laugardagur, júlí 15

Í umferðinni

Í morgun, er ég keyrði kringlumýrabrautina í rigningu og nístingskulda blasti við mér stórskemmtileg sjón.



...ég sá konu tala í bílasíma!

Ég sem hélt að það væri löngu liðin tíð að hafa síma í bílnum hjá sér

www.hrebbna.tk
-í umferðinni-

sunnudagur, júlí 9

Á sunnudegi

...vildi bara leggja áherslu á það hversu fáranlega myndarleg ég get verið


...já myndir segja meira en þúsundir orða

þriðjudagur, júní 27

Af bitum

Síðustu daga hef ég verið bitin alls átta sinnum!

Í fyrsta skiptið var ég bitin af ungbarni,
í annað skipti var ég bitin af starra(starrabit),
..það sama á við um það þriðja,
...já og fjórða,
...sömuleiðis það fimmta,
.....og ég er ekki frá því að það hafi líka verið í það sjötta,
í sjöunda skiptið var ég bitin af smáhundi...

...og í áttunda skipti beit ég sjálfa mig yfir þessu öllu saman

www.hrebbna.tk
-að bíta, eða vera bitin-

mánudagur, júní 12

Mánudagur

Hversu kjánalegt er það að standa úti í grenjandi rigningu og hávaðaroki og syngja í hálfu hljóði; I´m walking on sunshine....?

www.hrebbna.tk
-blaut í gegn-

föstudagur, júní 9

Örlögum storkað

Þar sem ég stóð, annan daginn minn í vinnu þetta sumarið, við rakstur flýgur saklaus býfluga fram hjá mér sem verður til þess að undirrituð fær vægt hjartaáfall og hendir hrífunni frá sér og leitar skjóls undir burðarvegg eins og henni var kennt.
Reyndar skal maður leita skjóls undir burðarvegg ef jarðskjálfi, snjóflóð eða annars slags nátturuhamfarir eiga sér stað....en vegna óstjórnlegrar hræðslu hennar við býflugur..sá hún ekkert annað í stöðunni.

Hrífan fyrrnefnda lenti öfug í grasinu, þannig að tennurnar snéru upp til himins.

Ég rifjaði upp þjóðsöguna sem móðir mín sagði mér einu sinni að hrífa mætti aldrei snúa öfug á grasi því þá væri von á rigningu. Ég tók mig til og ætlaði að sækja hrífuna til að geta haldið áfram vinnu minni...en datt þá í hug að storka örlögunum eilítið.

Ég sótti mér aðra hrífu og hélt mig í nálægð við örlagavaldinn, hrífuna sem snéri upp í loftið.

Ég leit á hrífuna og himininn til skiptis í þeirri von um að eitthvað myndi gerast...en ekkert bólaði á rigningu.

Lagið Rescue Me glumdi í eyrunum og viðeigandi rassadill hófst með nokkrum laufléttum danssporum sem tekin voru í dans101 hjá Palla í vetur.
Annað gott lag kom í Ipodinum góða, Waterloo með Abba og þá hófst dillið fyrir alvöru. Ég hrúgaði grasi saman í takt við tónlistina og ætlaði að taka eitt vakurt vinstrahopp en ekki vill betur til en svo, að ég lendi með löppina á hrífu örlaganna og áður en ég veit af fékk ég skaftið beint í augað!

Nú sit ég hér með dúndrandi verk í hægra auganu, og er ekki frá því að ég hafði séð einn eða tvo rigningardropa falla af himninum fyrir skömmu.

Þetta kennir manni aldeilis að storka ekki örlögunum!

www.hrebbna.tk
-og örlögin-

þriðjudagur, maí 23

Í sól og sumaryl...

Já kæru lesendur! Á meðan það snjóar og rignir á landið kalda held ég til Búlgaríu þar sem meðalhitinn er 29 gráður thank jú verí næs!


Hér munum við dvelja næstu tvær vikurnar á Victoria Palace hótelinu á Sunny Beach. Yfir 30 manna hópur heldur þangað í dag og á næstu dögum eiga víst verslingar og flensborgarar að bætast í hópinn.

Að sjálfsögðu verður fréttaritari síðunnar á staðnum og reynir að blogga eitthvað smávegis en blogg má líklegast lesa á www.blog.central.is/las_divas ef það birtist ekki hér.

Þið skemmtið ykkur í sköflunum og hálkunni á meðan!

www.hrebbna.tk
-á farandsfæti-

sunnudagur, maí 21

Af evróvisjón

Fyndið þykir mér að sjá hve margir keppendur í Evróvisjón kusu að nota húsgögn í atriðum sínum í keppninni.

Sérstaklega þótti mér gaman af yngismeyjunum sem snéru sér í hringi og dönsuðu á skrifborðsstólum og Armeninn sem dansaði uppi á prýðilegu borðstofuborði.

www.hrebbna.tk
-og Evróvisjón-

föstudagur, maí 19

Tímamót

Á meðan þjóðin æjar og veinar yfir kjaftforu Silvíu Night standa yfir mikil tímamót í lífi undirritaðar. Á morgun mun hún setja upp hvíta húfu og kveðja FG, skólann sem hefur verið stór partur af lífi hennar síðustu fjögur ár.

Nú er bara fokking framtíðin eins og einhver meðstúdent sagði svo skemmtilega og þá kvikna spurningar á við; "hvað á að gera næsta haust?", "ætlaru í háskólann eða fara að vinna?"...?????

Satt að segja hef ég ekki hugmynd um það og læt það bara ráðast á næstu dögum.

www.hrebbna.tk
-stúdent-

p.s. ekki nema þrír dagar í sól,bjór og afslöppun..nánar um það eftir helgi

fimmtudagur, maí 11

Pæling

Er það merki um að maður eigi að taka sér pásu frá próflestri þegar maður er farinn að sjá tvöfalt?

Er kannski annað merki um að maður eigi að taka sér pásu, eða jafnvel að fara að sofa þegar klukkan sýnir 01:30 að staðartíma?

Er jafnvel enn annað merki um það að þú eigir að taka þér pásu þegar þú ert farin að kunna málsgreinina utanbókar vegna þess að þú ert búinn að byrja á henni fimmtán sinnum á síðustu fimm mínútum?

Tjah..maður spyr sig

www.hrebbna.tk
-enn í prófum-

fimmtudagur, maí 4

Myndskilaboð

Myndablogg
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ear classic eyrnatappar....bráðnauðsynlegir í próflesturinn
-í prófum-

miðvikudagur, apríl 26

Breyttir tímar

Þegar ég var yngri hélt ég að útlönd væru eitt land og einungis væru til tvö lönd í öllum heiminum: Ísland og Útland

Nú veit ég betur...

www.hrebbna.tk
-Upprifjun-

sunnudagur, apríl 23

Dimmisjon föstudaginn 21 apríl




.......Þessar myndir segja meira en 1000 orð, en myndirnar eru komnar á síðuna í myndaboxið efst í hægra horninu á síðunni.
Í næstu viku koma myndir af dimmisjonkvöldverðinum og djamminu um kvöldið

Takk fyrir áheyrnina

www.hrebbna.tk
-ræjræjræj-

fimmtudagur, apríl 20

Eitt orð

Dimmisjonámorgungvöðhvaðéghlakkamikiðtilbjórbjórogbaragaman!!

Skál í botn!

www.hrebbna.tk
-dimmiterar-

sunnudagur, apríl 9

Af kattamat

Margir hlutir í þessari veröld eru fremur skrýtnir en eitt er mér ekki fært um að skilja.

Hvernig í ósköpunum er hægt að selja fólki bragðbættan kattamat?

Er einhver sem virkilega bragðar matinn áður en hann er settur í skálina fyrir köttinn?
Er einhver sem spyr köttinn sinn hvernig maturinn bragðaðist....og á einhver kött sem svarar til baka með snobbrödd og segist ekki borða kattamatinn vegna þess að hann sé svo bragðvondur?

Þetta er bara einn af mörgun hlutum sem ég get ekki mögulega skilið

www.hrebbna.tk
-skilur ekkert-

mánudagur, apríl 3

Mánudagur

Kæru lesendur.

Í dag er ég var með allan hug við náttúrufræði og sveppagró,
myglusveppi og sveppi yfir höfuð fékk ég það einstaka tækifæri að sjá myndina; Man and fungus.

Myndin fjallaði um líf manna með sveppum, manna með sveppi, og líf sveppa á mjög svo skemmtilegann máta að slíkt hefur ekki sést í fræðslumyndasafni FG

....og vitiði að hverju ég komst að?


Ég get sofið með opin augun!

www.hrebbna.tk
-zzzzzzz-

þriðjudagur, mars 28

Framtíðarvangaveltur

Ung stúlka óskar eftir umsækjanda í starf ráðgjafa.

Ráðgjafi þessi mun hjálpa henni við framtíðarplön, þá sér í lagi aðstoða hana við að ákveða hvað skal gera næsta haust.

Laun eru skv. kjarasamningi , eða tvær kjötbollur á mánuði.

Umsækjendur vinsamlegast hafið samband hér að neðan.

Einnig mega lesendur koma með nokkrar góðar hugmyndir um það hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur á komandi hausti.

www.hrebbna.tk
-alveg tóm-

föstudagur, mars 24

Ábendi

Sjá hér

www.hrebbna.tk
-montrass-

p.s. er í fýlu út í blogspot..bloggaði kílómetra langa færslu sem kom ei.

þriðjudagur, mars 14

10/11..þegar þér hentar!

Fyrir þónokkru átti ég leið í fyrrnefnda verslun hér á höfuðborgarsvæðinu.
Ég týndi saman hitt og þetta sem ég ætlaði að kaupa, fann annað sem mig vantaði ekki, hætti við þónokkuð og missti næstum því sultukrukku í gólfið fyrir framan virkilega aðlaðandi mann.

Ég gekk að kassanum og lagði vörurnar á færibandið og leitaði síðan eftir debetkortinu mínu í veskinu.
Þegar afgreiðslustúlkan var búin að renna öllum vörunum í gegnum kassan stoppaði hún við og sagði;

"fannstu allt sem þig vantaði?"

Ég starði spurnaraugum á stelpuna og furðaði mig á spurningunni.
Var eitthvað sem ég hefði átt að kaupa en keypti ekki, var þarna samviskan mín á ferð sem var í raun að minna mig á að ég gleymdi að kaupa rjómann?, eða var stúlkan búin að fylgjast með mér alla búðarferðina og sjá mig taka hinar og þessar vörur upp og leita að öðrum?

Ég rétti henni kortið, og labbaði gapandi hissa út úr versluninni.

Daginn eftir fór ég í þessa sömu verslun og þá var það ungur strákur sem spurði mig þessa sömu spurningar, þá komst ég að því að samviskan mín var ekki að tala við mig í gegnum starfsmann 10/11...þetta var ný herferð hjá fyrirtækinu.

www.hrebbna.tk
- fann allt sem hana vantaði-

föstudagur, mars 10

Móment dagsins:

Þrjár nunnur í bíl að keyra um Garðabæ sjá tvo óprúða stráka sprengja sprengur á gangstétt.

Ein nunna tekur sig til og flautar meðan önnur ullar og gefur frekar ósiðlegt merki með löngutöng.

Svipurinn á piltunum var óborganlegur!

www.hrebbna.tk
-Sister Act-

föstudagur, febrúar 24

Af dagskrárliðum í útvarpi

Fyrir nokkru síðan var undirrituð að hlusta á Rás 1 á leið sinni í skólann af óútskýranlegri ástæðu.
Á dagskránni var morgunleikfimi Rásar 1 .

Er ég hlustaði á rödd konunnar sem leikfiminni stjórnaði fór ég að velta einu fyrir mér.

Ætli hún sem morgunleikfiminni stjórnar sé í stúdíóinu að sprikla,sprella og hreyfa sína leggi hliðar saman hliðar í takt við frekar kjánalegt undirspil eins og spirkleríið á Stöð 2 er, eða er hún sitjandi á stól með kaffibolla að lesa af blaði "hliðar saman hliðar! krossa! upp á tábergið öll sömul!"

