einhversstaðar í innkeyrslunni eða undir gluggum. Eitt sinn vaknaði ég með auglýsingabækling á sænginni hjá mér, og svo leit ég undir gluggann minn úti við og við mér blasti nokkrir aðrir bæklingar.
Eitt sem vekur mikla furðu mína er að það virðist enginn annar í götunni eiga við sama vandamál að stríða, allir fá sinn ruslpóst.
Við höfum nokkrum sinnum talað við kauða og kvartað en ekkert skánar ástandið.
Fjölskyldumeðlimir eru orðnir frekar pirraðir á þessum uppátækjum og vil ég því biðja ykkur,lesendur góðir að ráðleggja mér hvað ég eigi að gera í þessum máli.
Komið með ferskar hugmyndir!
sunnudagur, júní 27
Í vinnunni minni eru margar stundir á degi hverjum sem fara í að forðast að vinna.
Þessar dauðu stundir fara oftar en ekki í blaður en nokkrir eiga það til að hefja samsöng með öðrum flokksmeðlimum og hefur það vakið mikla lukku flokkstjórans.
Nokkrir góðir slagarar eru efst á óskalagalistanum eins og t.d. If you wanna be my lover með Spice Girls, I feel it in my fingers(þýtt af flokksmeðlimum) og gamli góði sunnudagaskólaslagarinn; "ég er ekki fótgönguliði".
En margur getur fengið nóg af þessari vitleysu og hefur maður oft á tíðum í þessu 4 sumur sem ég hef unnið þarna velt því fyrir sér hvað maður geti gert til að drepa tímann, sem er þó tengt vinnunni á einhvern hátt.
Ég hef tekið saman nokkra leiki sem njóta mikilla vinsælda þetta sumarið hjá okkur í Bæjarvinnu Álftanes og vona ég að hver sá sem er við dauðans dyr af leiðindum í sinni vinni geti notið góðs af.
Bíómyndaleikurinn:
Hinn sívinsæli bíómyndaleikur er ekki flókinn.
Einn byrjar að segja nafn á bíómynd, t.d. Lord of the rings. Þá á sá sem er næstur í röðinni að finna nafn á bíómynd sem byrjar á síðasta stafnum í myndinni sem nefnd var á undan. Hugsunartímamörk eru 5 mínútur og sá sem fer yfir þann tíma er dæmdur úr leik. Leikurinn gengur svo sinn gang þar aðeins einn stendur eftir.
Hver er maðurinn?:
Þessi leikur gengur út á það að einn skal finna upp á þekktum manni, og hinir eiga að giska hver sá maður er. Sá sem hugsaði sér manninn má aðeins svara spurningum leikmanna með já eða nei. Sá sem getur að lokum giskað á rétt svar fær að finna sér mann næst.
Hrífukast
Það sem til þarf: garðhrífur fyrir alla keppendur(mæli með grashrífur, fást í Húsasmiðjunni á sanngjörnu verði).
Gamla góða spjótkastið, nema notast er við hrífur.
Skófluleikurinn
Keppendur fá allir skóflu í hönd(fást einnig í húsasmiðjunni á sanngjörnu verði) og standa í hring. Finnið næsta stein og kastið honum á milli og grípið með skóflunni.
Sá sem missir steininn er úr.
Njótið
Þessar dauðu stundir fara oftar en ekki í blaður en nokkrir eiga það til að hefja samsöng með öðrum flokksmeðlimum og hefur það vakið mikla lukku flokkstjórans.
Nokkrir góðir slagarar eru efst á óskalagalistanum eins og t.d. If you wanna be my lover með Spice Girls, I feel it in my fingers(þýtt af flokksmeðlimum) og gamli góði sunnudagaskólaslagarinn; "ég er ekki fótgönguliði".
En margur getur fengið nóg af þessari vitleysu og hefur maður oft á tíðum í þessu 4 sumur sem ég hef unnið þarna velt því fyrir sér hvað maður geti gert til að drepa tímann, sem er þó tengt vinnunni á einhvern hátt.
Ég hef tekið saman nokkra leiki sem njóta mikilla vinsælda þetta sumarið hjá okkur í Bæjarvinnu Álftanes og vona ég að hver sá sem er við dauðans dyr af leiðindum í sinni vinni geti notið góðs af.
Bíómyndaleikurinn:
Hinn sívinsæli bíómyndaleikur er ekki flókinn.
Einn byrjar að segja nafn á bíómynd, t.d. Lord of the rings. Þá á sá sem er næstur í röðinni að finna nafn á bíómynd sem byrjar á síðasta stafnum í myndinni sem nefnd var á undan. Hugsunartímamörk eru 5 mínútur og sá sem fer yfir þann tíma er dæmdur úr leik. Leikurinn gengur svo sinn gang þar aðeins einn stendur eftir.
Hver er maðurinn?:
Þessi leikur gengur út á það að einn skal finna upp á þekktum manni, og hinir eiga að giska hver sá maður er. Sá sem hugsaði sér manninn má aðeins svara spurningum leikmanna með já eða nei. Sá sem getur að lokum giskað á rétt svar fær að finna sér mann næst.
Hrífukast
Það sem til þarf: garðhrífur fyrir alla keppendur(mæli með grashrífur, fást í Húsasmiðjunni á sanngjörnu verði).
Gamla góða spjótkastið, nema notast er við hrífur.
Skófluleikurinn
Keppendur fá allir skóflu í hönd(fást einnig í húsasmiðjunni á sanngjörnu verði) og standa í hring. Finnið næsta stein og kastið honum á milli og grípið með skóflunni.
Sá sem missir steininn er úr.
Njótið
föstudagur, júní 25
Alltaf eitthvað nýtt
Jú nú eru myndirnar komnar sem allir hafa beðið eftir!
Myndir frá tjaldferð hagkaups,fótboltafári,17. júní og síðast en ekki síst úr afmæli Ernu þann 19.júní
Myndirnar má nálgast hér!
Njótið!
Jú nú eru myndirnar komnar sem allir hafa beðið eftir!
Myndir frá tjaldferð hagkaups,fótboltafári,17. júní og síðast en ekki síst úr afmæli Ernu þann 19.júní
Myndirnar má nálgast hér!
Njótið!
Undanfarna daga hef ég verið frekar utanvelta hér heima við.
Ástæðuna má rekja til EM í knattspyrnu sem nú fer fram í Portúgal.
Ég hef alla tíð haft mjög gaman af fótbolta, æfði íþróttina í rúm fimm ár og ætti að vera nokkuð kunn henni.
Hins vegar hef ég alls ekkert gaman af því að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu.
Aðrir heimilismeðlimir virðast ekki vera á sama máli og ég, og vegna meirihluta þeirra sem horfa á leikina í sjónvarpinu hef ég verið dálítið útundan undanfarið.
Þessi keppni hefur mikil áhrif á heimilislífið skal ég segja ykkur.
Þar sem þau sem horfa á boltann halda öll með sitthvoru liðinu hefur myndast mikil spenna hér og er ég ekki frá því að við matarborðið megi líta ill augnarráð, og rifrildi um boltann er það eina sem glymur í eyrum mínum meðan ég nýt matarins.
Einnig hef ég eytt miklum peningum í höfuverkjatöflur af ýmsu tagi vegna hávaða í þessum fyrrnefndu fjölskyldumeðlimum.
Ég finn geðheilsu mína minnka með degi hverjum og með þessu áframhaldandi verð ég að panta mitt vanalega pláss á geðdeildinni innan skamms.
Þeir sem eiga við sama vandamál að stíða geta haft samband við áfallahjálp í síma 8794566 allan sólarhringinn en í sama síma er einnig hægt að panta handhægar Kurby ryksugur.
Njótið fótboltans
laugardagur, júní 19
Dagur allra landsmanna
Já kæru landar, nú er dagur allra landsmanna liðinn.
Börnin fengu sitt, gasblöðrur,sleikjó og sykurleðjuull og foreldrar sáu mánaðarlaunin fjúka í burt vegna verðsins á þessum varningi.
Hoppað var í hoppiköstulum, fólk horfði á misgóð skemmtiatriði og hitti mann og annan.
Allt gerðist þetta á 24 klst.
-Þegar ég var ung og upp á mitt besta þótti mér einstaklega gaman að vappa um í miðbænum með foreldrum mínum með gasblöðru í hönd og sleikisnuð í kjaftinum.
Foreldrar mínir þutu um allan bæinn í leit að viðeigandi skemmtun fyrir mig og systur mína og höfðum við gaman af.
Í uppáhaldi hjá mér var ávallt Brúðubíllinn sem ég viðurkenni að ég hef enn lúmskt gaman af.-
--Nú, komin á 18 aldursár snýst 17. júní um það að fara niður í miðbæ, hitta mann og annan og drekka innlent brennivín með löndum sínum og horfa á 13. ára gelgjur á ímyndunarfylleríi.--
Dæmi hver um sig hvort er betra.
Já kæru landar, nú er dagur allra landsmanna liðinn.
Börnin fengu sitt, gasblöðrur,sleikjó og sykurleðjuull og foreldrar sáu mánaðarlaunin fjúka í burt vegna verðsins á þessum varningi.
Hoppað var í hoppiköstulum, fólk horfði á misgóð skemmtiatriði og hitti mann og annan.
Allt gerðist þetta á 24 klst.
-Þegar ég var ung og upp á mitt besta þótti mér einstaklega gaman að vappa um í miðbænum með foreldrum mínum með gasblöðru í hönd og sleikisnuð í kjaftinum.
Foreldrar mínir þutu um allan bæinn í leit að viðeigandi skemmtun fyrir mig og systur mína og höfðum við gaman af.
Í uppáhaldi hjá mér var ávallt Brúðubíllinn sem ég viðurkenni að ég hef enn lúmskt gaman af.-
--Nú, komin á 18 aldursár snýst 17. júní um það að fara niður í miðbæ, hitta mann og annan og drekka innlent brennivín með löndum sínum og horfa á 13. ára gelgjur á ímyndunarfylleríi.--
Dæmi hver um sig hvort er betra.
þriðjudagur, júní 15
Enn af sjúkum
Enn verður hér bloggað um hinar sýktu gelgjur sem undirrituð umgengst 8 klukkustundir á hverjum virkum degi.
Undanfarna daga hafa þónokkrar gelgjur fallið í óvit vegna óhappa sem hafa aldeilis tekið á taugar stúlknanna.
Þegar þessar saklausu sálir skráðu sig í Unglingavinnuna gerðu þær sér áreiðanlega ekki grein fyrir þeim augljósu hættum sem fylgja í starfinu.
Nokkrar af gelgjunum hafa fengið áfallahjálp eftir að hafa brotið nögl við grasrakstur, og enn fleiri liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið strá í augað.
Búast má við að helmingur stúlkna, fæddar 1990 verði blindur eftir sumarið með þessu áframhaldi.
Fylgist með framhaldssögu sumarsins, hér á www.hrebbna.tk
Enn verður hér bloggað um hinar sýktu gelgjur sem undirrituð umgengst 8 klukkustundir á hverjum virkum degi.
Undanfarna daga hafa þónokkrar gelgjur fallið í óvit vegna óhappa sem hafa aldeilis tekið á taugar stúlknanna.
Þegar þessar saklausu sálir skráðu sig í Unglingavinnuna gerðu þær sér áreiðanlega ekki grein fyrir þeim augljósu hættum sem fylgja í starfinu.
Nokkrar af gelgjunum hafa fengið áfallahjálp eftir að hafa brotið nögl við grasrakstur, og enn fleiri liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið strá í augað.
Búast má við að helmingur stúlkna, fæddar 1990 verði blindur eftir sumarið með þessu áframhaldi.
Fylgist með framhaldssögu sumarsins, hér á www.hrebbna.tk
þriðjudagur, júní 8
Vátíðindi
Frést hefur að hrebbnan sé nú undir alvarlegum áhrifum gelgjunnar.
Hún er talin hafa smitast af þessum illræmda sjúkdómi í gegnum stúlkur sem hún umgengst í Unglingavinnu Bessastaðarhrepps.
Síðast sást hún í Kringlunni, nánar tiltekið í Kiss að kaupa sér glimmervaralit og magabol, en stuttu síðar var Páll Jónsson, yfirlæknir á barna og-unglingageðdeild Landspítalans var við hana í Skífunni þar sem hún var í þann mund að kaupa sér nýjasta diskinn með Sugarbabes.
Sem betur fer náði Páll að stöðva hrebbnuna áður en fór í verra og hefur hún nú verið lögð inn.
Vill undirrituð vara fólk við að umgangast stúlkur á aldrinum 10-14 ára, því þær munu, samkvæmt rannsókn Háskólans í Austur-Búlgaríu vera með gelgjusýki á háu stigi.
Verið varkár
Frést hefur að hrebbnan sé nú undir alvarlegum áhrifum gelgjunnar.
Hún er talin hafa smitast af þessum illræmda sjúkdómi í gegnum stúlkur sem hún umgengst í Unglingavinnu Bessastaðarhrepps.
Síðast sást hún í Kringlunni, nánar tiltekið í Kiss að kaupa sér glimmervaralit og magabol, en stuttu síðar var Páll Jónsson, yfirlæknir á barna og-unglingageðdeild Landspítalans var við hana í Skífunni þar sem hún var í þann mund að kaupa sér nýjasta diskinn með Sugarbabes.
Sem betur fer náði Páll að stöðva hrebbnuna áður en fór í verra og hefur hún nú verið lögð inn.
Vill undirrituð vara fólk við að umgangast stúlkur á aldrinum 10-14 ára, því þær munu, samkvæmt rannsókn Háskólans í Austur-Búlgaríu vera með gelgjusýki á háu stigi.
Verið varkár
miðvikudagur, júní 2
Atburðir líðandi stundar
Ég var stödd í Hagkaup um fjögurleytið eftir vel heppnaða ferð til tannlæknis.
Rétt eftir þessa tannlæknisför þurfti ég að mæta til vinnu, enn frekar aum eftir ósköpin.
Ég var stödd á kassa í dömudeild Hagkaupa þegar athygli mín beindist að útvarpinu.
Eins og alltaf var stillt á Létt 96,7.
Ég heyrði frekar illa hvað var í gangi í , en heyrði þó fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu.
Eyru mín sperrtust upp eins og á hundi, enda mjög áhugavert mál þetta frumvarp.
Fljótlega áttaði ég mig á að það var rödd frænda míns, Ólafs Ragnars Grímssonar sem ómaði í tækinu.
Loks heyrði ég það frá konum sem staddar voru á kassa hjá mér að nú stæði yfir blaðamannafundur á Bessastöðum.
Skyndilega var eins og öll búðin legðist í dvala.
Fólks stansaði, hætti að tala og hópaðist saman.
Hjörðin var ólík, en átti það þó eitt sameiginlegt, áhugann á frumvarpinu og gjörðum forsetans.
Allir lögðu við hlustir og þegar niðurstaða blaðamannafundarins var kynnt var eins og allt ætlaði um koll að keyra.
Fólk faðmaðist, sumir fögnuðu dátt,klöppuðu og aðrir létu sér það nægja að brosa út í eitt.
Allir virtust á einu máli um það að Óli hafði gert rétt.
Þetta var falleg stund, og sýndi samstöðu landans sem virtist hæst ánægður með að fá að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Ég tek að ofan fyrir frænda og segi þrefalt húrra;
Húrra,
Húrra,
Húrra!
Ég var stödd í Hagkaup um fjögurleytið eftir vel heppnaða ferð til tannlæknis.
Rétt eftir þessa tannlæknisför þurfti ég að mæta til vinnu, enn frekar aum eftir ósköpin.
Ég var stödd á kassa í dömudeild Hagkaupa þegar athygli mín beindist að útvarpinu.
Eins og alltaf var stillt á Létt 96,7.
Ég heyrði frekar illa hvað var í gangi í , en heyrði þó fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu.
Eyru mín sperrtust upp eins og á hundi, enda mjög áhugavert mál þetta frumvarp.
Fljótlega áttaði ég mig á að það var rödd frænda míns, Ólafs Ragnars Grímssonar sem ómaði í tækinu.
Loks heyrði ég það frá konum sem staddar voru á kassa hjá mér að nú stæði yfir blaðamannafundur á Bessastöðum.
Skyndilega var eins og öll búðin legðist í dvala.
Fólks stansaði, hætti að tala og hópaðist saman.
Hjörðin var ólík, en átti það þó eitt sameiginlegt, áhugann á frumvarpinu og gjörðum forsetans.
Allir lögðu við hlustir og þegar niðurstaða blaðamannafundarins var kynnt var eins og allt ætlaði um koll að keyra.
Fólk faðmaðist, sumir fögnuðu dátt,klöppuðu og aðrir létu sér það nægja að brosa út í eitt.
Allir virtust á einu máli um það að Óli hafði gert rétt.
Þetta var falleg stund, og sýndi samstöðu landans sem virtist hæst ánægður með að fá að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Ég tek að ofan fyrir frænda og segi þrefalt húrra;
Húrra,
Húrra,
Húrra!
föstudagur, maí 28
Tækniframfarir
Hrebbnan hefur síðan á haustdögum sést með stafræna myndavél hér og hvar og hefur henni loks tekist að setja þessar myndir inn á veraldarvefinn.
Myndirnar má nálgast hér
Njótið
Hrebbnan hefur síðan á haustdögum sést með stafræna myndavél hér og hvar og hefur henni loks tekist að setja þessar myndir inn á veraldarvefinn.
Myndirnar má nálgast hér
Njótið
Sumarvinna
Í þá gömlu góðu daga þegar maður var enn saklaus einstaklingur sem gekk í grunnskóla eyddi maður sumrinu í að leika sér úti,passa börn og halda tombólur og hafði virkilega gaman af.
Svo kom sú tíð að saklausa barnið þroskaðist og fór í gagnfræðaskóla, og þá var maður ekki lengur lítið saklaust barn, heldur ógnvekjandi og stórhætturlegur unglingur á gelgjuskeiði. Þá þótti ekki lengur hip og kúl að passa börn og bora í nefið, heldur var sagt við mann að nú þyrfti maður sko að sanna sig sem einstaklingur og fara í Unglingavinnu Bessastaðarhrepps, (einnig þekkt undir nafninu Herbúðir Hrannar).
Síðustu 4 ár hef ég unnið í þessum öguðu herbúðum, og þótt ágætt enda oftast eytt sumrinu í beðum, reytandi arfa í góðra vina hópi.
En nú í sumar varð breyting á.
Ég mætti að morgni þriðjudags um 8-leytið og sá fram á afslappað og skemmtilegt sumar með vinum og kunningjum, en sá draumur var skyndilega á bak og burt þegar tilkynnt var hverjir yrðu saman í hóp yfir sumarið.
Ég sat á bekk og horfi á vini mína fara hver á fætur öðrum í sína hópa, og beið eftir kalli Herforingjans. Loks var nafn mitt lesið upp, vitlaust eftirnafn, en þó nafn mitt.
Ég gekk í lið mitt, og virti fyrir mér liðsmenn. Skyndilega lá það ljóst fyrir; ég var eigi í hópi með mínum yndislegu vinum, heldur var ég sett í lið með ókunnugu fólki.