Er þetta ekki hálf kjánaleg hugmyndafræði að vera með morgunleikfimi í útvarpi?

www.hrebbna.tk
-morgunhani-

sunnudagur, febrúar 19

Punktur dagsins

Í dag ætla ég að blogga í punktaformi.

  • 12. dagar eða svo í frumsýningu á Sister Act þann 2.mars næstkomandi...stressið farið að gera verulega vart við sig

www.hrebbna.tk
-á róandi-

mánudagur, febrúar 13

Um daginn og veginn

Mánudagur
Stressaður kennaranemi reynir að fanga athygli órólegra nemenda í tíma einum með því að teikna mjög óskýra og illa teiknaða útskýringamynd upp á töflu.
Aftast í stofunni heyrist í nemanda;

Þessi hefur greinilega ekki útskrifast af Listnámsbraut, það er greinilegt!

Bekkurinn hlær og kennaraneminn roðnar sem aldrei fyrr og á þessari stundu minnkar vilji hans til að kenna um helming, það eitt er víst!

www.hrebbna.tk
-styttir sér stundirnar í skólanum-

sunnudagur, febrúar 5

Hingað og ekki lengra!

Já ég segi það og meina af öllu hjarta!

Ég horfi ekki mikið á sjónvarp nema rétt á kvöldin áður en haldið er í háttinn.
En um daginn sat ég og horfði á sjónvarpstöðina Sirkus og fann mig knúna til þess að æla og henda sjónvarpinu mínu út um ofursmáa gluggann í herberginu mínu.

Þátturinn sem var á dagskrá var kenndur við karla og eru Gillzenegger og vinur hans í broddi fylkingar og taka það að sér að breyta prýðisfólki í hnakka með strípur og húð sem er á góðri leið með að fá krabbamein vegna ofnotkun brúnkukrema og ljósabekkja.

  • Ég einfaldlega neita því að æskan gæti verið svo glötuð að finnast þessir þættir góðir, eða jafnvel bara sæmilegir.
  • Ég neita að þetta teljist til afþreyjingarefnis og að fólk skuli vilja komast í þáttinn til þeirra!
  • Ég neita því að Geir Ólafs sé mennskur(eftir um 3 klst. flug frá London með kappann fyrir framan mig get ég hreinlega ekki meir!), sérstaklega eftir að hann kom fram í þessum þætti og fór að sýna blíðuhót við sófa
  • Ég neita því að þeir séu töff...ég tel þá vera glataða

En hver veit, kannski er ég glötuð?
Kannski ætti ég að fara í ljós, fá mér strípur og fara að nota orð eins og köttaður,hellaður,kjelling og tappar, P.I.M.P. og kaupa mér föt fyrir 100. þús krónur á mánuði þó svo að ég skuldi yfir 20.þús í yfirdráttaheimild!

Best að fara að kíkja í orðabók kallana.is og skella mér í ljós!

www.hrebbna.tk
-hel köttuð-

mánudagur, janúar 30

Af heilsugæslustöðvum og heilsu almennt

Undirrituð átti leið á Heilsugæslustöðina Sólvang síðastliðinn föstudag eftir að hafa beðið í eina og hálfa viku eftir tíma hjá heimilislækni.

Þegar ég loksins fékk tíma var ég nýstigin upp úr veikindum(sun-mið) en fór samt vegna annarra mála.

Ég var stödd á biðstofunni.
Róandi saxafónsútgáfur af sígildum smellum hljómuðu í loftinu og ég uppgötvaði að ég var búin að lesa öll blöðin og flestar þær barnabækur sem voru á biðstofunni.
Ég átti erfitt með að halda mér vakandi við þessa róandi tónlist og sá að eldri maður hafði tapað baráttu sinni við Óla Lokbrá og sofnað á meðan hann beið.

Loksins kallaði læknirinn mig upp og ég gekk inn.
Þegar hnémeiðsl síðasta sumars og almenn veikindi höfðu verið rædd spurði hann mig hvort ég væri búin að fá hettusóttarsprautu nokkra sem ég hefði átt að fá sem barn.

Eftir mikla og spennandi leit komst hún að því að svo var ekki, og þá var eina ráðið að sprauta dömuna til þess að hún fengi ekki þessa bévítans hettusótt.

Ég labbaði inn í annað herbergi þar sem hjúkrunarkona tók á móti mér og eftir að hafa spurt mig 5 sinnum hvort ég væri ófrísk var ég farin að verða þónokkuð móðguð og tjáði henni að svo væri líklegast ekki.
Ekki fannst henni "líklega ekki" ekki nógu sannfærandi og spurði því í 6 skiptið hvort ég væri nokkuð ófrísk því þungaðar konur mættu ekki fá sprautuna.
Ég ákvað að svara með staðföstu já.

Eftir sprautuna tjáði hún mér að eftirköstin gætu verið nokkur, jafnvel flensa,ógleði og hiti.


Í dag, tveimur dögum síðar sit ég með stíflað nefn, hita og hálsbólgu...á sama stað og fyrir viku síðan...og borgaði 700. krónur fyrir.

www.hrebbna.tk
-veik-

föstudagur, janúar 13

Góðverk dagsins:

Föstudagurinn 13. janúar kl: 15.32 Fyrrum fréttamaður á leið um Skeifuna og festir risasmáa bílinn sinn í skafli.
Undirrituð og móðir komu honum til bjargar og fengu að launum þakkir frá fréttasnáðanum.


www.hrebbna.tk
-gerir góðverk-

fimmtudagur, janúar 5

Af ástarjátningum

Foreldrar mínir koma frá annari plánetu, eins og hefur margoft sannast.
Þeim finnst ekkert fyndnara heldur en að gera grín í okkur systrum og þá sérstaklega þegar við höfum verið fjarri heimahögum í allnokkurn tíma.

Eins og ritað hefur verið um fór undirrituð fyrr í vetur(nánar tiltekið í nóvember) til hins fyrirheitna lands; Englands og á meðan á dvöl minni þar í borg Lon og Don tóku foreldrar mínir og systir sig til og undurbjuggu enn eitt prakkarastrikið.

Ég kom heim, skellti ferðatöskunni á gólfið og hófst við að týna hitt og þetta upp
úr henni: gjafir handa hrekkjalómunum o.f.l.
Þegar ég hafði nokkurnvegin lent á jörðinni afhenti móðir mín mér bréf sem var stílað á mig og sagðist ekkert vita hvaðan það kom.

Ég hófst handa við að lesa bréfið og hef aldrei verið jafn hissa á ævinni!
Bréfið var einskonar ástarjátning, tjáði söknuð og þrá einstaklingsins á mér og var rétt eins og það væri handskrifað.

Ég starði á fjölskyldumeðlimi með forundrunarsvip og þau störðu bara á móti og spurðu hvers efnis bréfið væri.
Ég las eins og eina línu fyrir þau og ekkert benti til þess að þau stæðu fyrir þessu.

Ég fór að ímynda mér hver hefði getað sent mér svo fallegt bréf, og hvaða ungi piltur það væri sem var svona yfir sig ástfanginn af mér, og hefði hreinlega ekki kjarkinn til að segja mér það undir fjögur augu.

Ég las bréfið og kom að lokalínunum;

Ástarkveðja
Mótframlagið þitt...

Fjölskyldumeðlimir engdust um af hlátri þegar þau sáu vonsvikinn svip á ferðalangnum sem skyldi hvorki upp né niður í þessu öllu saman.

Jæja, ég hef þó allavega fengið eitt ástarbréf frá Landsbankanum

www.hrebbna.tk
-og mótframlagið hennar-

sunnudagur, desember 18

Pósturinn-allur pakkinn

Undanfarin ár hef ég velt því fyrir mér hvers vegna allir heimilismeðlimir mínir fá send jólakort í tugatali, en ekkert af þeim virðist ætlað mér.

Síðustu ár hef ég sætt mig við stöðu mála, en nú er nóg komið!

Einhver af öllum mínum vinum hlýtur að senda mér jólakort og af undarlegum ástæðum virðist ég aldrei fá þau í hendurnar(inn um lúguna).

Ég hef hugsað um nokkrar ástæður sem rekja má til þess að ég fái engin jólakort:

1. Einhver af 3. alnöfnum mínum fær kortin mín, opnar þau og heldur að sendandinn
gömul skólasystir/bróðir sem hún er löngu búin að gleyma og á milli þeirra hefur
skapast misskilningshringur jólakorta sem verður ekki leystur nema með minni
aðstoð.

2. Bréfberinn í götunni minni hefur eitthvað á móti mér og hefur ákveðið að nota
jólakortin sem ég fæ send sem kyndingu í arninum sínum

3. Jólakortin mín eru send á gamla heimilsfangið mitt( sem er mjög ólíklegt þar sem
við fluttum fyrir 3. árum) og þar á bæ finnur fólk sig ekki knúið til að skila þeim

Nú vil ég að þið, kæru lesendur hjálpið mér við að finna lausn á gangi mála..því ekki trúi ég að enginn vilji senda mér jólakort! Hvert er jólaandinn eiginlega farinn? Í jólaköttinn?

Ég mun bíða spennt við bréfalúguna fram að jólum milli þess sem ég vinn og sef

www.hrebbna.tk
-í jólakettinum-

fimmtudagur, desember 8

Staður og stund


Stúlka situr við borð og les um enska litterasjón,Robert Burns og Oscar Wilde.
Missir skyndilega sjónina og viljann til þess að læra og lætur hugann reika.

Er stödd á kaffihúsi í góðra vina hópi með ölglas í hendi og hlær

Rankar við sér þegar bókasafnsvörðurinn bankar í bak hennar og býður henni súkkulaði

Mikið ofboðslega hlakka ég til að vera búin í prófum!

www.hrebbna.tk
-í prófum-

sunnudagur, nóvember 27

Við matarborðið

Fyrir stuttu sat fjölskyldan við matarborðið og ræddi erjur við nágranna sem og aðra aðila.

Ég sat í sakleysi mínu og borðaði matinn sem var þakinn brúnni sósu. Þegar móðir mín var komin á öskurstigið meðan hún lýsti því yfir að vilja tortíma köttum og eigendum þeirra(sérstaklega þeirra sem hoppa inn um gluggann í borðstofunni og míga á gólfið) fann ég mig knúna til þess að spurja hvað þetta væri eiginlega sem ég væri að borða.

Svarið sem ég fékk var heldur sjokkerandi!

Móðir; "hjörtu og lifur"

Ég hljóp frá borðinu og á meðan ég blogga þessi ósköp get ég ekki hugsað um annað en aumingja kettina!

Ég kveð að sinni því hver veit, ef ég ergi mömmu frekar þá verð ég kannski í matinn á morgun.

www.hrebbna.tk
-hrædd um líf sitt-

sunnudagur, nóvember 13

Myndablogg

Hlutur dagsins
Eitthvað sem öll fyrirtæki, stórverslanir og staðir sem hafa opin svæði sem gætu myndað hálku.
Tækninýjung á sviði mannverndar...hálkusaltið!
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, nóvember 3

London baby!











Vildi bara svekkja ykkur kæru lesendur á því að undirrituð mun eftir 5 klst. stíga um borð í flugvél sem mun bera mig og fleiri til London(baby) þar sem ég mun dvelja í 5 daga!
Á dagskránni er m.a. leikhús,verslunarleiðangar(í fleirtölu) og hinir ýmsu staðir sem vert er að skoða.

Goodbye for now(ji hvað ég er sleip í enskunni)
Hrebbna

miðvikudagur, október 26

Heimskir synir sveitarfélagsins

Heimskir synir sveitarfélagssins

Það var síðastliðinn mánudagsmorgun sem þetta gerðist.

Ég hafði sofið á mínu græna eyra til hádegis, enda stúlka í vetrarfríi og átti svo sannarlega skilið að sofa út eftir atburði helgarinnar.

Ég þóttist læra í u.þ.b klukkutíma en þegar ég var á leiðinni inn í eldhús til að fá mér hressingu tók ég eftir því að það var eitthvað gruggugt við bílinn minn fagra, Volswagen Margeir eins og hann heitir nú fullu nafni.

Út í kuldann drattaðist ég og sá mér til mikillar skelfingar að það hefði verið brotist inn í bílinn, að öllum líkindum um nóttina.