Eftir um hálftíma grátur innra með mér ákvað ég að sætta mig við hlutskipti mitt og sá fram á sumar vinnusemi og duglegheita. Stuttu eftir að ég hafði rakað burt allt gras sem til var í hreppnum sá ég hvar systir mín gekk til liðsforingjans, tók hrífu í hönd og spjallaði örlítið við liðsmennina.
Hversu frábært gat þetta orðið, hugsaði ég með mér.
Nú sá ég fram á sumar rifrilda og leiðinda, enda erum við systur ekki þekktar fyrir ást í garð hvor annarar enda frekar ólíkir persónuleikar.
Þar sem ég stóð, rakandi ímyndað gras tók ég að hlusta á samræður liðsmanna minna, sem flestar snérust um kærasta, hálf-kærasta og viðhöld. Þegar ein stúlka spurði mig hvort ég vildi nú ekki blanda geði við hana og vinkonur hennar og ég ákvað að slá til.
Hægt og býtandi dróg ég mig úr samræðunum þegar ég áttaði mig á því að þær höfðu eytt síðasta hálftímanum í að ræða um hvaða maskari væri í raun og veru sá besti.
Nú sé ég fram á sumar einveru, allavega hef ég eytt síðustu 2 dögum í samræðuR við sjálfa mig og hrífuna mína, sem nefnist Magnús.
Góðar stundir
Í þá gömlu góðu daga þegar maður var enn saklaus einstaklingur sem gekk í grunnskóla eyddi maður sumrinu í að leika sér úti,passa börn og halda tombólur og hafði virkilega gaman af.
Svo kom sú tíð að saklausa barnið þroskaðist og fór í gagnfræðaskóla, og þá var maður ekki lengur lítið saklaust barn, heldur ógnvekjandi og stórhætturlegur unglingur á gelgjuskeiði. Þá þótti ekki lengur hip og kúl að passa börn og bora í nefið, heldur var sagt við mann að nú þyrfti maður sko að sanna sig sem einstaklingur og fara í Unglingavinnu Bessastaðarhrepps, (einnig þekkt undir nafninu Herbúðir Hrannar).
Síðustu 4 ár hef ég unnið í þessum öguðu herbúðum, og þótt ágætt enda oftast eytt sumrinu í beðum, reytandi arfa í góðra vina hópi.
En nú í sumar varð breyting á.
Ég mætti að morgni þriðjudags um 8-leytið og sá fram á afslappað og skemmtilegt sumar með vinum og kunningjum, en sá draumur var skyndilega á bak og burt þegar tilkynnt var hverjir yrðu saman í hóp yfir sumarið.
Ég sat á bekk og horfi á vini mína fara hver á fætur öðrum í sína hópa, og beið eftir kalli Herforingjans. Loks var nafn mitt lesið upp, vitlaust eftirnafn, en þó nafn mitt.
Ég gekk í lið mitt, og virti fyrir mér liðsmenn. Skyndilega lá það ljóst fyrir; ég var eigi í hópi með mínum yndislegu vinum, heldur var ég sett í lið með ókunnugu fólki.
Eftir um hálftíma grátur innra með mér ákvað ég að sætta mig við hlutskipti mitt og sá fram á sumar vinnusemi og duglegheita. Stuttu eftir að ég hafði rakað burt allt gras sem til var í hreppnum sá ég hvar systir mín gekk til liðsforingjans, tók hrífu í hönd og spjallaði örlítið við liðsmennina.
Hversu frábært gat þetta orðið, hugsaði ég með mér.
Nú sá ég fram á sumar rifrilda og leiðinda, enda erum við systur ekki þekktar fyrir ást í garð hvor annarar enda frekar ólíkir persónuleikar.
Þar sem ég stóð, rakandi ímyndað gras tók ég að hlusta á samræður liðsmanna minna, sem flestar snérust um kærasta, hálf-kærasta og viðhöld. Þegar ein stúlka spurði mig hvort ég vildi nú ekki blanda geði við hana og vinkonur hennar og ég ákvað að slá til.
Hægt og býtandi dróg ég mig úr samræðunum þegar ég áttaði mig á því að þær höfðu eytt síðasta hálftímanum í að ræða um hvaða maskari væri í raun og veru sá besti.
Nú sé ég fram á sumar einveru, allavega hef ég eytt síðustu 2 dögum í samræðuR við sjálfa mig og hrífuna mína, sem nefnist Magnús.
Góðar stundir
laugardagur, maí 22
Af veislum
Ég var stödd í veislu um daginn, eins og gengur og gerist.
Þegar ég er í veislum legg ég það oftar en ekki í vana minn að hlusta á samræður fólks. Í veislum gerist það ólíkt fólk tekur að spjalla saman um daginn og veginn.
Eftir að hafa svarað öllum ættingjum um gengi mitt í skólanum,sumarvinnuna og ástarmál settist ég niður með brauðtertubút og kókglas og hlýddi á samræður ættingja minna.
Eftir um hálftíma hlustun hafði þessi hópur farið víða í samræðunum, allt frá skiptinemum til gulrótarkökuuppskriftar og frá því til Íslenskra bíómynda.
Ég viðurkenni að samræðurnar vöktu engann sérstakann áhuga hjá mér fyrr en einn ágætur frændi minn hóf mjög svo skemmtilegar samræður um Ísl. kvikmyndir, ég sá loks tækifæri til að blanda mér inn í samræðurnar sem ég og gerði.
Þegar ættingjar mínir fóru að tala um Ladda var athygli mín í hámarki, enda er Laddi einn af mínum uppáhalds.
Ég gerði mig tilbúna að halda tölu um aðdáun mína á Ladda, en málin snérust svo sannarlega í höndunum á mér.
Skyndilega voru allir ættingjar mínir komnir á það mál að Laddi væri útbrunninn kómíker sem ætti bara að halda sig við sölu á fasteignum á Spáni. Ég missti hreinlega andlitið kæru lesendur!
Hvar var ég stödd? Var ég að heyra rétt?
Ég trúði varla að ættingjarnir,flestir yfir fertugt segði slíka hluti um Ladda, fólk sem var uppi á gullárum hans.
Loks sá ég að frændi minn einn dró sig hægt og bítandi úr samræðunni og settist við hlið mér dapur á svip.
Þessi frændi minn er eimmit sá sem kenndi mér að meta Ladda, gaf mér gamlar plötur sem hann átti og geisladiska.
Við ákváðum að gera uppreisn í annars skemmtilegri veislu.
Við settumst tvö í eitt herbergið, þess má geta að veislan var haldin í heimahúsi, og settum Ladda á fóninn og ræddumst um þennan snilling og vitnuðum í hann langt fram eftir kvöldi.
Hver man ekki eftir slögurunum -"Á spáni er gott að djamma og djúsa", "Of feit fyrir mig", "Ég er afi minn" og fleiri góðum úr smiðju Ladda, svo ekki séu nú minnst á alla karakterana; Dengsa, Elsu Lúnd, Eírík Fjalar, og fleiri og fleiri.
Við höfum öll raulað lítinn lagstúf úr safni hans, og ég skammast mín ekkert fyrir það.
Nú vil ég kæru lesendur fá ykkar álit, er Laddi búinn að vera?
Ef svo er, skal ég eta hatt minn og staf.
Ég var stödd í veislu um daginn, eins og gengur og gerist.
Þegar ég er í veislum legg ég það oftar en ekki í vana minn að hlusta á samræður fólks. Í veislum gerist það ólíkt fólk tekur að spjalla saman um daginn og veginn.
Eftir að hafa svarað öllum ættingjum um gengi mitt í skólanum,sumarvinnuna og ástarmál settist ég niður með brauðtertubút og kókglas og hlýddi á samræður ættingja minna.
Eftir um hálftíma hlustun hafði þessi hópur farið víða í samræðunum, allt frá skiptinemum til gulrótarkökuuppskriftar og frá því til Íslenskra bíómynda.
Ég viðurkenni að samræðurnar vöktu engann sérstakann áhuga hjá mér fyrr en einn ágætur frændi minn hóf mjög svo skemmtilegar samræður um Ísl. kvikmyndir, ég sá loks tækifæri til að blanda mér inn í samræðurnar sem ég og gerði.
Þegar ættingjar mínir fóru að tala um Ladda var athygli mín í hámarki, enda er Laddi einn af mínum uppáhalds.
Ég gerði mig tilbúna að halda tölu um aðdáun mína á Ladda, en málin snérust svo sannarlega í höndunum á mér.
Skyndilega voru allir ættingjar mínir komnir á það mál að Laddi væri útbrunninn kómíker sem ætti bara að halda sig við sölu á fasteignum á Spáni. Ég missti hreinlega andlitið kæru lesendur!
Hvar var ég stödd? Var ég að heyra rétt?
Ég trúði varla að ættingjarnir,flestir yfir fertugt segði slíka hluti um Ladda, fólk sem var uppi á gullárum hans.
Loks sá ég að frændi minn einn dró sig hægt og bítandi úr samræðunni og settist við hlið mér dapur á svip.
Þessi frændi minn er eimmit sá sem kenndi mér að meta Ladda, gaf mér gamlar plötur sem hann átti og geisladiska.
Við ákváðum að gera uppreisn í annars skemmtilegri veislu.
Við settumst tvö í eitt herbergið, þess má geta að veislan var haldin í heimahúsi, og settum Ladda á fóninn og ræddumst um þennan snilling og vitnuðum í hann langt fram eftir kvöldi.
Hver man ekki eftir slögurunum -"Á spáni er gott að djamma og djúsa", "Of feit fyrir mig", "Ég er afi minn" og fleiri góðum úr smiðju Ladda, svo ekki séu nú minnst á alla karakterana; Dengsa, Elsu Lúnd, Eírík Fjalar, og fleiri og fleiri.
Við höfum öll raulað lítinn lagstúf úr safni hans, og ég skammast mín ekkert fyrir það.
Nú vil ég kæru lesendur fá ykkar álit, er Laddi búinn að vera?
Ef svo er, skal ég eta hatt minn og staf.
sunnudagur, maí 16
Samsæri
Ég hef komið upp um enn eitt samsærið kæru lesendur og fannst mér ég vera knúin til þess að blogga um það.
Ég var stödd í Smáralind um daginn eins og gengur og gerist.
Iðulega þegar maður heimsækir þessa verslunarmiðstöð tekur maður yfirleitt ekki eftir tónlistinni sem ómar um allt húsið, en er þó til staðar.
Eftir langa dvöl í Smáralindinni, af óútskýranlegum ástæðum tók ég,ásamt mínu fríða föruneyti eftir því að engin tónlist var lengur í gangi, okkur til mikillar furðu.
Við létum tónlistarleysið þó ekki á okkur fá og héldum áfram okkar málum, þar til við loks heyrum rödd úr fjarska segja;
"Það er þægilegt að versla í Smáralind".
Aldrei höfðum við heyrt í þessari rödd áður í ferðum okkar í Smáralindina sem eru ófáar, og eftir örskammastund heyrðist röddin aftur; "Í Smáralind eru yfir 150 verslanir sem gleðja" og stuttu síðar; "Takk fyrir að velja Smáralind, komdu sem oftast". Loks fór músíkin aftur í gang og ég fór að velta því fyrir mér hvurs lags samsæri þetta væri.
Meðan við, saklausir borgarar eyðum aleigunni í Smáralindinni er rödd sem snertir undirmeðvitund okkar meðan við verslum sem sannfærir okkur um að Smáralind sé þúsund sinnum betri heldur en Kringlan og fær okkur þess vegna til að koma aftur og aftur. Þessi rödd heilaþvær okkur í hver skipti sem við vogum okkur að stíga fæti inn fyrir dyr Smáralindar.
Ég segji hingað og ekki lengra Smáralind!
Ekki ætla ég að láta bjóða mér það að vera dáleidd af fyrirmönnum Smáralindar í því skyni að fá mig aftur til að eyða peningum í verslunum þeirra, ekki að ræða það!
Ég hvet alla sem einn að standa með mér eins lengi og þeir þola!
Yfir og út
Ég hef komið upp um enn eitt samsærið kæru lesendur og fannst mér ég vera knúin til þess að blogga um það.
Ég var stödd í Smáralind um daginn eins og gengur og gerist.
Iðulega þegar maður heimsækir þessa verslunarmiðstöð tekur maður yfirleitt ekki eftir tónlistinni sem ómar um allt húsið, en er þó til staðar.
Eftir langa dvöl í Smáralindinni, af óútskýranlegum ástæðum tók ég,ásamt mínu fríða föruneyti eftir því að engin tónlist var lengur í gangi, okkur til mikillar furðu.
Við létum tónlistarleysið þó ekki á okkur fá og héldum áfram okkar málum, þar til við loks heyrum rödd úr fjarska segja;
"Það er þægilegt að versla í Smáralind".
Aldrei höfðum við heyrt í þessari rödd áður í ferðum okkar í Smáralindina sem eru ófáar, og eftir örskammastund heyrðist röddin aftur; "Í Smáralind eru yfir 150 verslanir sem gleðja" og stuttu síðar; "Takk fyrir að velja Smáralind, komdu sem oftast". Loks fór músíkin aftur í gang og ég fór að velta því fyrir mér hvurs lags samsæri þetta væri.
Meðan við, saklausir borgarar eyðum aleigunni í Smáralindinni er rödd sem snertir undirmeðvitund okkar meðan við verslum sem sannfærir okkur um að Smáralind sé þúsund sinnum betri heldur en Kringlan og fær okkur þess vegna til að koma aftur og aftur. Þessi rödd heilaþvær okkur í hver skipti sem við vogum okkur að stíga fæti inn fyrir dyr Smáralindar.
Ég segji hingað og ekki lengra Smáralind!
Ekki ætla ég að láta bjóða mér það að vera dáleidd af fyrirmönnum Smáralindar í því skyni að fá mig aftur til að eyða peningum í verslunum þeirra, ekki að ræða það!
Ég hvet alla sem einn að standa með mér eins lengi og þeir þola!
Yfir og út
föstudagur, maí 14
Lítil saga
Það var einn vordag í maí, nánar tiltekið 7 maí sem þessi hræðilegi atburður gerðist.
Þessi atburður átti eftir að hafa mikil áhrif á undirritaða.
Hún gekk að tölvunni, með ágætisblogghugmynd og hugðist ætla að dreifa henni meðal jafningja á veraldarvefnum, en hvað var þetta?
Það kviknaði ekki á tölvunni!
Hún reyndi hvað eftir annað að ýta á on-takkann en ekkert virtist gerast. Faðir hennar horfði á stúlkuna og fussaði og sveiaði og sagði henni að gefast hreinlega upp, tölvan væri biluð.
Hún ákvað að sanna í eitt skipti fyrir öll hversu góð hún væri í raun og veru á tölvur og tók því allar snúrurnar úr sambandi og setti þær aftur í samband en alltaf var sama niðurstaðan sem blasti við henni..tölvan var biluð.
Eftir langann fjölskyldufund var ákveðið að fara með heimilisástina í viðgerð.
Eftir langa tölvulausa viku fékk stúlkan loks tölvuna sína til baka betri en nokkru sinni fyrr.
Já kæru lesendur, þetta er ástæðan fyrir bloggleysinu en ég kem sterk inn eftir bilanir og próf
Það var einn vordag í maí, nánar tiltekið 7 maí sem þessi hræðilegi atburður gerðist.
Þessi atburður átti eftir að hafa mikil áhrif á undirritaða.
Hún gekk að tölvunni, með ágætisblogghugmynd og hugðist ætla að dreifa henni meðal jafningja á veraldarvefnum, en hvað var þetta?
Það kviknaði ekki á tölvunni!
Hún reyndi hvað eftir annað að ýta á on-takkann en ekkert virtist gerast. Faðir hennar horfði á stúlkuna og fussaði og sveiaði og sagði henni að gefast hreinlega upp, tölvan væri biluð.
Hún ákvað að sanna í eitt skipti fyrir öll hversu góð hún væri í raun og veru á tölvur og tók því allar snúrurnar úr sambandi og setti þær aftur í samband en alltaf var sama niðurstaðan sem blasti við henni..tölvan var biluð.
Eftir langann fjölskyldufund var ákveðið að fara með heimilisástina í viðgerð.
Eftir langa tölvulausa viku fékk stúlkan loks tölvuna sína til baka betri en nokkru sinni fyrr.
Já kæru lesendur, þetta er ástæðan fyrir bloggleysinu en ég kem sterk inn eftir bilanir og próf
miðvikudagur, maí 5
Örstutt
Þar sem ég sat í makindum mínum við enskulestur á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar varð ég skyndilega fyrir óþægilegri truflun er þjófavarnarkerfi skólans fór í gang.
Ég skildi hvorki upp né niður í því hvers vegna enginn kippti sér upp við þessu óhljóð fyrr en ég gekk til bókasafnsvarðarins og spurði hvort ég væri svona hryllilega næm fyrir óhljóðunum eða hvort samnemendur mínir væru hreinlega heyrnarlausir, þá benti hún mér á að flestir hefðu keypt eyrnatappa á próftilboði.
Þar sem ég sat í makindum mínum við enskulestur á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar varð ég skyndilega fyrir óþægilegri truflun er þjófavarnarkerfi skólans fór í gang.
Ég skildi hvorki upp né niður í því hvers vegna enginn kippti sér upp við þessu óhljóð fyrr en ég gekk til bókasafnsvarðarins og spurði hvort ég væri svona hryllilega næm fyrir óhljóðunum eða hvort samnemendur mínir væru hreinlega heyrnarlausir, þá benti hún mér á að flestir hefðu keypt eyrnatappa á próftilboði.
laugardagur, maí 1
Bæjarferð
Ég vaknaði í morgun við fuglasöng og kaffilykt, og var óvenju hress miðað við atburði gærkvöldsins.
Faðir minn hafði farið fram úr fyrir allar aldir og skellt sér út í bakarí, sem verður að teljast afrek út af fyrir sig.
Þegar ég kom fram í eldhús voru allir heimilismeðlimir á fótum, svolgrandi í sig góðgæti úr bakaríinu og drekkandi dýrindis brasilískt kaffi, eða nýkreistann appelsínusafa.
Gat dagurinn byrjað betur?
Ég og systir mín kær tókum að tala saman og komumst að því að okkur langaði báðum að gera okkur dagamun og kíkja í Kolaportið.
Þegar við komum í Kolaportið var auðsjáanlegt að fleiri höfðu fengið sömu hugdettu og við.
Básarnir voru allir mjög spennandi og hefði ég án efa geta eytt öllum deginum þarna inni. Fólkið var allt svo glaðlegt og tók á móti manni með bros á vör.
Ég hafði hugsað mér að kaupa mér kjól á bás sem einhver búningahönnuður var með, en ekkert varð úr því vegna peningaskorts.
Þó sá ég mér fært að fjárfesta í einni vidjóspólu og einu pari af skóm, sem verða nú að teljast góð kaup því heildarupphæðin var 1000 krónur.
Systir mín kær var iðin við að opna budduna og verslaði eins og óð væri.
Meðan systir mín var í óða önn að eyða mánaðarlaununum fór ég að velta fyrir mér fólkinu sem var þarna á ferli.