Ég hljóp eins og fætur og aðrir líkamspartar leyfðu og öskraði og æpti á aðra heimilismeðlimi þangað til að þeir dröttuðust út.

Og þarna stóðum við systur fyrir framan blákaldann sannleikann...það hefði greinilega verið brotist inn í bílinn.

Ég sem hélt að svonalagað gerðist bara í bíómyndunum.

Þegar við opnuðum bílinn sáum við í fyrstu ekkert athugavert við útlitið á bílnum.

Við nánari athugun sáum við þó að bíræfnu þjófarnir höfðu rifið Hér og Nú blað, í eigu systur minnar og dreift því samviskusamlega um allan bílinn ásamt því að sturta úr eins og einum Extratyggjópoka í framsætið.

Við enn nánari athugun sáum við að öskubakkinn var á bak og burt sem og kveikjarinn og örfáir skrifaðir geisladiskar.

Útvarpið var enn á sínum stað, sem og ökuskírteinið mitt og veskið mitt með debetkorti og fleiru í.

Ég hef íhugað málið mikið og komist að eftirfarandi staðreyndum:...

  • Þjófarnir hafa án efa ekki fýlað Hér og Nú(hver gerir það svo sem?) og tekið sig til og rifið það í tætlur til að hefna sín á ritstjóra og staffi hans.

  • Þeim finnst vont Extratyggjó og voru að gefa okkur dulin skilaboð að henda þessu bara í framsætið(ruslið) og gera okkur grein fyrir því að það eru til fleiri tyggjótegundir í heiminum.

  • Þeir hafa verið forfallnir aðdáendur Stuðmanna, Á móti Sól og Ladda og ekki átt einn einasta disk með þeim og var  upp á líf og dauða að redda eins og einum disk með þeim eða svo.

Þetta eru virkilega heimskustu þjófar sem ég hef vitað um og hlæ ég mig enn í svefn á kvöldin.

www.hrebbna.tk
-sér enn spaugilega hlið, jafnvel á sakamálum-

miðvikudagur, október 19

Verkfall!!

Blogger virðist eitthvað vera á móti mér þessa dagana.
Ég er búin að gera 5 heiðarlegar tilraunir til að blogga síðan ég bloggaði síðast og alltaf kemur ERROR!

En þó virðist ég geta post-að bloggum ef þau eru virkilega stutt..hmm?

Meðan þessi læti ganga yfir hygg ég á áframhaldandi verkfall en bendi þó á þessa síðu meðan þið bíðið.

Góðar stundir

www.hrebbna.tk
-mótmælandinn-

þriðjudagur, október 4

Spaug dagsins

Fyndið þykir mér að tilkynning hafi borist nemendum í FG í tölvupósti um að net skólans lægi niðri.

www.hrebbna.tk
-sér spaugilegu hliðina á málunum-

fimmtudagur, september 29

Klukk!

Já þessi klukkleikur er gjörsamlega að tröllríða bloggheiminum.
Á aðeins örfáum dögum hafa ein, tvær, þrjár manneskjur klukkað mig.

Klukk snýst, ef ég skil það rétt um að skrifa fimm óvenjulegar staðreyndir um sjálfan sig. And here goes folks:....

  • Ég fæddist 6 ágúst 1986, sem væri nú varla frásögufærandi nema það að ég fæddist heima hjá mér, á klósettgólfinu.
  • Ég verð alltaf að hafa nóg að gera, sem endar oft á því að ég hef of mikið að gera...sem á endanum getur skapað vandamál, en ég ræð oftast fram úr þeim :P
  • Ég er veik fyrir flestu súkkulaði, nema súkkulaðiís..
  • Ég verð að stunda leiklist eða fara í leikhús nokkrum sinnum í mánuðu, annars fæ ég fráhvarfseinkenni sem eru ekki falleg skal ég segja ykkur
  • Ég get ekki skrifað á blað sem er búið að krota á, eða notað blað sem ég er búin að skrifa á og einhver krotar á það eða ég skíti það út.

Já, that's all og gef ég mér það bessaleyfi að klukka eftirfarandi aðila;

Gullu, Sigrúnu Björgu, Huldu, allavega eina af dívunum og Lísu Dansóðu!

www.hrebbna.tk
-með í fjörinu-

mánudagur, september 26

Myndablogg

Bolabítur
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, september 20

Auglýsing

Undirrituð auglýsir eftir aðilum sem geta útvegað henni lítið notaðann sundkút, eða armakúta á litlu sem engu, helst allsengu verði.

Ástæðan fyrir þessari skyndilegu þörf?

Aukinn sundáhugi undirritaðar?

NEI!

Ástæðan fyrir skyndiþörf minni á sunddóti þessu er sú að ég er bókstaflega að drukkna í lærdómi! Hef ég ákveðið að grípa til þess ráðs að smeygja um mitti mitt sundkút og athuga hvort lærdómurinn fari þar með minnkandi, eða gerist allavega auðveldari.

Á sama stað fást gefins talandi skór, fyrir ímyndunarveika!

www.hrebbna.tk
-ósynd-

fimmtudagur, september 15

Sorg fullorðinnar konu

Móðir mín liggjur nú viti sínu fjær vegna dagskrárliðar RÚV sem skyndilega var tekinn af dagskrá.

Umræddur dagskrárliðir er Leiðarljós.

Eftir að móðir mín hafði í öngum sínum hringt á fyrrnefnda sjónvarpstöð og fengið þær útskýringar að fleiri þættir væru ekki til í safni RÚV en þeirra væri að vænta innan skamms, skellti hún á og starði vonarlitlum og döprum augum á sjónvarpið sem var ekki í gangi.

Og þar situr hún, kæru lesendur, á hverjum degi kl 17;05 og óskar þess heitast að nýr þáttur fari í loftið..en svo er ekki og verður hún alltaf jafn döpur þessi elska.

Hvers á hún að gjalda?

Hvernig getur hún nú fylgst með Roger og uppátækjum hans..svo ekki sé minnst á Alexöndru og Spaulding stórveldinu?

Ef Leiðarljós kemur ekki á dagskrá aftur fljótlega held ég að ég neyðist til að láta hana smitast af O.C bakteríunni..nema að hún verði húkt á Sjáðu með Unni Birni..nei andskotinn hafi það!

www.hrebbna.tk
-aumingja mamma-

mánudagur, september 5

Myndablogg


zzzZZZzzzzZZZZzzzZZZZZZZzz..(slef út á kinn)..zzzZZ

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, september 3

Mánudagur

Mánudagur

Nemendur löbbuðu um skólann eins og fölir albínóar og óskuðu þess heitast að liggja hrjótandi uppi í rúmi, en lífið var ekki svo ljúft.
Busar löbbuðu um gangana, merkilegt hvað þeir eru alltaf fyrir manni, hvert sem maður fer.

Ég flýtti mér úr tímanum fyrir hádegishlé og teygði mig í veskið mitt og ætlaði að hlaupa beinustu leið inn í matsal til þess að kaupa mér súpudisk..en hindrun var á vegi mínum.

"..góðann daginn, má bjóða þér að kynnast námsmannaþjónustu KB banka?", sagði maður í jakkafötum og brosti til mín.
Ég tjáði honum að ég ætti í sambandi við Sparisjóðinn, en þó aðeins á bankalegum nótum.
"Viltu samt ekki heyra hvað við höfum upp á að bjóða? Við erum með leik í gangi þar sem þú getur unnið..blablablaZZzzz".
Ég heyrði ekki meir, garnirnar gauluðu og ég sá röðina í matsöluna lengjast með hverri sekúndu sem leið.
Ég horfði í augun á manninum og sagðist ætla að kaupa mér súpu, röðin væri farin að lengjast töluvert og ég vildi ekki missa af henni.
Jakkafataklæddi maðurinn tjáði mér að bankinn biði upp á frítt, já frítt sagði hann uppistand í hádeginu sem ég ætti endilega að hlusta á

.Ég keypti súpudisk og settist á borð í matsalnum ásamt fríðu föruneyti og hlustaði á annars ágætann grínista, Þorstein Guðmundsson fara með gamanmál, að sjálfsögðu dulbúin auglýsing fyrir bankann.
Meðan ég skelli uppúr og fæ mér skeið eða tvær af súpunni sé ég að maður stendur fyrir aftan mig og hann grípur um leið tækifærið og spyr hvort ég sé búin að kynna mér námsmannaþjónustu KB banka, réttir mér umsókn og skrúfblýant og segjir svo að ég megi eiga skrúfblýatninn.
Ég hugsa í hljóði að hann geti bara hirt þetta drasl sitt sjálfur og segji; nei takk og labba í burtu.
Þegar gamanmálunum lauk greip skyndilegur sprengur mig, og ég lagði leið mína beint á salernið..en varð, sem og fyrri daginn fyrir smá hindrun.
"Jæja", sagði maðurinn og spurði hvort ég væri búin að hugsa mig um, og taldi upp alla þá fjölmörgu kosti sem námsmannaþjónusta bankans hefði.
Síðan bauð hann mér sódavatn og súkkulaði, og ég þáði í sakleysi mínu sódavatnið en það kom aldeilis í bakið á mér síðar um daginn þegar mér svelgdist á því.
Dagurinn leið og bankamennirnir voru að taka saman þegar ég fór út úr skólanum, og þeir horfðu, að ég held á mig illum augum.

Leið mín lá svo í ónefnda verslunarmiðstöð hér á landi þar sem ég hugðist kaupa sem og eina skólabók.
Ég labba inn, ..og það vill ekki betur til en svo að ég renn til á einhverju sem varð fyrir fótum mér og beint á bjévítans bossann.

Þegar ég stend upp og lít sökudólginn augum, þá reyndist þetta vera auglýsing frá, já...KB BANKA!
Ég flýtti mér út í þeirri trú að æðri völd væru hér að verki en bankakerfið, faldi mig undir sæng og er þar enn.

www.hrebbna.tk
-elt á röndum-

sunnudagur, ágúst 21

Saga úr búð

Einu sinni var ung stúlka að vinna með mér í verslun einni á höfuðborgarsvæðinu sem bar það skemmtilega nafn Rán.

Rán þessi var frekar feimin, lágróma og smávaxin.

Eitt sinn sem oftar var Rán að fara í kaffi og þurfti að fara með peningaskúffuna sína inn í herbergi sem kennt var við sjóð.
Við stöndum nokkur inn í herberginu að eyða tímanum þegar skyndilega er bankað mjög laust á hurðina og allir þagna.

Yfirmaður; "Augnablik, ...hver er þetta?"
Hinu megin við hurðina;.....(ekkert heyrðist)

Aftur var bankað laust á hurðina

Yfirmaður; "Já, hver er þetta?"
Hinu megin við hurðina; "Hæ..þetta er RÁN"

Sjaldan á minni ævi hef ég hlegið jafn mikið af svona ömurlegum brandara...enda föttuðu hann ekki allir í kringum mig..en ég hló, og lengdi þar með líf mitt.

www.hrebbna.tk
-með aulahúmor-

miðvikudagur, ágúst 17

Myndablogg


Hundur; a dog, en hund, chien,

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, ágúst 13

Af týndum föður

Fréttastofa síðunnar www.hrebbna.tk lýsir eftir týndum manni á sjötugsaldri.
Síðast þegar hann sást var hann klæddur í köflótta skyrtu og buxur í ljósum litum, en ekki er talið líklegt að hann sé með bindi eða annað hálstau.

Maðurinn svarar nafninu Þórarinn.

Hann sást síðast úti við garðvinnu nokkrum dögum áður en stórveldi símans hóf útsendingar á hinni nýju fótboltastöð Enski Boltinn.

Talið er að Þórarinn gæti verið einhversstaðar þar sem Enski Boltinn er sýndur og án efa háværasti áhorfandinn.

Þeir sem verða hans varir eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í kómentakerfið hér að neðan og skila til hans þessu; "pabbi, komdu aftur heim..mamma skal hætta að ryksuga þegar fótboltinn er á dagskrá".

www.hrebbna.tk
-og týndir feður-

Myndablogg


Ólýsanlegt sjów...alveg hreint ólýsanlegt
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, ágúst 9

Tilkynning

Setti inn myndir frá EYJUM 2005..skrautlegar myndir þar á ferð og einnig myndir úr afmælispartýinu mínu síðastliðinn laugardag.