Þarna var saman kominn Þingeyrarkórinn í allri sinni mynd, þreytta móðirinn sem gerði allt til að láta börnin sín hætta að nöldra, túristinn sem var greinilega villtur og spurði undirritaða "Sorry, is this Smáralind?",gömlu hjónin sem komu til að kaupa gæðafisk, hasshausinn sem fjárfesti í hasspípu og framhaldsskólanemar sem voru að gera allt nema að læra undir lokapróf.
Þegar við systurnar fengum þau skilaboð í gegnum farsíma að við þyrftum að koma okkur heim í flýti..af óútskýranlegri ástæðu var ekkert annað að gera en að hoppa upp í bíl og keyra af stað, en skyndilega kom babb í bátinn.
Við vorum stopp á ljósunum við tjörnina og skyldum hvorki upp né niður hvers vegna umferðin var svona hæg. Ég tók mig til og steig út úr bílnum og skimaði í kringum mig eftir hugsanlegri ástæðu..og loks blasti hún við mér: blásandi í lúðra, berjandi á trommur ..skrúðganga.
Týpískt, við sem vorum einmitt að flýta okkur. Þó bjargaðist þetta allt að lokum(eftir um 10 mín. bið) og við komumst heilar heim.
Í heildina var þessi bæjarferð stórskemmtileg og hvet ég alla til að kíkja sem fyrst í Kolaportið.
Ég vaknaði í morgun við fuglasöng og kaffilykt, og var óvenju hress miðað við atburði gærkvöldsins.
Faðir minn hafði farið fram úr fyrir allar aldir og skellt sér út í bakarí, sem verður að teljast afrek út af fyrir sig.
Þegar ég kom fram í eldhús voru allir heimilismeðlimir á fótum, svolgrandi í sig góðgæti úr bakaríinu og drekkandi dýrindis brasilískt kaffi, eða nýkreistann appelsínusafa.
Gat dagurinn byrjað betur?
Ég og systir mín kær tókum að tala saman og komumst að því að okkur langaði báðum að gera okkur dagamun og kíkja í Kolaportið.
Þegar við komum í Kolaportið var auðsjáanlegt að fleiri höfðu fengið sömu hugdettu og við.
Básarnir voru allir mjög spennandi og hefði ég án efa geta eytt öllum deginum þarna inni. Fólkið var allt svo glaðlegt og tók á móti manni með bros á vör.
Ég hafði hugsað mér að kaupa mér kjól á bás sem einhver búningahönnuður var með, en ekkert varð úr því vegna peningaskorts.
Þó sá ég mér fært að fjárfesta í einni vidjóspólu og einu pari af skóm, sem verða nú að teljast góð kaup því heildarupphæðin var 1000 krónur.
Systir mín kær var iðin við að opna budduna og verslaði eins og óð væri.
Meðan systir mín var í óða önn að eyða mánaðarlaununum fór ég að velta fyrir mér fólkinu sem var þarna á ferli.
Þarna var saman kominn Þingeyrarkórinn í allri sinni mynd, þreytta móðirinn sem gerði allt til að láta börnin sín hætta að nöldra, túristinn sem var greinilega villtur og spurði undirritaða "Sorry, is this Smáralind?",gömlu hjónin sem komu til að kaupa gæðafisk, hasshausinn sem fjárfesti í hasspípu og framhaldsskólanemar sem voru að gera allt nema að læra undir lokapróf.
Þegar við systurnar fengum þau skilaboð í gegnum farsíma að við þyrftum að koma okkur heim í flýti..af óútskýranlegri ástæðu var ekkert annað að gera en að hoppa upp í bíl og keyra af stað, en skyndilega kom babb í bátinn.
Við vorum stopp á ljósunum við tjörnina og skyldum hvorki upp né niður hvers vegna umferðin var svona hæg. Ég tók mig til og steig út úr bílnum og skimaði í kringum mig eftir hugsanlegri ástæðu..og loks blasti hún við mér: blásandi í lúðra, berjandi á trommur ..skrúðganga.
Týpískt, við sem vorum einmitt að flýta okkur. Þó bjargaðist þetta allt að lokum(eftir um 10 mín. bið) og við komumst heilar heim.
Í heildina var þessi bæjarferð stórskemmtileg og hvet ég alla til að kíkja sem fyrst í Kolaportið.
miðvikudagur, apríl 28
Fréttatími
Þetta var að berast...
Leikhópur áfangans lei203 mun sýna lokaverk sitt Platonof í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ næstkomandi fimmtudags- og föstudagskvöld(29 og 30) kl 20:00.
Frítt er inn fyrir alla, konur, karla og önnur húsdýr.
Ég hvet alla til þess að koma og sjá sýninguna, en undirrituð fer eimmit með hlutverk í þessu stykki, þannig að áðdáendaklúbburinn er vinsamlegast beðinn um að athuga að það er skyldumæting á þennan atburð!
Þetta var að berast...
Leikhópur áfangans lei203 mun sýna lokaverk sitt Platonof í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ næstkomandi fimmtudags- og föstudagskvöld(29 og 30) kl 20:00.
Frítt er inn fyrir alla, konur, karla og önnur húsdýr.
Ég hvet alla til þess að koma og sjá sýninguna, en undirrituð fer eimmit með hlutverk í þessu stykki, þannig að áðdáendaklúbburinn er vinsamlegast beðinn um að athuga að það er skyldumæting á þennan atburð!
laugardagur, apríl 24
Leikhúsferð
Við tókum okkur saman nokkrar stelpur úr Litlu Hryllingsbúðinni og ákváðum að skella okkur á sýninguna
5 stelpur.com til að sjá þessa elsku, hana Unnsu okkar stíga á stokk.
Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með þessa sýningu skal ég segja ykkur.
Ég náði vart andanum fyrir hlátri og var maskarinn komin lengst niður á lendar fyrir hlé svo ekki sé nú minnst á magaverkinn sem var farinn að segja til sín af öllum hlátrinum. Allar leikkonurnar voru bráðfyndnar og Unnur stóð sig frábærlega!
Ég mæli hiklaust með þessari sýningu og meina ég og segji það hér og nú að þetta er fyndnasta uppistand-gamanleikrit sem ég hef nokkurntíman séð á ævinni.
Hrebbnan mælir með 5 stelpur.com
Við tókum okkur saman nokkrar stelpur úr Litlu Hryllingsbúðinni og ákváðum að skella okkur á sýninguna
5 stelpur.com til að sjá þessa elsku, hana Unnsu okkar stíga á stokk.
Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með þessa sýningu skal ég segja ykkur.
Ég náði vart andanum fyrir hlátri og var maskarinn komin lengst niður á lendar fyrir hlé svo ekki sé nú minnst á magaverkinn sem var farinn að segja til sín af öllum hlátrinum. Allar leikkonurnar voru bráðfyndnar og Unnur stóð sig frábærlega!
Ég mæli hiklaust með þessari sýningu og meina ég og segji það hér og nú að þetta er fyndnasta uppistand-gamanleikrit sem ég hef nokkurntíman séð á ævinni.
Hrebbnan mælir með 5 stelpur.com
fimmtudagur, apríl 22
Foreldrar
Oftar en ekki hef ég hallast að þeirri skoðun að ég sé ættleidd.
Ástæðan?
Foreldrar mínir eru mjög ólíkir, enda ekki að furða þar sem þau eru alin upp hvor í sínum landsfjórðungi. Einnig hlýtur hinn mikli aldursmunur að hafa einhver áhrif.
Móðir mín var hálfgerður vandræðaunglingur, ólst upp í frekar frjálsu umhverfi í stórum systkynahópi.
Hún hefur mjög gaman af því að spjalla í síma og er hress með eindæmum. Konan sú hefur brennandi áhuga á Leiðarljósi,.íþróttum og er virkur meðlimur í kvenfélagi hreppsins.
Faðir minn er einn af gamla skólanum.
Fyrrv. bankastjórabulla, og rólyndur maður.
Hefur einstaklega gaman af öllu sem tengist íþróttum, en alveg óútskýranlega óbeit á símum.
Einnig má þess geta að hann hefur einstaklega gaman af því að sofa yfir sápuóperum.
Ég held að íþróttirnar séu það sem hafi dregið þessar tvær ólíku manneskjur saman. Faðir minn var landsliðsþjálfari í handbolta hér um árið og móðir mín fyrrv. keppnismaður í langstökki.
Það sem mér finnst einna merkilegast við áhuga þeirra á íþróttum er það að þau geta setið tímunum saman yfir hinni geysivinsælu íþrótt; snóker og skemmt sér jafn vel og yfir stórum landsleik Íslendinga.
Móðir mín segir gjarnan að maður þurfi bara að finna það er sem gerir íþróttina spennandi. Ég hef leitað og leitað en ekki enn fundið hvað er svona spennandi við snóker.
Þessar tvær manneskjur hafa verið mér til skammar svo oft að ég er hætt að telja, en þau eru alveg mögnuð þrátt fyrir það.
Þau fæddu mig nú einu sinni í þennan heim og án þeirra væri ég ekki hér!
Ég vil þakka örlögunum fyrir að hafa dregið þau saman og mér finnst að allir ættu að gefa foreldrum sínum klapp á bakið í tilefni dagsins!
Góðar stundir
Oftar en ekki hef ég hallast að þeirri skoðun að ég sé ættleidd.
Ástæðan?
Foreldrar mínir eru mjög ólíkir, enda ekki að furða þar sem þau eru alin upp hvor í sínum landsfjórðungi. Einnig hlýtur hinn mikli aldursmunur að hafa einhver áhrif.
Móðir mín var hálfgerður vandræðaunglingur, ólst upp í frekar frjálsu umhverfi í stórum systkynahópi.
Hún hefur mjög gaman af því að spjalla í síma og er hress með eindæmum. Konan sú hefur brennandi áhuga á Leiðarljósi,.íþróttum og er virkur meðlimur í kvenfélagi hreppsins.