Þær má finna undir flokknum myndir hér til vinstri..ég meina hægri á síðunni...hægri,vinstri..hverjum er ekki sama?

Njótið vel

www.hrebbna.tk
-4,0 megapixel-

Myndablogg


Man of the hour
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, ágúst 8

Fréttatilkynning

Gott kvöld.
Nú er klukkan orðin tíu og skrifaðar verða kvöldfréttir.

Í fréttum er þetta helst;

Ritari síðunnar www.hrebbna.tk hefur viðurkennt nýjustu tækni og fengið sér farsímtæki eitt sem einnig inniheldur gæða stafræna myndavél og er því vel við hæfi að nota hana óspart og pósta eins og einni mynd hér og þar af daglega lífi ritarans.

Þeir sem eru á móti nýjung þessari er bent á kvörtunardeild síðunnar..hvar hún er og hvernig er hægt að hafa samband við hana er annað mál

Góðar stundir

www.hrebbna.tk
-og nútíminn-

Myndablogg


Góð stund á kaffihúsi

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, ágúst 7

Myndablogg


Afmælisbarn gærdagsins á góðri stundu

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, ágúst 2

Eyjar 2005


Já kæru vinir, ég er ekki frá því að þetta hafi bara verið ein mesta snilldar helgi á minni 18, bráðum 19 ára lífstíð!

Hápunktar ferðarinnar;

  • Brekkan og Árni Jónsen
  • Trabant, ójáá..og Í svörtum fötum í KISS átfittinu
  • Þegar Kjarri og Dabbi birtust óvænt í Eyjum..með engann regngalla haha
  • Kodak móment gaurinn í Herjólfi..sá var fyndinn
  • Daði með sjóhattinn og frasann; en ég meina, hverjum er ekki sama
  • Andri held ég Hugo á gítarnum
  • Dabbi með frumsömdu ástarballöðuna; Ég búta þig niður ef þú spilar ekki á gítarinn
  • Siggi og frasinn hans; Nei, vá!
  • Allur bjórinn, vodkað og marineruði jarðarberin
  • Bjössabar og Lundinn..og reyktur Lundi..namminamm
  • Rigningin, rifnu regnbuxurnar og hárþurrkan sem kom að góðs notum
  • Kjarri;"Krakkar, hvar tók ég þetta tjald"..um regnstakkinn sem hann fann í dalnum, vel kominn í glasið..og að kalla regnstakk svefnstakk
  • Brekku,dekkja,bekkjabíllinn...snilld að hafa svona niðri í bæ
  • ..og svo margt margt fleira sem ég bara man ekki þessa stundina

Lágpunktar ferðarinnar;

  • Þegar allir urði pirraðir á hvor öðrum
  • Ónýtar regnbuxur..samt fyndið á sinn hátt
  • Allir sem ekki komust með :(
  • Edrú pakk sem kallaði á eftir okkur; vá róleg að vera við öllu búin(vorum í regngallanum í ágætis veðri)..svo hlógum við þegar rigningin kom..alveg grenjandi rigning
  • .....voðalega fátt annað..það var SVO gaman

Eyjaskeggjar takk fyrir mig og sjáumst vonandi að ári

www.hrebbna.tk
-út´í eyjum-

miðvikudagur, júlí 27

Lesning dagsins


...jæja, ég er farin til eyja lunda, sprangs og þjóðhátíðar!

www.hrebbna.tk
-sjáumst á vogi-

laugardagur, júlí 23

Af skaðsemi tyggjós

Tyggigúmmí, eða jórturleður eins og það kallast á góðri og gildri íslensku er þarfaþing.

En tyggjóin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Sum er holl fyrir tennurnar, önnur góð á bragðið, koma í veg fyrir andfýlu og geta jafnvel hjálpað fólki við að hætta að reykja.

Ég borða, eða tygg tyggjó eins og langflestir, en það eru svo margir sem tyggjóið tyggja sem kunna hreinlega ekki listina að tyggja á smekklegann máta, og aðrir leika sér með tyggjóið, teygja það og toga með fingrunum, hnoða úr því kúlu, blása kúlu og svo farmvegis.

Þeir sem þetta gera ná að fara alveg í mínar fínustu fínustu taugar enda lærði ég snemma að maður á alls ekki að leika sér með matinn sinn.

Ég lenti í undarlegu atviki um daginn þegar ég hitti ónefndann aðila og ræddi um anefnt mál, en sýni hér dæmi sem gæti svipað til samtalsins sem ég átti við óumræddann aðila. Til gamans kalla ég persónur leiksins Steina og Olla.

Steini: Nei, hæ olli hvað dregur þig hingað(tyggur tyggjó)?
Olli: Bara, versla og svona..er að fara í útilegu.
Steini: Núnú,(blæs kúlu) bara lúxus á minni.
Olli: Já, segðu. En hvað ert þú að bralla hér?
Steini: (teygjir tyggjóið, vefur því um fingur sér) Vinkona mín er að máta peysu hérna, er að bíða bara.
Olli: Aha, ferðu eitthvað um verslunarmannahelgina?
Steini(verður virkilega spenntur, tyggur, blæs kúlu, tyggur, togar tyggjó) Jahá, ég er víst að fara til Eyja(tyggur,hnoðar kúlu, tyggur).

Steini blaðrar eitthvað um ferðina til Eyja, en Olli nær enganveginn að fylgjast með vegna þess að hann er of upptekinn við að fylgjast með öllum kúnstunum sem Steini gerir með tyggjóinu meðan hann talar.
Steini: Olli, ertu ekkert að hlusta...(sér undrunarsvip á Olla sem veit ekki alveg hvað hann á að segja vegna þess að hann hefur ekkert hlustað..var of upptekinn við að fylgjast með tyggjóleikfiminni)..Það naumast áhuginn..vertu blessaður!(Tyggur eins og lífið ætti að leysa og strunsar í burtu og eftir stendur Olli alveg gáttaður).
2. dögum seinna hitti Olli Steina og ekkert var á milli þeirra nema kalt augnarráð Steina. (Þess má geta að undirrituð þjónar hlutverki Olla í sögunni)
Ég bið ykkur kæru vinir að vanda ykkur í samskiptum við annað fólk þegar tyggjó er haft við hönd, eða munn..hver veit nema svona misskilningur vegna tyggjós verði ykkur að falli?!
- til að forðast allann misskilning-

föstudagur, júlí 15

Misskilningur ofan á misskilning

Klósettferðir eru allajafna með vanalegu sniði hjá undirritaðri en um daginn lá eitthvað skrýtið í loftinu á almenningsklósetti einu sem ég heimsótti.

Um daginn var ég á Landsspítalanum vegna hnémeiðsla og sit á annars mjög leiðinlegri og illa lyktandi biðstofu.
Eftir að hafa lesið flest hálfu Séð og Heyrt blöðin sem voru þarna finn ég að yfir mig hellist sú þörft að skreppa á klósettið(sem var hreinlega ekki auðvelt vegna meiðslanna). Nú, ég hoppa þarna á einni löpp inn galtómt almenningsklósettið og læsi að mér í einum af þessum básum svokölluðu. Ég er ekki fyrr sest þegar einhver byrjar að banka af lífs og sálarkröftum á hurðina á básnum sem ég hugðist gera þarfir mínar.
Ég vissi hreinlega ekki hvað gera skyldi, einhver brjáluð kona bankandi á hurðina hjá mér og öll hin klósettin laus! Ég hisja upp um mig brókina og opna fyrir konunni og spyr hana hvort að það sé eitthvað vandamál.

Kona; "Vandamál?..Já það er sko vandamál! Ég kom hérna á undan þér vinan. Það þýðir ekkert að ryðjast svona framfyrir í röðinni!

Ég vissi hvorki upp né niður í þessu máli og horfði mér til mikillar undrunar á öll hin lausu klósettin og sá ekki sálu í neinni röð þarna inni.

Konan hélt áfram; "Viltu gjöra svo vel og hleypa mér inn á undan þér, það þýðir ekkert að láta svona, reglur eru reglur!"

Ég ákvað að hypja mig í burtu þaðan og aftur inn á biðstofu þar sem læknirinn stóð hneykslaður og kallaði; Hrefna Þórarinsdóttir!?" og ég fór inn, í spreng og skíthrædd við að fara aftur á klósettið ef konan skyldi birtast aftur.

Þegar ég kom út frá lækninum sat hún þarna, konan, með ásökunarsvip og horfði illum augum á eftir mér út.

www.hrebbna.tk
-í spreng-

fimmtudagur, júlí 14

Afsakið hlé

Ég vil byrja á því að biðja ykkur, kæru lesendur afsökunar á bloggleysi undanfarnar vikur en ástæðan fyrir bloggleysinu er einfaldlega netleysi á heimili mínu og þegar um slíkt leysi er að ræða er lítið hægt að blogga. En nú kem ég aftur, fersk sem endranær.

www.hrebbna.tk
-komin aftur í samband við umheiminn-

mánudagur, júní 27

Af veðurfregnum

Hversu trúverðugt er það að sitja fyrir framan sjónvarpið og hlusta á veðurfræðing spá sól og blíðu veðri út vikuna þegar hún spókar sig um í útsendingu í jakka sem er sláandi líkur regnjakkanum mínum?

Kannski hefur veðurfræðingurinn hugsað sem svo;
"ég spái góðu veðri og allir trúa mér, en ég er svo varkár að ég verð í regnjakkanum mínum öllum stundum til að verjast svo sem einum regndropa...hin fíflin fatta þetta aldrei og verða öll hundvot..hahaha"

www.hrebbna.tk
-með lausa skrúfu-

miðvikudagur, júní 22

Ég var stödd í vinnunni á venjulegum mánudagsmorgni.
Ég hafði tyllt mér ein í runnabeð langt frá litlu gelgjunum og strákunum sem voru að einbeita sér að því að fara í taugarnar á þeim.

Ég var komin langt í minn eigin heim, hugsandi um djamm síðustu helgar og næstu helgar þegar skyndilega berst djúpur karlmannsrómur úr runnanum segja; ,,væriru nokkuð til í að rétta mér vatnið?"

Ég leit í kringum mig og sá bara runna svo langt sem augað eygði og hugsaði með sjálfri mér að ég væri líklegast bara að tapa glórunni, enda ekki skrýtið þegar maður hangir og reytir arfa einn langt fram eftir degi.

Ég gerði aðra tilraun til að leggja upp í ímyndað ferðalag en allt kom fyrir ekki þegar röddin barst til mín í annað sinn og sagði ; ,,hey, þú í hvítu peysunni(undirrituð var í hvítri peysu), viltu rétta mér vatnið hægra megin við þig?"

Ég gerði heiðarlega tilraun til að leita að vatni þess sem talaði og var farin að gruna að runninn talaði til mín(sá fram á ýmis gróðaplön and so on), en sá ekkert, nema hafið sem var reyndar hægra megin við mig.

Nú fór ég að leggja saman tvo og tvo. Ég hafði lent á runna, sem var orðinn svo þyrstur í rigningu að hann var farinn að tala til mín, starfsmanns í bæjarvinnunni og biðja mig um að gefa sér vatn.
Ég hlaut að fá fálkaorðu fyrir að upplýsa heiminn um það að gróður vors lands væri vatnsþurfa..sá fyrir mér ljósmyndara, rautt teppi og þúsund blómvendi og kossa..en blaðra frægðar minnar sem plöntutúlkur sprakk skyndilega þegar ungur strákur stóð upp hinu megin í beðinu og horfði hneykslaður á mig og spurði með djúpu röddinni sinni "ertu heyrnarlaus" og tók upp vatnsflöskuna sem var í beðinu, vinstra megin við mig og labbaði í burtu hneykslaður.

Óáhugavert líf sem ég lifi þessa dagana

www.hrebbna.tk
-bloggar í það minnsta-

þriðjudagur, júní 7

Járnmærin

Tónleikar sveitarinnar Iron Maiden virtust vera íslendingum, sem og útlendingum ofarlega í huga í dag.
Í öðru hverju samtali sem ég hleraði meðan ég lét mér leiðast í vinnunni var hljómsvetin nefnd á nafn, eða samtalið snérist algjörlega um það hversu geðveikir tónleikarnir í kvöld yrðu og þorri fólks sem ráfaði um Kringluna klæddist bolum með merki sveitarinnar.

Ég gekk um og fann óneitanlega fyrir því að ég var útundan, klædd í bol með merki Hagkaupa, langt frá því að vera eins svöl og allir hinir.
Þrátt fyrir það ætla ég að sithja heima í kvöld með tærnar upp í loft og undirbúa mig undir það að vera ennþá meira útundan þegar aðalumræðuefni morgundagsins á kaffistofunni, sem og annars staðar verður án efa; tónleikar Iron Maiden í Egilshöll.

www.hrebbna.tk
-skemmtir sér, og engum öðrum-

laugardagur, júní 4

Lífið á laugardegi

Hversu svekkjandi er það að hugsa að á meðan sól skín í heiði og fólk svamlar um í sundi, slappar af á Austurvelli, liggur á ströndinni í Nauthólmsvík, borðar ís og labbar Laugaveginn, rótar til í garðinum og hlustar á góða tónlist eða situr úti á palli með góðann kaffibolla þá sit ég inni, svara í símann og þjóna litlum sem engum tilgangi á vinnustaðnum?

Hversu svekkjandi er það að hugsa að sólin er bara einni hurð í burtu?

Niðurstaða; MJÖG SVEKKJANDI

mánudagur, maí 30

Velkomin í Múlan Rús..næturklúbbur og hóruhús!

Tvær erfiðar vikur að baki og loksins, já ég meina og segji loksins erum við byrjuð að sýna á fullu í Loftkastalanum.

Frumsýningin var á föstudaginn, og okkur var mjög vel tekið eins og við mátti búast. Eftir sýninguna var svo auðvitað skellt í sig nokkrum bjórum, enda þurftum við aldeilis á því að halda eftir þetta törn!

Í gær, laugardag var svo 2.sýning, en leikhúsþjóðsagan segir að sú sýning gangi alltaf illa..og það var aldeilis satt, en förum ekki nánar út í það.

En ég hef svona verið að átta mig á því hvað það er verið að henda stóru batteríi upp, í atvinnuleikhúsi, fyrir 40 framhaldsskólanemendur sem leika,syngja og dansa á sviðinu eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta er svo stórt og gott tækifæri að maður er ennþá að melta þetta..svo ekki sé minnst á allt fólkið sem er að gera þetta að veruleika; Siggi,Steinunn,Tumi,Maggi,Hallur,Lovísa og auðvitað Björk..þau eru svo frábær að ég get ekki komið orðum að því.

En aftur að sýningarmálum, 2000 krónur kostar miðinn, ekki dýrt það og hægt er að panta miða á www.loftkastalinn.is og í síma 5523000. Sýningarnar verða samtals sjö, tvær búnar og augljóslega fimm eftir og verða þær sem hér segir;


3.6.2005 - 20:00
Föstudagur

4.6.2005 - 20:00
Laugardagur

10.6.2005 - 20:00
Föstudagur

11.6.2005 - 20:00
Laugardagur

12.6.2005 - 20:00
Sunnudagur

og hver veit, ef vel gengur verðum við kannski bara í allt sumar
segji svona :)

Endilega skellið ykkur kæru vinir, ég lofa góðri skemmtun og þeir sem hafa þegar séð hana geta komið aftur því miklu hefur verið breytt..enda erum við orðin svo pró!

www.hrebbna.tk
-montrass og stolt af því-

laugardagur, maí 21

Glæpabylgja

Rannsóknarnefnd síðunnar hefur komist að því að á undanförnum dögum hefur talsverð glæpabylgja gengið yfir.

Í gleðskap nokkrum, á fyrsta degi í Júróvisíon var farsíma mínum stolið, ásamt nokkrum öðrum símum, og einu skópari. Þetta sama kvöld var vitinu stolið frá nokkrum þjóðum sem gáfu okkur ekki atkvæði í umræddri keppni og nokkrum senum var stolið í þessari sömu keppni.

Daginn eftir vaknar faðir minn, teygir úr sér og lítur yfir fagra garðinn sinn svona í morgunsárið og uppgötvar að garðljósunum hefur verið stolið ásamt einni skóflu.

Hvort sami hrappur hafi verið á ferðinni í öll skiptin veit ég ei..en nú er nóg komið!

Ég segji NEI við glæpum og vona að þið lesendur standið með mér í þessum málum.
Ég legg til að stofnuð verði kíka, svona rétt eins og í myndinni Benjamín Dúfa, sem berst gegn ranglæti með réttlæti(þó án sorglegum endi, eins og í myndinni).

Skráning í álitsgjafakerfið hér að neðan
(p.s. ég er ekki ánægð með dræma skráningu í bókabrennuna..takið ykkur á fólk!)

www.hrebbna.tk
-eh..já_

föstudagur, maí 13

Smá innskot

Í tilefni prófloka vilja stjórnendur síðunnar efna til bóka-,blaða- og verkefnabrennu.
Gott er að losa um streitu sem myndast hefur við próflestur á þennan hátt, enda einstök tilfinning að sjá fjandans bækurnar sem maður hefur verið bitur út í alla önnina fuðra upp.

Þeir sem hafa áhuga, endilega skráið ykkur hér að neðan.

www.hrebbna.tk
-brennandi heit síða-

fimmtudagur, maí 5

Góð ráð

Ráðgjafadeild síðunnar hefur eftir mikla leit fundið gott ráð við svefnleysi.

Mælst er til að sjúklingar útvegi sér einhverja bók sem hefur að geyma Ísl. bókmenntasögu, helst frá 1900-1980. Þegar sjúklingur hefur útvegað sér bók þessa er bara að byrja að lesa og hvað og hverju ætti hann að sofna eins og ungbarn í splúnkunýjum barnavagni og sofa það sem eftir er dags eða nætur.

Nú ef þetta virkar ekki þá er ennþá til sá möguleiki að telja kindur..

www.hrebbna.tk
-..góð ráð dýr..eða ráðgóð dýr..eða dýr góð ráð..-

þriðjudagur, maí 3

Góðverk dagsins:

...ójá, það er ennþá viðbjóðslega fyndið að gera símaat í einhverjum sem maður þekkir og það kemst ekki upp!

www.hrebbna.tk
-með þroskaðann húmor-

sunnudagur, maí 1

Leikrit á laugardagseftirmiðdegi

Staðsetning: verslun með leikfangadeild
Hlutverk: faðir,sonur,móðir

Ung hjón með strákakríli, um 4 ára labba inn í ónafngreinda verslun.
Hjónin hyggjast skoða matarstell fyrir nýju íbúðina sína og konan gengur rösklega að búsáhaldadeildinni.

Sonur: ég ætla að skoða dótið mamma, má ég það?

Móðirin játar syni sínum, en faðirinn röflar um að ef hann fær að fara í leikfangadeildina munu þau aldrei ná honum þaðan út nema að þau kaupi eitthvað dýrt drasl.
Móðirin setur upp svip, og þau halda áfram að skoða stellin, og sér hún loks eitthvað áhugavert sem hún ákveður að spyrja afgreiðsludömuna um.

Á meðan móðirin spyr um stellið gengur faðirinn til sonar síns þar sem hann stendur og dáist að nýja tækni-Lego trukknum.

Tíminn líður og bíður og eftir að móðirin hefur keypt stellið fer hún að undrast um það hvar maður hennar og sonur séu niðurkomnir þegar hún sér son sinn koma labbandi með uppgjafarsvip.

Móðir: hvar er hann pabbi þinn
Sonur: ég næ honum ekki í burtu
Móðir: í burtu frá hverju, hvað er hann að gera?
Sonur: hann fékk að prófa nýja tækni-Legoið og hann leyfir engum öðrum að komast að.

Móðirin labbar rösklega inn í leikfangadeild þar sem hún sér manninn sinn sitja á gólfinu og fjóra unga pilta frekar pirraða á svip standa í kringum hann þar sem hann stýrir bíl, gerðann úr Lego kubbum.

Faðir: elskan, þetta verð ég að fá..og kostar bara 3900 krónur!

Já, skemmtilegt hvernig hlutirnir snúast við á örskotstundu.

www.hrebbna.tk
-í gegnum súrt og sætt-

mánudagur, apríl 25

Meðmælarinn

Í tilefni komu sumars mælir www.hrebbna.tk með því að allir fari að gefa litlu sætu öndunum og öðrum fleygum fuglum brauð niðri á Reykjavíkurtjörn.

Fréttamenn síðunnar hafa einnig heyrt það þjóta milli vængja að þær leggji sér líka popp til goggs en það hefur þó ekki fengist staðfest.

www.hrebbna.tk
-í sumarskapi-

mánudagur, apríl 18

Just another manic Monday..

Ég held virkilega kæru lesendur að ég sé gengin af göflunum..(hvað þýðir það annars?)
Ég hef aldrei á minni 18. ára ævi upplifað eins skrýtinn dag og klukkan er rétt rúmlega tvö..og enn er mikið eftir.

M.a. hef ég...

  • Vaknað 2 klst of fljótt, klætt mig í vinnufötin og ætlað að arka í vinnuna, en áttaði mig loks á því að það væri mánudagur.
  • Kallað mömmu mína Rósu og föður minn Bjart en það má eflaust rekja til of mikils lærdóms undir próf í Sjálfstæðu fólki.
  • Spjallað við samnemanda og furðað mig á því hvers vegna hann talaði þýsku allann tímann þegar hann var í raun og veru að tala íslensku
  • Mætt í tíma samkvæmt stundatöflu síðustu annar
  • Fattað að ég klæddi mig í öfuga peysu í miðju prófi
  • Fengið króníska þynnku
  • Ætlað að drekka úr skyr.is dollu og hellti því yfir mig í staðinn
  • Farið í skóm móður minnar í skólann

Og svo mætti lengi telja en ég er alls ekki með sjálfri mér í dag, og vona að þið takið ekki mark á einu einasta orði sem ég segji við þá sem ég hitti í dag...það gæti orðið ykkur dýrkeypt.

www.hrebbna.tk

-looing her mind-

mánudagur, apríl 11

Morðtilraun á mánudegi

Undirrituð varð fyrir hrottalegri tilraun til morðs fyrr í dag, ekki er víst hvort hún jafni sig alveg í dag, en það mun að öllum líkindum koma næstu daga og vikur.

Undirrituð leggur ekki oft leið sína í Smáralind en þurfti að gera það í dag af óviðráðanlegum orsökum. Ég labbaði inn í verslun eina, sem ölla jafna er skemmtilegt að versla í og á móti mér tók hugguleg dama og bauð mér að prófa nýju lyktina frá enn einu ilmvatnsfyrirtækinu.
Ég var í góðu skapi, enda sól úti þótt smá kuldi léti finna fyrir sér, og ákvað að slá til og beið eftir að daman rétti mér ilmspjaldið sem maður fær venjulega þegar manni býðst að prufa ilmvatn, en viti menn..það var ekki svo í þetta skipti.
Ég rétti út hendina og áður en ég vissi af var daman búin að sprauta ilmvatninu í andlitið á mér og ég dreg andann, fæ það allt ofan í lungum og er næstum því köfnuð. Auk þess var lyktin ekki góð.

Daman baðst ekki einu sinni afsökunar og hélt áfram að reyna að myrða saklausar meyjar á vappi um búðina.

Ég er án efa sködduð eftir þessa uppákomu og fer varla í þessa búð um sinn, en eitt er þó víst, ég verð varla andfúl næstu daga

www.hrebbna.tk
-fórnarlamb viltuprófailmvatnsdömumorðingjans-

laugardagur, apríl 9

Sjalalalala ævintýri enn gerast

Undirrituð bloggar hér frá hæstu hæðum, nánar tiltekið í sjöunda himni, eða þar sem maður lendir þegar maður er ofsalega ánægður
sbr; "ég er í sjöunda himni" o.s.frv.