Faðir minn er einn af gamla skólanum.
Fyrrv. bankastjórabulla, og rólyndur maður.
Hefur einstaklega gaman af öllu sem tengist íþróttum, en alveg óútskýranlega óbeit á símum.
Einnig má þess geta að hann hefur einstaklega gaman af því að sofa yfir sápuóperum.
Ég held að íþróttirnar séu það sem hafi dregið þessar tvær ólíku manneskjur saman. Faðir minn var landsliðsþjálfari í handbolta hér um árið og móðir mín fyrrv. keppnismaður í langstökki.
Það sem mér finnst einna merkilegast við áhuga þeirra á íþróttum er það að þau geta setið tímunum saman yfir hinni geysivinsælu íþrótt; snóker og skemmt sér jafn vel og yfir stórum landsleik Íslendinga.
Móðir mín segir gjarnan að maður þurfi bara að finna það er sem gerir íþróttina spennandi. Ég hef leitað og leitað en ekki enn fundið hvað er svona spennandi við snóker.
Þessar tvær manneskjur hafa verið mér til skammar svo oft að ég er hætt að telja, en þau eru alveg mögnuð þrátt fyrir það.
Þau fæddu mig nú einu sinni í þennan heim og án þeirra væri ég ekki hér!
Ég vil þakka örlögunum fyrir að hafa dregið þau saman og mér finnst að allir ættu að gefa foreldrum sínum klapp á bakið í tilefni dagsins!
Góðar stundir
Sumar
Já kæru lesendur nær og fjær.
Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að nú er sumarið komið, samkvæmt hinu heilaga dagatali Landsbankans sem er staðsett hérna við hlið tölvunnar.
Það er svo margt sem fylgir komu sumarsins;
skólinn að verða búinn,próf, leikritið búið,sumarvinnan tekur við, portúgalferðin og svo áður en maður veit af er skólinn að byrja aftur.
Annars er ég mjög mikil sumarmanneskja.
Ég veit fátt skemmtilegra en að sitja úti á Austurvelli í góðra vina hópi að spjalla saman, svo ekki sé nú minnst á bæjarferðirnar.
Ég vona heitt og innilega að þetta sumar eigi eftir að vera yndislegt
Með sumarkveðju
Hrefna
Já kæru lesendur nær og fjær.
Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að nú er sumarið komið, samkvæmt hinu heilaga dagatali Landsbankans sem er staðsett hérna við hlið tölvunnar.
Það er svo margt sem fylgir komu sumarsins;
skólinn að verða búinn,próf, leikritið búið,sumarvinnan tekur við, portúgalferðin og svo áður en maður veit af er skólinn að byrja aftur.
Annars er ég mjög mikil sumarmanneskja.
Ég veit fátt skemmtilegra en að sitja úti á Austurvelli í góðra vina hópi að spjalla saman, svo ekki sé nú minnst á bæjarferðirnar.
Ég vona heitt og innilega að þetta sumar eigi eftir að vera yndislegt
Með sumarkveðju
Hrefna
sunnudagur, apríl 18
Enn af önnum
Laukrétt krakkar mínir..nú er kominn tími til að blogga dagana sem hafa liðið.
Menn eru alveg að missa sig yfir þessum blessaða söngleik okkar,Litlu Hryllingsbúðinni og sýningar virðast bara aldrei ætla að hætta.
Það er búið að bæta við tveimur aukasýningum, á morgun kl 13:00 og svo er hin..jah ég bara man ekki hvenær.
Sýningin í gær átti að vera lokasýning, en það virðist vera svo mikil aðsókn að við þurfum að bæta við sýningum..sem er bara mjög gott mál.
Annars er það að frétta að kosningavikan gengur í garð á morgun og mun hún án efa vera spennandi. Ég ákvað að bjóða mig fram í sömu nefnd og ég er í, Listanefnd og vona bara að FG-ingar kjósi rétt!
Í gærkveld var eins og áður sagði sýning og tókst hún með eindæmum vel..fyrir utan 15 mínútna töf í byrjun, vegna ljósavesens.
Salurinn var sá allra besti sem ég hef upplifað sem gerði kvöldið ennþá skemmtilegra!
Eftir sýningu var haldið á karókí-keppni í vinnunni og var fólk almennt hresst þar, eins og við mátti búast.
Síðan var skundað á Opus með Önnu,Ingvari,Ernu og fleirum úr Hagkaup, en þar var bjórkvöld hjá MH.
Djammið er alveg í hámarki þessa dagana..sem gerir það að verkum að buddan er galtóm, ef ekki í mínus.
Meira síðar..heimalærdómurinn bíður kallandi á skrifborðinu
Laukrétt krakkar mínir..nú er kominn tími til að blogga dagana sem hafa liðið.
Menn eru alveg að missa sig yfir þessum blessaða söngleik okkar,Litlu Hryllingsbúðinni og sýningar virðast bara aldrei ætla að hætta.
Það er búið að bæta við tveimur aukasýningum, á morgun kl 13:00 og svo er hin..jah ég bara man ekki hvenær.
Sýningin í gær átti að vera lokasýning, en það virðist vera svo mikil aðsókn að við þurfum að bæta við sýningum..sem er bara mjög gott mál.
Annars er það að frétta að kosningavikan gengur í garð á morgun og mun hún án efa vera spennandi. Ég ákvað að bjóða mig fram í sömu nefnd og ég er í, Listanefnd og vona bara að FG-ingar kjósi rétt!
Í gærkveld var eins og áður sagði sýning og tókst hún með eindæmum vel..fyrir utan 15 mínútna töf í byrjun, vegna ljósavesens.
Salurinn var sá allra besti sem ég hef upplifað sem gerði kvöldið ennþá skemmtilegra!
Eftir sýningu var haldið á karókí-keppni í vinnunni og var fólk almennt hresst þar, eins og við mátti búast.
Síðan var skundað á Opus með Önnu,Ingvari,Ernu og fleirum úr Hagkaup, en þar var bjórkvöld hjá MH.
Djammið er alveg í hámarki þessa dagana..sem gerir það að verkum að buddan er galtóm, ef ekki í mínus.
Meira síðar..heimalærdómurinn bíður kallandi á skrifborðinu
mánudagur, apríl 12
föstudagur, apríl 9
Í þá gömlu góðu...
...daga þegar Ómar hafði hár og ég var enn á hinu illræmda gelgjuskeiði voru átrúnaðargoð mín ,eins og hjá flestum stelpum á mínu reki Spice Girls,eða Kryddpíurnar.
Ég algjörlega missti mig í brjálæðinu, lét eins og móðir mín fyrrum daga þegar bítlaæðið var í hámarki.
Ég viðurkenni það fúslega að ég átti flest sem hægt var að fá með Spice Girls; diskana,boli,bolla,strokleður,myndir og margt margt fleira.
Ég og vinkonur mínar áttum okkur þann stóra draum að fá einhverntíman að fara á tónleika með gyðjunum og héldum í vonina og báðum til guðs,jesú,allah og múhammed á hverju kvöldi í þeirri von að einhver mundi senda þær til Íslands. Þegar uppáhald margra,Geri hætti í bandinu fór áhuginn snarlækkandi og ekki leið á löngu þar til myndirnar,diskarnir og dótið var komið lengst inn í fataskáp.
Draumur okkar varð að engu..eða hvað?
Ég fékk símhringingu í febrúarmánuði.
Á hinum enda línunnar var mín elsta systir sem hringdi í þeim tilgangi að bjóða mér á tónleika stórhljómsveitarinnar Sugarbabes, eða Sykurbeibin, með því skilyrði að ég passaði frænku mína á tónleikunum.
Gat verið að þetta væri minn eini möguleiki á að sjá stelpnaband á sviði?
Var þetta mín köllun?
Nei, en ég ákvað að slá til.
Tónleikarnir fyrrnefndu voru í gærkveld og voru þeir hin ágætasta skemmtun.
Það sem kom mér þó hvað mest að óvart var hversu mikið var af fólki sem ég þekkti. Þarna mátti sjá hana,hann og fleira ágætisfólk.
Sem sagt, fleiri en ég voru að upplifa gamla drauminn.
...daga þegar Ómar hafði hár og ég var enn á hinu illræmda gelgjuskeiði voru átrúnaðargoð mín ,eins og hjá flestum stelpum á mínu reki Spice Girls,eða Kryddpíurnar.
Ég algjörlega missti mig í brjálæðinu, lét eins og móðir mín fyrrum daga þegar bítlaæðið var í hámarki.
Ég viðurkenni það fúslega að ég átti flest sem hægt var að fá með Spice Girls; diskana,boli,bolla,strokleður,myndir og margt margt fleira.
Ég og vinkonur mínar áttum okkur þann stóra draum að fá einhverntíman að fara á tónleika með gyðjunum og héldum í vonina og báðum til guðs,jesú,allah og múhammed á hverju kvöldi í þeirri von að einhver mundi senda þær til Íslands. Þegar uppáhald margra,Geri hætti í bandinu fór áhuginn snarlækkandi og ekki leið á löngu þar til myndirnar,diskarnir og dótið var komið lengst inn í fataskáp.
Draumur okkar varð að engu..eða hvað?
Ég fékk símhringingu í febrúarmánuði.
Á hinum enda línunnar var mín elsta systir sem hringdi í þeim tilgangi að bjóða mér á tónleika stórhljómsveitarinnar Sugarbabes, eða Sykurbeibin, með því skilyrði að ég passaði frænku mína á tónleikunum.
Gat verið að þetta væri minn eini möguleiki á að sjá stelpnaband á sviði?
Var þetta mín köllun?
Nei, en ég ákvað að slá til.