Ástæðan fyrir þessari ánægju eða hamingju öllu heldur er sú staðreynd að litla leiksýningin okkar í FG; Múlan Rús sem gjörsamlega gerði allt vitlaust verður sýnd í Loftkastalanum í sumar..alvöru sýning í alvöru leikhúsi (svo í vitni nú í sjówið), og það gerist nú ekki á hverjum degi að framhaldsskóli fær að sýna leikritið sitt í Loftkastalanum um sumar fyrir almenning og munum við eflaust trylla vora þjóð...

Meira um þetta þegar undirrituð lendir niðri á jörðinni

www.hrebbna.tk
-í sjöunda himni-

miðvikudagur, mars 30

Ástandið á Álftanesi

Fyrir nokkru ríkti ástand hér á heimilinu.

Húsmóðirin fékk nóg, pakkaði sínu hafurtaski í ferðatösku og strunsaði út um hádegisbil næsta dag beinustu leið upp á Keflavíkurflugvöll og tók fyrsta flug til Amríku.

Þessi uppákoma hefur reyndar verið í aðsigi frá því á aðfangadag en þá einmitt ákvað faðir minn að gefa móður minni farseðil til Amríku(báðar leiðir..furðulegt) svo hún gæti farið að heimsækja systur sína sem er búsett þar.

För þessi leiddi til þess að heimilishald mun liggja niðri í vikur tvær og eina eldamennskan sem fram fer á heimilinu mun vera í formi 1944 örbylgjurétta, enda eru þeir líklegast fleiri en 14 talsins og því hægt að hafa fjölbreyttann matseðil meðan höfuð heimilissins er fjarverandi.

Ástæðan fyrir því að faðir heimilissins fær ekki að elda þessar tvær vikur er sú að í hvert skipti sem höfuð heimilissins heldur utan(sem gerist ekki oft) hefur hann reynt að vera góður við dætur sínar og eldað uppáhaldsmat þeirra; pasta en sú eldamennska hefur tvisvar sinnum komist nálægt því að kveikja í húsinu, eða þá að pastað hefur myndað eins konar hrærigraut sem væri ekki bjóðandi ruslatunnu.

För þessi hefur einnig leitt undirritaða í kynningarferð um heimilistæki sem er til staðar hér í húsinu og fékk undirrituð vægt taugaáfall þegar hún hugðist setja í þvottavél fyrr í kvöld. Þó svo að vélin sé með íslenskum leiðbeiningum þá er hún gjörsamlega torskilin og efast ég ekki um að ég fái hvítu stuttbuxurnar mínar grænmyglulitaðar tilbaka úr þvotti og fjórum númerum of litlar.

Ég kynnti mér einnig eiginleika ryksugunnar um daginn og þvílíkt undratæki er þar á ferð.
Ryksugan, af gerðinni Kurby bættist í hóp fjölskyldunnar um 1990 þegar óprúttinn sölumaður sannfærði móður mína um að þetta væri hin fullkomna heimilishjálp sem henni vantaði. Síðan þá hefur móðir mín elskað ryksuguna sína af öllu sínu hjarta og vart séð okkur systurnar fyrir henni, þá sérstaklega á þeim dögum sem móðir mín kallar hreingerningadaga.
Af einhverjum ástæðum hef ég ávallt verið hrædd við ryksugur, eða hrædd, meira svona skelkuð þegar þær fara í gang. Ástæðuna held ég að megi rekja til þess að þegar óprúttni sölumaðurinn kom á heimili mitt til að sannfæra móður mína um notagildi Kurby ryksugunnar ryksugaði hann upp spariskó Barbídúkkunnar minnar og hef ég aldrei fyrirgefið þessu undratæki þennann hryðjuverknað.

Eftir að hafa ryksugað eitt tvö herbergi ákvað ég að komast í kynni við uppþvottavél heimilissins en þegar ég sá stóru beittu hnífana og öll glösin og diskana skellti ég hurðinni aftur, hljóp inn í herbergið mitt og læsti.

Ég vona að þessar tvær vikur verði fljótar að líða...

www.hrebbna.tk
-gerist ei húsmóðir í bráð-

þriðjudagur, mars 22

Sögur af pabba og páskum

Faðir minn er mikill sælkeri, enda ekki að undra því þar er stór og mikill maður á ferð.

Páskarnir eru ein af uppáhalds hátíðum hans, þá sérstaklega út af páskaeggjunum sem tilheyra oft hátíðarhöldunum.
En hann faðir minn hefur ekki átt sjö páskadagana sæla og hefur páskagræðin oft komið í bakið á honum.

Eitt árið var faðir minn búinn með sitt páskaegg, sem er iðulega nr.3 rétt eftir kvöldmat en langaði þó í meira. Við systurnar geymdum eggin okkar inni í ískáp, alveg grunlausar um að faðir okkar mundi taka sig til um nóttina og narta örlítið í þau. Faðir minn tók sig sem sagt til og læddist að nóttu til inn í eldhús og braut eitt stykki úr páskaeggi systur minnar og beit í það, en viti menn, eggið var svo kalt og hart að hann braut tönn í herlegheitunum þannig að daginn eftir komst allrækilega upp um karlinn.

Árið eftir ætluðum við systurnar að taka til hendinni og fela eggin okkar á stað þar sem faðir okkar mundi alls ekki finna þau, eins og t.d. í þvottavélinni eða örbylgjuofninum. En að kveldi annars í páskum fannst föður mínum hann knúinn til að fá sér bita af eggjunum sem voru falin á sitthvorum staðnum og hóf víðtæka leit að kræsingunum og fann loks eggið sem falið var í örbylgjuofninum. Eftir að hafa fengið sér góðann bita af egginu setti hann eggið á sinn stað; eða svo hélt hann, í bakarofninn. Daginn eftir, þegar móðir mín hugðist hita upp páskasteikina kom hún svo auga á eggið og leit ásökunaraugum á karlinn.

Enn komu páskar og nú ætlaði karlinn að vera hress á því og fela eggin sjálfur, en það er hefð að fela eggin og láta eigandann leita af þeim. En það heppnaðist ekki betur en það að karlinn mundi ekki hvar hann faldi þau og þau fundust ekki fyrr en viku síðar en það voru fagnaðarfundir skal ég segja ykkur.

Karlinn hefur líka gert ýmislegt annað eins og t.d. að fela páskaegg undir ofninum inni hjá mér en það var víst bráðnað þegar ég hugðist borða það, óvart borðað allt páskaeggið hennar systur minnar,hennar mömmu og margt fleira sem ég man ekki í augnablikinu.

Nú í ár höfum við ákveðið að kaupa páskaegg nr.5 handa karlinum og eitt númer 3 sem við geymum inni í ísskáp svo hann geti læðst í og látið okkar í friði.

www.hrebbna.tk
-sögur af landi-

mánudagur, mars 14

Af enn einu samsærinu!

Undirrituð mætti aftur í skólann í morgun eftir viku fjarveru vegna söngleiks, enn með kvef síðustu mánaða í farteskinu og skólatösku sem hún ber alla jafnan.

Ég hugðist sjúga upp í nef mitt eins og gengur og gerist þegar slím hefur verið framleitt í of miklu magni, en skyndilega var mér það lífsins ómögulegt að sjúga upp í nefið.

Skyndilega áttaði ég mig á því að "horið"(ef svo má kalla) var frosið fast í nebbaling og við nánari athugun var hitastigið inni í skólanum -7 gráður..eða svipað og á sólríkum degi á Norðurpólnum.

Í rúma 4 klukkutíma þurftu saklausir nemendur að krókna úr kulda í kennslustundum og það eina sem hlýjaði manni var súpan sem ég fékk mér í hádeginu.

Svo, þegar heilinn minn hafði verið affrystur sá ég ástæðuna fyrir frostinu í skólanum; þetta hlaut að vera enn eitt samsærið.

Skólayfirvöld hafa eflaust planað þetta í marga mánuði að akkúrat þennan dag, eftir árshátíð skólans og fríi á föstudegi skyldi slökkt vera á öllum ofnum skólans í þeirri von um að sem flestir mundu veikjast og þar með fá slæma mætingu vegna veikinda..sem þýðir það að mætingarprósentan lækkar ennþá meira hjá þeim sem hafa sótt tíma þegar þeim hentar, sem þýðir það á endanum að þeir verði með svo lélega mætingu að þeim verði vísað úr skóla. OG hvað gerir það..hmm...pláss fyrir fleiri nýja nemendur næsta ár!

Látum ekki blekkjast af skólayfirvöldum kæru vinir!

Mætum í kraftgalla í fyrramálið

www.hrebbna.tk
-sér í gegnum öll plott-

miðvikudagur, mars 2

Alveg frá blautu barnsbeini hef ég haft mjög gaman af því að hrekkja fólk og aðrar verur og geri ósköp mikið af því. Margir gætu oft talið þetta aulahúmor en sannfærist kæru vinir, sannfærist!

Tökum dæmi;

  • Að skrifa t.d. "lúði" á miða og líma hann aftan á vin þinn eða vandamann. Barnalegt, ég veit en alveg viðbjóðslega fyndið
  • Farðu í bíó og kallaðu hátt yfir alla t.d. algengt nafn (hint; Anna) og sjáðu hversu margir líta við
  • Keyrðu niður Laugaveginn og flautaðu með bílflautinni að fólki sem labbar hægra megin og vinkaðu svo í hina áttina

Þetta blogg var styrkt af vefsíðunni www.engarhugmyndirumnýttbloggvegnatímaskorts.is

www.hrebbna.tk

- -

miðvikudagur, febrúar 23

Kæru lesendur

Þann 23. febrúar 2003 sat undirrituð á heimili sínu og hafði ekkert betra að gera en að hanga á netinu. Eftir að hafa "sörfað" ,eins og vefarar góðkunnir segja, á netinu í rúman klukkutíma rakst hún á síðu nokkra sem bar nafnið blogspot. Hún ráfaði í reiðileysi inn á síðuna og skyndilega, alveg óvart var hún komin með síðu sem bar nafnið hrebbnan.blogspot.com.

Í fyrstu tók sinn tíma að læra á síðuna, en ekki leið á löngu þangað til að hún var farin að blogga; eins og það kallast víst, reglulega.

Vinir og vandamenn fóru að heimsækja síðuna og styrktu undirritaða enn meir í bloggskrifum.

Hún fékk sér "lén"(annað orð úr bókum tölvunjarða) og síðan fékk nafnið www.hrebbna.tk

Tíminn leið og beið og skyndilega var liðið eitt ár frá því að hún hafði bloggskriftir og eftir heimsókn til læknis var komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri víst ólæknandi sjúkdómur sem hún þyrfti að fá útrás fyrir einhversstaðar, og hvar var betri staður en ákkurat hér?

Nú, eftir þessar fregnir frá lækninum var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að blogga og hér er ég víst, 2.árum seinna ennþá ólæknuð af þessari sýki.

Ég vil þakka öllum þeim sem heimsótt hafa síðuna á þessum 2.árum og segji bara gjöriði svo vel og fáið ykkur kökur og meðþví í commentunum hér að neðan.

www.hrebbna.tk
-stoltur bloggari-

mánudagur, febrúar 21

Hádegishlé

Eftir að hafa skrapað saman hundraðkrónum með erfiði fór undirrituð beinustu leið í matsal FG og keypti sér einn súpudisk. Glöð í bragði og svöng mjög gekk hún að sínum venjulega stað þar sem vinir og vandamenn sitja og hugðist borða súpuna af bestu lyst.

Fyrsta skeiðin fór upp í munninn og hungrið minnkaði til muna.

Eftir tvær eða þrjár skeiðar í viðbót og almennar hádegisvangaveltur átta ég mig á því að kvennmannsrödd yfirgnæfir allar mínar hugsanir. Röddin kom frá næstu hæð.

Þegar ég fer að hlusta betur heyri ég að konan talar um aumingjans börnin í Afríku sem fá aldrei neitt að borða og predikar yfir saklausum framhaldsskólanemendum sem geta lítið gert í þessu vandamáli..enda blankir námsmenn.

Loksins þagnar konan og ég held ótrauð áfram að snæða mína súpu og allt í einu heyri ég röddina sem var áðan á hæðinni fyrir ofan koma til mín og spyrja kurteisislega hvort hún megi kynna "tilfinningakortið" sem hjálparstarf kirkjunnar var að gefa út.
Að sjálfsögðu sá ég ekkert því til andstöðu að leyfa konunni að æla ræðunni út úr sér en þegar á leið á ræðuna fór sjálfsmat mitt, matarlyst og almennt álit á heiminum snarlækkandi.

"Áttaru þig á því að fyrir þessar hundraðkrónur sem þú varst að kaupa súpu fyrir gætir þú gefið barni í Afríku vatn í tvær vikur"...ég rankaði við mér og ýtti súpudisknum til hliðar og sárskammaðist mín. "Fyrir aðeins 1130 krónur(skyndibitamáltíð fyrir tvo samkv. konunni) getur þú leyft einu barni í Afríku að ganga í skóla í heilann mánuð, gefið því bækur og föt".....ég ýtti Trópíinum frá mér og vatnsglasinu sem ég átti ekki en var á borðinu. Konan fór og eftir sat ég með skömmina í hattinum.

Eftir þennann fyrirlestur held ég að ég muni ekki borða framar því alltaf fer ég að reikna út hversu mörgum Afríkubörnum ég geti hjálpað í staðinn fyrir að kaupa mér...sjálfselskum íslendingi sem hefur það gott, að borða. Það sem kom mér þó mest á óvart var að eftir hverja predikun um að ég væri ömurlegur þjóðfélagsþegn því ég gæfi ekkert til hjálparstarfs heldur eyddi hverri krónu í mat og annað sagði hún; "en endilega njóttu þess að kaupa McDonalds, þú nýtur forréttinda". SAMT var hún að ýja að því að ég ætti að sleppa því algjörlega að borða sjálf og gefa börnunum í Afríku að borða í staðinn.

Nú sit ég eftir með kaldann súpudisk sem ég hef ekki áhuga á að snerta og er sársvöng.

www.hrebbna.tk
-svengd er ekki góð tilfinning-

fimmtudagur, febrúar 10

Að losa brjóstahaldara 103

Undanfarið hafa gestir og gangandi komið til mín og beðið mig um að halda þetta námskeið sem og annað sem er í vinnslu; Að binda bindi 103 en það mun birtast hér á síðunni á næstu vikum, enda árshátíðirnar að fara að skella á. Mér fannst töluvert mikilvægara að reyna að leggja mitt af mörkum á tölvutæku formi og gera tilraun til að kenna karlpeningum að losa brjóstahaldara án þess að þurfa á hjálp neyðarlínunnar að halda.

Og þá hefst kennslan....

Skref #1=Kynning
Það fyrsta sem ber að huga að þegar brjóstahaldari er losaður strákar er að ganga úr skugga um það hvort stúlkan vilji yfir höfuð fara úr honum, því enginn vill vera sleginn utanundir..er það nokkuð?

Þetta er brjóstahaldari....ógnvekjandi fyrirbæri, ekki satt?
Hann er ætlaður til að halda uppi brjóstum dömunnar sem eru yfirleitt tvö..og stelpum finnst oft lítið kynæsandi við þennan klæðnað þótt sumir strákar blóðroðni við það eitt að minnast á fyrirbærið. Ég mæli með því að þið skoðið fyrirbærið vel áður en losun hans hefst.
Þetta er bakhlið brjóstahaldarans.... Þarna má sjá festingarnar ógurlegu sem allir karlmenn sem ekki eru vanir hræðast. Hlýrarnir tveir eru meinlausir.
Og að lokum skulum við líta aðeins innan í fyrirbærið, en strákar sjá ekki oft þennan part brjóstahaldarans.

Skref #2=Festingarnar
Jæja, þá höldum við áfram fyrir þá sem ekki eru enn búnir að slökkva á tölvunni og hóta skírlífi það sem eftir er.

Nú skulum við líta aðeins á festingarnar en þær eru tvær talsins.
Festing númer eitt, eða vinstri festingin er ekki jafn mikilvæg og festing númer tvö en þjónar nú samt einhverjum tilgangi. Á henni eru þrjár krækjur sem festing númer tvö krækist í og fer algerlega eftir dömunni hvaða festingu hún kýs að nota, en festingarnar ráða þrengd brjóstarhaldarans yfir bakið. Það ætti þó ekki að velda neinum vandræðum ef daman velur festingu 2 frekar en 3 og svo framvegis.

Festing númer tvö lítur svona út. Á henni eru tvær krækjur sem krækjast í eina af 3 krækjum á festingu 1..flókið?
Festing númer tvö þjónar þeim tilgangi að festa brjóstahaldarann og þetta er sú festing sem strákar óttast mest..því ekki allir geta losað hana frá númer 1, en við erum eimmit hér til þess að sigrast á þessu vandamáli..ekki satt?

Skref #3=að losa brjóstarhaldarann
Jæja þá er loksins komið að því..þið sem enn eruð að fylgjast með.

Svona lítur brjóstahaldarinn út þegar festing 1 og 2 koma saman..nú hlýtur blóðþrýstingurinn að hækka allverulega.

Andið einu sinni inn og út, djúpt og slakið alveg 100% á..þetta er ekkert mál!

Ókei..takið með þumalfingri og vísifingri vinstri handar um festingu eitt og gerið það sama með hægri hendi um festingu 2. Haldið fast, en ekki of fast!
Hægri höndin þjónar miklum tilgangi hérna þannig að það er eins gott að hafa hana í lagi!

Nú er komið að því!

Ýtið festingu nr.2 til vinstri, en ekki of fast alveg þangað til að þið erum komnir nógu lang út fyrir festingu númer tvö og þá ættu festingarnar báðar að vera lausar...ef ekki eruð þið aumingjar allir með tölu!

Og svona lítur hann út þegar verkið er fullkomnað!

Ég mæli með að eftir námskeiðið skulu karlmenn þeir sem það sóttu æfa sig reglulega í mánuð til að ná upp þeirri færni sem þeir þarfnast fyrir komandi átök!

Svo óska ég öllum góðrar skemmtunar og þakka gott hljóð!

www.hrebbna.tk
-gerir lífið skemmtilegra-

mánudagur, janúar 31

Saga úr kennslustund

Undirrituð sat og fylgdist af ákafa með í tíma fyrr í morgun. Viðfangsefnið var jú mjög svo spennandi; Sjálfstæða fólkið hans Halldórs Laxness.

Þegar kennarinn var í óða önn að tala um hjúin Bjart og Rósu byrjar skyndilega einhver/eitthvað að öskra inni í stofunni. Ég hugleiddi hvort nú hefði enn einn nemandinn gjörsamlega tapað vitinu, eða vantað athygli, en svo var ekki því öskrið barst frá gólfinu og varla gat nokkur maður verið staðsettur þar, nema kannski ofan í einhverri töskunni sem gæti svo sem vel verið.

Öskrið stigmagnaðist og á milli óskýrra orða og hláturs heyrðist skýrt; "þetta er Ómar(nafnið er gleymt) svaraðu fo***** símanum fíflið þitt".

Skyndilega blóðroðnaði einn piltur í bekknum og tók upp símann sinn og slökkti á honum.

www.hrebbna.tk
-segir sögur-

þriðjudagur, janúar 25

Af rigningum

Ég vaknaði í morgun við hljóðin í rigningunni, hvað er yndislegra?

Enn hálfsofandi opnaði ég útidyrahurðina og ætla að arka út í bíl, en finn að ég stíg á eitthvað frekar blautt og kalt og kippi löppinni strax aftur inn, galopna augun og sé að beint fyrir framan útidyrahurðina er risastór pollur, eða poll ætti ekki að kalla þetta heldur einhversskonar afbrigði af tjörn úti á plani.

Ég sá ekki nokkra leið að komast að bílnum án þess að rennblotna upp sð hné, og eftir árangurslausa leit að stóru stígvélunum hans pabba sá ég að nú þyrfti að grípa til örþrifaráða.

Gat ég synt?..ég rifjaði upp allar gömlu "beygja,kreppa,sundur,saman" reglurnar sem ég lærði í barnaskóla og sá að ég gat vel synt, en með þeim afleiðingum að ég kæmist ekki þurr í bílinn.

Gat ég stokkið yfir tjarnarpollinn?..eh, eftir miklar vangaveltur sem snérust aðallega um að meta gamlar einkunnir í leikfimi, þá sérstaklega frjálsum íþróttum útilokaði ég strax þann möguleika.

En stuttu síðar ákvað ég að reyna að stökkva, það færi þá bara illa og svo yrði að vera.

Í hausnum heyrði ég hvatningaróp og uppklapp og tók tilhlaup...og voilá, ég komst yfir án þess að blotna, en reyndar rann ég til í eina hálkublettinum sem eftir var á planinu sem var frekar vont, en ég náði þó að stökkva!

www.hrebbna.tk
-getur flest-



föstudagur, janúar 14

Af löngunum

Ég fæ oft miklar langanir til að bregða út af venjum og gera eitthvað óvenjulegt þegar það á alls ekki við. Dæmi um þetta er t.d. að mæta á náttfötunum í fín jólaboð, öskra á bókasöfnum og klappa innilega í bíó, en einhvernveginn læt ég aldrei undan lönguninni og sit prúð og stillt eins og á við.

Gott dæmi er líka þegar karlmenn koma í ónefnda verslun sem ég vinn í og versla hinar ýmsu vörur sem oftast tilheyra kvenkyninu, eins og til dæmis varaliti, undirföt og svo videre.
Þá fæ ég svo sterka löngun til að spyrja hvort þetta sé handa konunni, eða máské til einkanota en hef aldrei þorað því fyrr en ég fyrir slysni missti það út úr mér eitt sinn.

Staður: Ónefnd verslun
Skandall: ójá
Stund: löngu gleymd

Ég stóð við kassan og sá mann með hrúgu undirfata, sem eru ætluð konum nálgast hann óðfluga.
Ég setti mig í afgreiðsludömustellingarnar og bauð kurteisislega góðann dag, og á þeirri stundu er ég var að taka svotilgerð þjófamerki út brjóstarhaldara einum skaust þessi hugmynd upp í kollinn á mér og áður en ég vissi af hafði ég spurt manninn hvort þetta væri fyrir konuna eða til einkanota. Á svipstundu hafði búðarferð hjá saklausum manni breyst í brandara og eftir stóð maðurinn með svip sem ætti að festa á grímu, svo sérstakur var hann.

Auðvitað brá manninum í brún, en skyndilega tók hann vel í grínið og sagði að þætta væri nú varla rétt skálastærð fyrir sig. Síðan borgaði maðurinn eins og við á og rauk út í óvissuna.

Eftir stóð ég og hló, og lengdi þar með líf mitt um meira en viku!

www.hrebbna.tk
-hefur enga stjórn á sjálfri sér-


þriðjudagur, janúar 11

Sögur af húsmóður

Undirrituð er farin að halda því fram að móður hennar liggji einhver ósköp á að losna við okkur systur af heimilinu sem allra allra fyrst, ef marka má atburði sem greint verður frá hér að neðan.

Fyrir þónokkru vaknaði ég fersk að vanda að morgni laugardags og labbaði hálfvakandi fram í eldhús þar sem ég hugðist snæða hollann og staðgóðann morgunverð, og rakst á frosinn sviðakjamma á borðinu og öskraði af öllum lífs og sálarkröftum..hélt að hér væri endurfædd lambasteikin sem snædd hafði verið kvöldinu áður..en þá var það víst bara sviðakjammi sem húsmóðirin ætlaði að elda ofaní húsbóndann.

Ég taldi nóg komið af svona atburðum..en einn átti sér nú stað ekki fyrir svo löngu.

Þegar ég kom heim úr skóla, þreytt eftir langann dag og þráði einna helst heita sængina sína, opnaði ég hurðina að húsinu sparkaði af mér skónum og ætlaði að arka beinustu leið í koju þegar ég stíg á eitthvað kalt og mjög hart. Ég lít niður og sé einhverja hryllilegustu sjón sem ég hef á ævi minni séð; hálfann frosinn lambaskrokk, bara liggjandi þarna í þægilegheitum á mottunni.