Tónleikarnir fyrrnefndu voru í gærkveld og voru þeir hin ágætasta skemmtun.
Það sem kom mér þó hvað mest að óvart var hversu mikið var af fólki sem ég þekkti. Þarna mátti sjá hana,hann og fleira ágætisfólk.
Sem sagt, fleiri en ég voru að upplifa gamla drauminn.
þriðjudagur, apríl 6
Í sól og sumaryl
Ég vaknaði í morgun við fuglasöng,sólskyn og Pabana á fóninum frammi í stofu. Það gat aðeins þýtt eitt, húsmóðir í góðu skapi.
Ekki að furða því veðrið er dásamlegt!
Mér finnst alveg frábært hvernig veðrið getur haft áhrif á fólk.
Ég skrapp í banka og gjaldkerinn sem venjulega smitar mann af þunglyndi sínu brosti meira að segja út í annað.
Nú veit ég af hverju spánverjar og portúgalar eru alltaf svona kátir.
..vel á minnst, 119 dagar í sólina
Ég vaknaði í morgun við fuglasöng,sólskyn og Pabana á fóninum frammi í stofu. Það gat aðeins þýtt eitt, húsmóðir í góðu skapi.
Ekki að furða því veðrið er dásamlegt!
Mér finnst alveg frábært hvernig veðrið getur haft áhrif á fólk.
Ég skrapp í banka og gjaldkerinn sem venjulega smitar mann af þunglyndi sínu brosti meira að segja út í annað.
Nú veit ég af hverju spánverjar og portúgalar eru alltaf svona kátir.
..vel á minnst, 119 dagar í sólina
þriðjudagur, mars 30
Enn af skólaíþróttum
...þegar þessi póstur er ritaður, kl 19:50 að staðartíma er undirrituð enn undir áhrifum róandi lyfja
Allt byrjaði þetta á saklausum íþróttatíma(eða svo hélt ég).
Þegar ég kom að hinni stórglæsilegu íþróttahöll var mér tjáð að í dag væri ratleikur. Hjartað mitt tók kipp, RATLEIKUR um Garðabæ?
Þar sem ég telst mjög áttavillt manneskja voru þetta verri fregnir en að ég þyrfti að fara í flikkflakkheljarstökk afturábak með bundið fyrir augun.
En ég og Lísa bitum þetta í okkur og skunduðum af stað.
Í fyrstu gekk allt eins og í sögu, en það kom að því að ein af vísbendingunum sem við fengum var frekar villandi sem varð til þess að við villtumst af leið.
Við stóðum þarna, ein i spreng og hin pirruð, algjörlega villtar í Garðabænum og sáum fram á það að við myndum krókna úr kulda ef einhver kæmi okkur ekki til hjálpar. Að lokum fundum við þó leiðina til baka og á móti okkur tók Hjálparsveit Skáta,Hreppsnesi og veitti okkur áfallahjálp.
Ég er ekki sú sama eftir þessi skakkaföll
...þegar þessi póstur er ritaður, kl 19:50 að staðartíma er undirrituð enn undir áhrifum róandi lyfja
Allt byrjaði þetta á saklausum íþróttatíma(eða svo hélt ég).
Þegar ég kom að hinni stórglæsilegu íþróttahöll var mér tjáð að í dag væri ratleikur. Hjartað mitt tók kipp, RATLEIKUR um Garðabæ?
Þar sem ég telst mjög áttavillt manneskja voru þetta verri fregnir en að ég þyrfti að fara í flikkflakkheljarstökk afturábak með bundið fyrir augun.
En ég og Lísa bitum þetta í okkur og skunduðum af stað.
Í fyrstu gekk allt eins og í sögu, en það kom að því að ein af vísbendingunum sem við fengum var frekar villandi sem varð til þess að við villtumst af leið.
Við stóðum þarna, ein i spreng og hin pirruð, algjörlega villtar í Garðabænum og sáum fram á það að við myndum krókna úr kulda ef einhver kæmi okkur ekki til hjálpar. Að lokum fundum við þó leiðina til baka og á móti okkur tók Hjálparsveit Skáta,Hreppsnesi og veitti okkur áfallahjálp.
Ég er ekki sú sama eftir þessi skakkaföll
mánudagur, mars 29
Grunnhyggja?
Ég hef alla mína tíð verið forfallinn sjónvarpsaðdáandi, átt mörg sjónvörpin og lesið sjónvarpdagskrárnar margar, en undanfarin misseri hefur þessi áhugi minnkað.
Annar hver þáttur virðist vera svokallaður raunverkuleikaþáttur, og má finna nokkra af því tagi sem ég hef lúmskt gaman af, en flestir eru eintóm þvæla
Nefnum nokkur dæmi:
Eins og flestir Íslendingar sat ég límd við skjáinn þegar hinn geisivinsæli Survivor hóf göngu sína.
En nú spyr ég; hversu lengi er hægt að hafa gaman af týpískum Könum í sálarkreppu sem eru strand einhverstaðar í fjandanum, berjast um að lifa á hrísgrjónum og pöddum, og keppa um 1.miljón dollara sem aðeins einn af þessum 16 sem hófu leikinn fær? Er ekki komi? nóg eftir 6 þáttaraðir?
Einnig ber að nefna hinn sívinsæla æluþátt Bachelor/Bachelorette sem gæti fengið mann til að henda sjónvarpinu út um gluggan hefði það ekki kostað offjár.
Hverjum datt eiginlega í hug að það væri sniðugt að búa til sjónvarpsþátt um piparsvein í leit að hinni fullkomnu eiginkonu?
Aldrei gæti mér dottið í hug að keppa á móti fjölda kvenna um einn mann..og ef ég væri að gera það á annað borð mundi ég aldrei gera það í sjónvarpi!
Ég viðurkenni þó, að í gær stóð ég mig að því að horfa á hálfan þátt um piparsveininn Bob.
Það sem mér fannst kómískt var að í enda þáttarins var ein kona sem hafði ekki fengið eina af hinum forboðnu rósum sem sagðist ekki vera sú týpa sem keppir um karlmenn og mundi aldrei gera neitt slíkt...uh, hvað var hún að gera í Bachelor?
Þetta raunveruleikasjónvarp er alveg að fara með mig.
Og nú er Ísland smitað líka..eða er það löngu smitað?
Hver man ekki eftir þáttunum rugl.is sem fjölluðu um Íslendinga á djamminu? Sá þáttur fór snemma í gröfina en eftir að vinsældir raunveruleikasjónvarpsþátta mögnuðust er enn einn djammþátturinn kominn í loftið..101!
Ef Íslenskt Survivor verður einhverntíman að veruleika hætti ég fyrir fullt og allt að horfa á sjónvarp!
Ég hef alla mína tíð verið forfallinn sjónvarpsaðdáandi, átt mörg sjónvörpin og lesið sjónvarpdagskrárnar margar, en undanfarin misseri hefur þessi áhugi minnkað.
Annar hver þáttur virðist vera svokallaður raunverkuleikaþáttur, og má finna nokkra af því tagi sem ég hef lúmskt gaman af, en flestir eru eintóm þvæla
Nefnum nokkur dæmi:
Eins og flestir Íslendingar sat ég límd við skjáinn þegar hinn geisivinsæli Survivor hóf göngu sína.
En nú spyr ég; hversu lengi er hægt að hafa gaman af týpískum Könum í sálarkreppu sem eru strand einhverstaðar í fjandanum, berjast um að lifa á hrísgrjónum og pöddum, og keppa um 1.miljón dollara sem aðeins einn af þessum 16 sem hófu leikinn fær? Er ekki komi? nóg eftir 6 þáttaraðir?
Einnig ber að nefna hinn sívinsæla æluþátt Bachelor/Bachelorette sem gæti fengið mann til að henda sjónvarpinu út um gluggan hefði það ekki kostað offjár.
Hverjum datt eiginlega í hug að það væri sniðugt að búa til sjónvarpsþátt um piparsvein í leit að hinni fullkomnu eiginkonu?
Aldrei gæti mér dottið í hug að keppa á móti fjölda kvenna um einn mann..og ef ég væri að gera það á annað borð mundi ég aldrei gera það í sjónvarpi!
Ég viðurkenni þó, að í gær stóð ég mig að því að horfa á hálfan þátt um piparsveininn Bob.
Það sem mér fannst kómískt var að í enda þáttarins var ein kona sem hafði ekki fengið eina af hinum forboðnu rósum sem sagðist ekki vera sú týpa sem keppir um karlmenn og mundi aldrei gera neitt slíkt...uh, hvað var hún að gera í Bachelor?
Þetta raunveruleikasjónvarp er alveg að fara með mig.
Og nú er Ísland smitað líka..eða er það löngu smitað?
Hver man ekki eftir þáttunum rugl.is sem fjölluðu um Íslendinga á djamminu? Sá þáttur fór snemma í gröfina en eftir að vinsældir raunveruleikasjónvarpsþátta mögnuðust er enn einn djammþátturinn kominn í loftið..101!
Ef Íslenskt Survivor verður einhverntíman að veruleika hætti ég fyrir fullt og allt að horfa á sjónvarp!
miðvikudagur, mars 24
Allt getur svo sem skeð
Mér hefur alltaf fundist kómískt hversu forvitnir Íslendingar eru.
Ég viðurkenni forvitni fúslega, og verð ég einnig að viðurkenna að ég fékk í grifju forvitnarinnar í gær.
Ég sat í mínum mestu makindum fyrir framan sjónvarpið og ákveð að opna gluggan.
Skyndilega finn ég þessa líka gríðarlegu brunalykt, og þá kviknaði upp forvitnin.
Þar sem Álftanes er frekar lítið sveitafélag var mjög líklegt að ég gæti fndið út hvar bruninn væri ef ég keyrði af stað í bílnum mínum og leitaði..og ég lét freistast.