Nú taldi ég öllu lokið, fór að velta því fyrir mér hvort móðir mín hefði það að leik að drepa dýr í frístundum og láta þau svo liggja svona hér og þar um húsið til að hræða líftóruna úr yngsta barninu, barninu sem á allt lífið framundan..eða var þetta eins og áður sagði vísbending um að hypja sig bara að heiman?

Ég auglýsi nú eftir meðleigjanda.
Sá hinn sami skal hafa tekjur sem geta haldið okkur báðum uppi, borgað alla þá reikninga sem berast..og helst eiga eitthvað afgangs til að spreða.
Einnig væri mjög þægilegt að hann skyldi ekki eftir frosin spendýr á víðavangi um húsið..án minnar vitundar!

Ef þessu aðili er til má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum kómentakerfið eða hreinlega með hugskeyti þar sem allar bréfdúfusendingar liggja niðri vegna kulda.

www.hrebbna.tk
-ein á báti-

fimmtudagur, janúar 6

Af enn einu samsærinu

www.hrebbna.tk hefur verið mjög iðin við að koma upp um samsæri og á dögunum varð hún vör við enn einn samsærið sem virðist hafa verið í gangi í allmarga áratugi.

Á Íslandi er algengt að fólk fái kvef og aðrar pestir sem oft má rekja til þess að sá aðili sem pestina fékk klæddi sig ekki eftir veðri.

Nú hefur www.hrebbna.tk komið að því hvers vegna í ósköpunum þetta gerist.

Sjáið til, þegar meðaljóninn horfir á veðurfréttir skilur hann hvorki upp né niður í því sem þulurinn er að segja. Tökum dæmi:

"Það verður norðsuðaustanvestanlæg átt í kvöld sem færir sig síðar á norðurhvel landsins með tilheyrandi rigningu á köflum, hiti 0-5 stig og norðanstiðningskaldi á vestanaustanverðu landinu"

Hvernig í ósköpunum á venjuleg manneskja að skilja svonalagað án þess að hafa orðabók við höndina?

Þetta leiðir síðan til almenns misskilnings eins og vill oft koma fyrir á þeim dýrðardegi 17.júni þegar helmingur þjóðarinnar mætir í pollagallanum og stígvélunum og hinn mætir í húllahúllapilsi og bikinitopp.

Þess vegna vill ég leggja til að veðurfréttir verði textaðar fyrir þau okkar sem eru ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að skilja svo flókið mál sem notað er í veðurfregnum á þessum tímum.

Þeir sem eru fylgjandi þessari tillögu eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í kómentakerfið að neðan.

www.hrebbna.tk
-og veðrið-




sunnudagur, janúar 2

Skandall på dansk!!

Staður: Hagkaup, Kringlan
Tími: milli mjalta og messu
Skandall:

Undirrituð var stödd við vinnu fyrir þó nokkru og afgreiddi kúnna af hinni mestu snilld eins og við má búast.
Eftir að hafa afgreitt einn kúnnann enn kallaði ég í sakleysi mínu; næstu gjörið svo vel, þegar hún sá fatahrúgu koma labbandi til sín.
Undan fatahrúgunni kom kona, og sagði á eitthvað á óskiljanlegu tungumáli.
Ég hélt áfram að afgreiða konuna, en alltaf virtist hún vera á spjallskónum og talaði og talaði og hló dátt og benti.
Eftir stutta stund gerði ég mér grein fyrir því að konan talaði dönsku með því að hlusta á hljómburðinn, en gat ómögulega skilið hvað hún var að segja.

Í einni svipan fór ég yfir alla þá dönsku sem ég hef lært í skóla, sem telur samtals 7 ár, en öll danskan var horfin.

Eftir mikið puð náði ég þó að klára afgreiðsluna með óteljandi neyðarlegum brosum og kurteisishlátri þegar mér fannst eiga við.

Loks þegar heim var komið skyldi ég loksins hvað konan var að tala um og það hljómaði nokkurnveginn svona;

Dönsk kona; ég veit ekkert hvað ég á að kaupa handa barnabörnunum, ætla bara að kaupa pils á sonarson minn og skyrtu og vesti á sonardóttur mína og vera bara fyndin í ár!

Skemmtilegt tilfelli um stundardönskukunnáttuhvarf!

föstudagur, desember 31

Nú árið er liðið í aldanna skaut....

Kæru vinir, ég afsaka bloggleysi undanfarið og fel mig undir borði því skömmin er svo mikil. Hyggst ég dvelja þar þangað til nýtt ár gengur í garð, þið vitið þá hvar þið finnið mig.

En þar sem árið 2004 er senn á enda finnst mér rétt að feta í fótspor svo margra bloggara og skrifa eilítinn pistil um árið.

Árið hófst eins og öll önnur ár, á 1.janúar og vil ég allra allra síst að það endi, því þetta hefur verið alveg hreint frábært ár í alla staði!

Svona til gamans skulum við rifja upp afrek ársins:

Portúgal:
5 meðlimir grúbbunnar skelltu sér til Portúgal 3-17 ágúst með ýmsum afleiðingum. Ekki rann af hópnum í þessa 14.daga sem verður að teljast met innan þessa vinahóps.

Leiklistartengd afrek:
Undirrituð lék í 2 stórum verkum á þessu ári; Litlu Hryllingsbúðinni og Platanof. Hlutverkin voru þó mjög mismunandi; róni,sögumaður og fleira annars vegar og lesbíska bóhemið Glagoléfa hins vegar.
Einnig var aftur tekið þátt í Leiktu Betur og hlaut lið FG 3-4 sætið, sem telst alveg ágætt bara.

Önnur afrek:
Endurkjör í listanefnd,nýr söngleikur planaður,margar skemmtanir,nýjir vinir,ófáar leikhúsferðirnar,mikið drukkuð um sumarið í ófáum partýum,fleiri vinir í kjölfarið,stuttmyndir nokkrar, og svo margt sem ég er löngu búin að gleyma en mun rifjast upp um leið og bloggið er komið í loftið.

Ég vil þakka öllum sem komu við sögu á árinu sem er að líða, og vona að árið 2005 verði enn betra, enda mörg spennandi verkefni á könnunni sem bíða þess að verða framkvæmd.

Með áramótakveðju

www.hrebbna.tk
-snýr aftur á nýju ári-

föstudagur, desember 24

Jólakveðjur

Kæru vinir.

Þar sem undirrituð hefur ekki haft neina fúlgu fjár milli handanna þennann mánuðin hafði hún hreinlega bara ekki efni á að fjárfesta í jólakortum á alla þá sem eiga þau svo innilega skilið.

Vil því bara hér með koma því á framfæri að ég óska öllum vinum,vandamönnum og öðrum mönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakka pent árið sem er að líða, sem hefur verið alveg frábært og auðvitað fyrir að þola mig eitt árið enn :)

Jólakveðjur
Hrefna Þórarinsdóttir

miðvikudagur, desember 22

Þorláksmessa

Síðan ég hef munað eftir mér hefur Þorláksmessa alltaf runnið upp eins og hver annar dagur, nema það að á henni er styttra í jólin sjálf heldur en hina daga ársins!

Það sem allra helst einkenndi þó daginn forðum daga var að fjölskyldan sameinaðist öll, uppábúin í bifreið fjölskyldunnar og keyrði sem leið lá niður á laugarveg þar sem síðustu jólagjafirnar voru keyptar og rölt um í rólegheitum með jólaandann svífandi um loftin blá.

En eftir að maður eldist og byrjaði að vinna eins og geðsjúklingur hefur þessi hefð farið forgörðum.

Það eina sem minnir mig núna, á fullorðinsárum á Þorláksmessu og kemur mér í virkilegt jólaskap er þessu viðurstyggilega fýla af skötu nokkurri sem móðir mín eldar hvert ár.
Lyktin dreifist um húsið, og aðrir heimilismeðlimir sem hafa sjálfskapað ofnæmi fyrir þessu annars ágæta sjávardýri flýja einn af öðrum inn í sitt eigið herbergi til að verjast lyktinni, sem er þó varla hægt að gera!
En öll elskum við lyktina, því hún kemur manni í virkilegt jólaskap!

En nú virðist sem húsmóðirin á heimilinu ætli ekki að elda neina skötu þetta árið..en hvað verður þá um jólin?

Koma jólin án skötulyktar?

Ef frúin lætur ekki undan mótmælum mínum virðist staðan vera sú að ég þarf að labba milli kjötborða í Kringlunni og fá skötulykt í krukku og taka með mér heim á leið!

Þeir sem telja sig geta séð af eins og einum skötubita, bara út af lyktinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða..annars verða jólin eins og hvert annað matarboð!...og sá sem telur sig hafa sannfæringarkraft, öflugri en minn getur haft samband við móðir mína og reynt að kippa þessu í lag!

www.hrebbna.tk
- og skatan-

mánudagur, desember 20

Gestir og gangandi ath:

Undirrituð hefur tapað vitunu einhverstaðar í jólastressi íslendinga.
Það lýsir sér þannig að hún er vart fær um mannleg samskipti ef þau fela ekki í sér setningar eins og ;"góðann daginn", eða "þá eru það 2990, hafa það ákkurat?" og svo auðvitað sívinsæla setningin; "gjörðu svo vel og gleðileg jól".

Sá sem telur sig geta átt í samskiptum við hana er vinsamlegast beðinn um að hugsa sig tvisvar um.

Finnandi vitsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við geð-og/eða sálfræðing síðunnar í s: 00569 sem fyrst.

www.hrebbna.tk
-lost her mind-

fimmtudagur, desember 9

Dularfulli jarðskjálftinn

Fyrr í kvöld sat undirrituð á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar og las ýmis fræði fyrir jólapróf.
Allt í einu tekur allt að titra eða skjálfa og var engu líkara en að jarðskjálfti væri að dynja yfir saklausu nemendurna sem voru lang flestir að gera heiðarlega tilraun til að ná jólaprófunum.

Undirrituð stökk upp, með hjartað í buxunum og ætlaði að leita skjóls við næsta burðarvegg eins og kennt var í hinu háttvirta félagi, en sá sér til mikillar undrunar að enginn virtist kippa sér upp við hörmungarnar sem voru í aðsigi.

Hún var í þann mund að hrópa yfir sig til að vera nemendurna við þegar hún áttaði sig á staðreyndum; drengurinn sem sat á móti henni við lærdómsbásinn hafði verið að slá löppinni ótt og títt í borðið og skapað með því þessa jarðskjálftahrinu

föstudagur, desember 3

Þú verður tannlæknir...

Ferðir mínar til tannlæknis þykja vart frásögufærandi, nema ein sem átti sér stað í mars á þessu ári, þegar undirrituð þjáðist af tannrótarbólgu.

En ég hef þó eina stutta sögu að segja sem gerðist ekki alls fyrir löngu:

Undirrituð sat í stól allra stóla fyrir nokkru og beið eftir að hörmungarnar kæmu hrynjandi yfir hana.
Tannsi hafði skroppið örstutt fram, sagðist koma að vörmu spori.
"Vá ég get ekki beðið"; hugsaði undirrituð full tilhlökkunar.
Þegar tannsi kom aftur hafði hann með sér ungann, kurteisann og myndarlegann tannlæknanema.
Þegar hryðjuverkið hófst, eftir deyfingu runnu tvær grímur á undirritaða.

Tannlæknaneminn, sem áður virtist kurteis og myndarlegur hafði breyst í eitt tannlæknaskrímslið enn, hann virtist finna veikleika minn á sér:

#ofsafengin hræðsla við bora af öllum stærðum og gerðum!

Í hvert sinn sem tannlæknirinn bað nemann um að rétta sér þennan og hinn borinn sagði neminn, með tilhlökkun í rödd;
"þennan?" og þandi borinn af lífs og sálar kröftum áður en hann rétti tannsa hann.

Eftir um 15 mínútur frá helvíti losnaði undirrituð úr stólnum, og er hún stóð upp rétti tannlæknaneminn kurteisislega fram höndina og ætlaði að þakka henni fyrir að leyfa sér að taka þátt í þessu stórvirki..en hún hélt nú ekki og strunsaði út.

Eftir þessa kvöl og pínu er undirrituð ekki söm.

www.hrebbna.tk
-á róandi-