Eftir aðeins hálfrar mínútu akstur sá ég að hús eitt, sem hefur staðið autt í þónokkurn tíma stóð í ljósum logum.
Svo sá ég að ég var ekki ein á ferð.
Við erum að tala um að það voru svona 15-20 bílar á staðnum.
Ég vil biðja lesendur að standa með mér og viðurkenna forvitni..því við erum jú Íslendingar
Mér hefur alltaf fundist kómískt hversu forvitnir Íslendingar eru.
Ég viðurkenni forvitni fúslega, og verð ég einnig að viðurkenna að ég fékk í grifju forvitnarinnar í gær.
Ég sat í mínum mestu makindum fyrir framan sjónvarpið og ákveð að opna gluggan.
Skyndilega finn ég þessa líka gríðarlegu brunalykt, og þá kviknaði upp forvitnin.
Þar sem Álftanes er frekar lítið sveitafélag var mjög líklegt að ég gæti fndið út hvar bruninn væri ef ég keyrði af stað í bílnum mínum og leitaði..og ég lét freistast.
Eftir aðeins hálfrar mínútu akstur sá ég að hús eitt, sem hefur staðið autt í þónokkurn tíma stóð í ljósum logum.
Svo sá ég að ég var ekki ein á ferð.
Við erum að tala um að það voru svona 15-20 bílar á staðnum.
Ég vil biðja lesendur að standa með mér og viðurkenna forvitni..því við erum jú Íslendingar
laugardagur, mars 20
..búðin mín, litla hryllingsbúðin
Ég er ekki frá því að maður sé í nettu spennufalli, enda ekki furða því frumsýningarvikan einkenndist af stressi,spennu og tilhlökkun.
En það var þó þess virði að synda í þessari tilfinningasúpu því frumsýningin gekk vonum framar og ætlaði gjörsamlega allt um koll að keyra þegar sýningunni lauk.
Áhorfendur voru magnaðir,sýningin var mögnuð og ég er ekki frá því að leikararnir hafi veri nokkuð magnaðir líka.
Vikan í heild sinni var fljót að líða.
Á þriðjudaginn var farið með leikhópinn ásamt leikstjórnendum í Saga Spa í kóp. þar sem hópurinn slappaði af í gufu, nuddi og heitum potti. Eftir þessa lúxusmeðferð fóru allir galvaskir á Salatbarinn þar sem hungrið var seytt.
Á miðvikudaginn rifu nokkrir úr leikhópnum sig upp kl rúmlega 5 um morgun til að koma fram í hinum geysivinsæla morgunþætti Ísland í bítið. Um kvöldið var svo generalprufa þar sem börn úr Öskjuhlíðaskóla voru meðal gesta og voru þau frábærir áhorfendur.
Svo loks rann stóri dagurinn upp, sjálfur frumsýningar/árshátíðardagurinn.
Dagurinn hófst eins og áður var sagt á frumsýningu á hinum kyngimagnaða ö?ngleik Litlu Hryllingsbúðinni.
Eftir sýninguna var aðstandendum boðið í mat hjá kennurum og þar var skálað,haldnar ræður og var fólk almennt hresst.
Eftir það var haldið heim í langa sturtu og fíneri.
Svo var skundað í matinn þar sem gleðisveitin Hundur í óskilum skemmti svöngum árshátíðargestum. Einnig er vert að minnast á árshátíðarmyndbandið sem var góð skemmtun og hina frábæru kynna; Egil og Magga Mike sem héldu uppi góðri stemmningu m.a. með að taka atriði úr söngleiknum.
Engin er árshátíð án balls og ekkert er ball án fyrirpartýs.
Eftir matinn var haldið í fyrirpartý, eða einskonar frumsýningarpartý hjá forsetanum. Fólk var almennt hresst og vel í glasi.
Hápunkturinn var þegar Unnur,Selma og Margrét Eir mættu á svæðið og vakti það mikla lukku. Ekki má gleyma hinni ógleymanlegu klósettferð sem farin var með leikstjóranum, og þegar þær fyrrnefndu stöllur stálu leigubíl sem undirrituð, Ásta og Elísa Hildur höfðu pantað.
Þrátt fyrir leigubílaskort tókst okkur að redda fari á ballið.
Ballið var alveg hreint út sagt stórskemmtilegt, og alltaf stendur hann Páll Óskar fyrir sínu.
Leynigesturinn var ekki af verri endanum, en það var sjálfur Herbert Guðmundsson og tók hann slagarann Svaraðu...kallinu sem ómaði um allt land fyrir nokkru.
Enginn alvarlegur skandall átti sér stað, en þó voru nokkrir í uppsiglingu, en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þá.
Dagurinn í heild sinni var frábær, en þó varð undirrituð fyrir vonbrigðum þegar hún ætlaði heim í heiðardalinn(álftanes).
Sjáið til, venjulega eru rútur sem fara eftir árshátíðina í kóp,hfj,gbæ og á álftanes en eitthvað virtist álftanesi góða hafa gleymst og voru bara rútur í kóp,hjf og gbæ. en þetta reddaðist allt, tekin var gbæ rútan og síðasta spölinn komumst við álftnesingar með taxa, takk Hreyfill
Stjörnugjöf dagsins hljómar svo:
Sýning: 5 hrebbnur af 5
Matur:4 hrebbnur af 5
Fyrirpart?: 4 1/2 hrebbna af 5
Ball: 4 1/2 hrebbur af 5
Heimfer?: 1 hrebbna af 5
Að lokum vil ég hvetja alla að koma á sýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, en næstu sýningar eru í kvöld laugardag kl:20 og á fimmtudaginn kl 20..nánar hér
Ég er ekki frá því að maður sé í nettu spennufalli, enda ekki furða því frumsýningarvikan einkenndist af stressi,spennu og tilhlökkun.
En það var þó þess virði að synda í þessari tilfinningasúpu því frumsýningin gekk vonum framar og ætlaði gjörsamlega allt um koll að keyra þegar sýningunni lauk.
Áhorfendur voru magnaðir,sýningin var mögnuð og ég er ekki frá því að leikararnir hafi veri nokkuð magnaðir líka.
Vikan í heild sinni var fljót að líða.
Á þriðjudaginn var farið með leikhópinn ásamt leikstjórnendum í Saga Spa í kóp. þar sem hópurinn slappaði af í gufu, nuddi og heitum potti. Eftir þessa lúxusmeðferð fóru allir galvaskir á Salatbarinn þar sem hungrið var seytt.
Á miðvikudaginn rifu nokkrir úr leikhópnum sig upp kl rúmlega 5 um morgun til að koma fram í hinum geysivinsæla morgunþætti Ísland í bítið. Um kvöldið var svo generalprufa þar sem börn úr Öskjuhlíðaskóla voru meðal gesta og voru þau frábærir áhorfendur.
Svo loks rann stóri dagurinn upp, sjálfur frumsýningar/árshátíðardagurinn.
Dagurinn hófst eins og áður var sagt á frumsýningu á hinum kyngimagnaða ö?ngleik Litlu Hryllingsbúðinni.
Eftir sýninguna var aðstandendum boðið í mat hjá kennurum og þar var skálað,haldnar ræður og var fólk almennt hresst.
Eftir það var haldið heim í langa sturtu og fíneri.
Svo var skundað í matinn þar sem gleðisveitin Hundur í óskilum skemmti svöngum árshátíðargestum. Einnig er vert að minnast á árshátíðarmyndbandið sem var góð skemmtun og hina frábæru kynna; Egil og Magga Mike sem héldu uppi góðri stemmningu m.a. með að taka atriði úr söngleiknum.
Engin er árshátíð án balls og ekkert er ball án fyrirpartýs.
Eftir matinn var haldið í fyrirpartý, eða einskonar frumsýningarpartý hjá forsetanum. Fólk var almennt hresst og vel í glasi.
Hápunkturinn var þegar Unnur,Selma og Margrét Eir mættu á svæðið og vakti það mikla lukku. Ekki má gleyma hinni ógleymanlegu klósettferð sem farin var með leikstjóranum, og þegar þær fyrrnefndu stöllur stálu leigubíl sem undirrituð, Ásta og Elísa Hildur höfðu pantað.
Þrátt fyrir leigubílaskort tókst okkur að redda fari á ballið.
Ballið var alveg hreint út sagt stórskemmtilegt, og alltaf stendur hann Páll Óskar fyrir sínu.
Leynigesturinn var ekki af verri endanum, en það var sjálfur Herbert Guðmundsson og tók hann slagarann Svaraðu...kallinu sem ómaði um allt land fyrir nokkru.
Enginn alvarlegur skandall átti sér stað, en þó voru nokkrir í uppsiglingu, en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þá.
Dagurinn í heild sinni var frábær, en þó varð undirrituð fyrir vonbrigðum þegar hún ætlaði heim í heiðardalinn(álftanes).
Sjáið til, venjulega eru rútur sem fara eftir árshátíðina í kóp,hfj,gbæ og á álftanes en eitthvað virtist álftanesi góða hafa gleymst og voru bara rútur í kóp,hjf og gbæ. en þetta reddaðist allt, tekin var gbæ rútan og síðasta spölinn komumst við álftnesingar með taxa, takk Hreyfill
Stjörnugjöf dagsins hljómar svo:
Sýning: 5 hrebbnur af 5
Matur:4 hrebbnur af 5
Fyrirpart?: 4 1/2 hrebbna af 5
Ball: 4 1/2 hrebbur af 5
Heimfer?: 1 hrebbna af 5
Að lokum vil ég hvetja alla að koma á sýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, en næstu sýningar eru í kvöld laugardag kl:20 og á fimmtudaginn kl 20..nánar hér